Skemmtileg, sniðug og skrítin tæki á CES 2022 Samúel Karl Ólason skrifar 7. janúar 2022 15:00 Það kennir alltaf ýmissa grasa á CES-tæknisýningunni. AP Hinni árlegu Consumer Electronic Show lýkur í dag. Þar hafa fjölmörg tæki og tól verið kynnt en hér að neðan verður stiklað á stóru yfir skemmtileg og skrítin tæki og tól sem voru kynnt. Á CES sýna stór fyrirtæki yfirleitt hve máttug þau eru og sýna bestu tækin en mörg ný og minni fyrirtæki sýna starfsemi sína og hugmyndir til að reyna að laða að fjárfesta. Þær kynningar þykja oft mjög áhugaverðar. Ljósapera sem fylgist með heilsu þinni Fyrirtækið Sengled kynnti fjölmargar nýjar snjall-perur í Las Vegas í ár. Ein þeirra vakti sérstaklega mikla athygli en þar er um að ræða ljósaperu sem fylgist með heilsu fólks. Peran vaktar sofandi fólk, fylgist með hjartslætti, hita og öðru. Samkvæmt The Verge geta perurnar jafnvel greint það þegar fólk fellur. Hægt er að tengjast perunni í gegnum bæði Bluetooth og net. Til stendur að hefja sölu heilsuperunnar undir lok þessa árs. Vilja gera bílinn að bíói BMW hélt kynningu á CES þar sem starfsmenn fyrirtækisins virtust vilja breyta bílum í bíó. Eins og fram kemur í frétt Tech Crunch setti BMW hægindastóla í bíla sína á CES í fyrra en nú hefur 31 tommu og 8K skjá verið komið fyrir í bílunum til viðbótar við öflugt hljóðkerfi. Með 5G tengingu eiga bílarnir að geta streymt þáttum og kvikmndum í mjög hárri upplausn, ef það er í boði. Snjalllinsa með viðbótarraunveruleika Fyrirtækið Mojo Vision hefur um nokkuð skeið unnið að þróun snjalllinsu. Linsan var fyrst kynnt á CES 2020 og er enn þróunarvinnan enn á frumstigi enda hljómar linsan eins og eitthvað úr vísindaskáldskap. Linsan á að bjóða upp á viðbótarraunveruleika og jafnvel geta bætt sjón notenda. Þá mun hún geta sýnt notendum upplýsingar um umhverfi þeirra og annað. Mojo Vision tilkynnti nýverið að fyrirtækið myndi í upphafi leggja áherslu á að þróa linsur fyrir íþróttafólk. Being out on your own doesn’t mean being out of touch. One day Mojo Lens will give you guidance on the slopes—and help you connect with friends before your run. #duringdata Learn about Mojo Lens here: https://t.co/zI6DNNe1PO pic.twitter.com/xs8aDG86mG— MojoVision (@MojoVisionInc) January 6, 2022 Chip your ball right onto the green. Then drive your game even further. One day Mojo Lens will give you swing data and feedback on a hole - not just before or after - without looking away. #duringdata Learn about Mojo Lens here: https://t.co/zI6DNMWqYg pic.twitter.com/ALYsBsZa05— MojoVision (@MojoVisionInc) December 30, 2021 Óhefðbundnar leiðir gegn flugum Moskítóflugur bana fjölmörgum á ári hverju. Minnst tvö fyrirtæki á CES 2022 vilja draga þar úr. Annað þeirra er Bzigo sem framleiðir snjalltæki sem finnur flugur á heimili þínu og bendir á þær með leisergeisla, svo auðvelt sé að drepa þær. Tækið sendir jafnvel tilkynningu í síma þinn þegar það finnur flugu. Mosqitter fer aðra leið. Starfsmenn þess fyrirtækis hafa framleitt það sem TechCrunch lýsir sem „iðnaðar-moskító-morðvél“ og það réttilega. Græja Mosqitter notar þær fjórar leiðir sem flugur nota til að finna menn til að laða þær í gildru og drepa þær. Þær líkja eftir mönnum og eru sagðar útrýma moskítóflugum í um 50 metra radíus og fyrirtækið segir hægt að nota græjurnar bæði inni og úti. Snjallrúm til að eldast í Fyrirtækið Sleep Number kynnti nýjasta snjallrúm sitt á CES 2022. 360 smart bed, eins og það kallast, býr yfir mörgum gæðum og fylgist meðal annars með heilsu þeirra sem í því sofa. Þá getur rúmið sjálft stillt hitastig þess með tilliti til stillinga þeirra sem eiga það og jafnvel haft mismunandi hitastig á mismunandi hlutum rúmsins. Það getur til að mynda hitað fætur þína þegar þú ferð að sofa. Þá getur rúmið einnig greint hrotur og hækkað höfuð sofandi fólks til að draga úr þeim og bæta öndun. Á morgnanna getur rúmið svo tilkynnt þér hversu vel þú svafst. Snjallmyndavélar gegn bögglabófum Bögglabófar eru mikil plága í Bandaríkjunum er þar er um að ræða fólk sem fer um og stelur bögglum fyrir utan heimili annarra. Fyrirtækið Eufy er með ráð við því en það kynnti nýjar dyrabjöllumyndavélar með bætt sjónsvið sem hægt er að nota til að vakta böggla. Eufy Security Video Doorbell Dual býr yfir tveimur myndavélum. Önnur beinist að fólki en hin beinist að jörðinni, þar sem bögglar eru iðulega lagðir. Þá búa myndavélarnar yfir bættum skynjurum svo notendur fá færri tilkynningar þegar engir eru gestirnir. Þær læra einnig að þekkja vini og vandamenn. Two eyes are better than one...👀Introducing the Video Doorbell Dual 💥Learn more 👇— Eufy (@EufyOfficial) January 6, 2022 Vélmenni fyrir eldri borgara Yukai Engineering kynnti vélmennið Bocco emo. Það er lítið vélmenni sem hannað er til notkunar á dvalar- og hjúkrunarheimilum. Vélmennið vaktar heilsu fólks og getur tekið ákveðnar mælingar og komið þeim áfram til heilbrigðisstarfsmanna. Þar að auki geta fjölskyldumeðlimir eldri borgara fengið upplýsingar um þau í gegnum vélmennið. Bocco hefur þegar verið tekið í notkun á sjúkrahúsum í Japan en framleiðendur þess segja það geta skilið notendur og túlkað tilfinningar þeirra og líðan í gegnum rödd þeirra og andlitsgreiningu. Vélmenni til aðstoðar hreyfihömluðum Labrador Systems kynnti heimilishjálparvélmenni handa hreyfihömluðum á CES í ár. Vélmennið kallast Retriever (sem er gott nafn ef satt skal segja) og getur fylgt fólki eftir og aðstoðað það, meðal annars við heimilisstörf. Retriever getur hjálapð fólki að bera hluti um heimili þeirra en vélmenninu er stýrt í gegnum Alexu, talgervil Amazon. Skjávarpi til að hafa í vasa Samsung sýndi nýja gerð skjávarpa sem fólk á að geta tekið með sér hvert sem er. Freestyle varpar 1080p mynd í allt að hundrað tommu stærð og er með innbyggða hátalara. Hægt er að tengja hann við síma eða önnur tæki og streyma myndefni í gegnum smáforrit. Snjöll leið til að gefa fuglunum Bird Buddy kynnti snjalltæki til að gefa fuglum æti og fylgjast náið með þeim og mynda. Tækið sendir notendum tilkynningar þegar fuglar fá sér að borða og hægt er að fygljast með þeim í gegnum myndavélar tækisins. Notendur geta einnig fengið upplýsingar um tilteknar fuglategundir í gegnum snjallforrit sem fylgir tækinu. Tækni Bandaríkin Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Á CES sýna stór fyrirtæki yfirleitt hve máttug þau eru og sýna bestu tækin en mörg ný og minni fyrirtæki sýna starfsemi sína og hugmyndir til að reyna að laða að fjárfesta. Þær kynningar þykja oft mjög áhugaverðar. Ljósapera sem fylgist með heilsu þinni Fyrirtækið Sengled kynnti fjölmargar nýjar snjall-perur í Las Vegas í ár. Ein þeirra vakti sérstaklega mikla athygli en þar er um að ræða ljósaperu sem fylgist með heilsu fólks. Peran vaktar sofandi fólk, fylgist með hjartslætti, hita og öðru. Samkvæmt The Verge geta perurnar jafnvel greint það þegar fólk fellur. Hægt er að tengjast perunni í gegnum bæði Bluetooth og net. Til stendur að hefja sölu heilsuperunnar undir lok þessa árs. Vilja gera bílinn að bíói BMW hélt kynningu á CES þar sem starfsmenn fyrirtækisins virtust vilja breyta bílum í bíó. Eins og fram kemur í frétt Tech Crunch setti BMW hægindastóla í bíla sína á CES í fyrra en nú hefur 31 tommu og 8K skjá verið komið fyrir í bílunum til viðbótar við öflugt hljóðkerfi. Með 5G tengingu eiga bílarnir að geta streymt þáttum og kvikmndum í mjög hárri upplausn, ef það er í boði. Snjalllinsa með viðbótarraunveruleika Fyrirtækið Mojo Vision hefur um nokkuð skeið unnið að þróun snjalllinsu. Linsan var fyrst kynnt á CES 2020 og er enn þróunarvinnan enn á frumstigi enda hljómar linsan eins og eitthvað úr vísindaskáldskap. Linsan á að bjóða upp á viðbótarraunveruleika og jafnvel geta bætt sjón notenda. Þá mun hún geta sýnt notendum upplýsingar um umhverfi þeirra og annað. Mojo Vision tilkynnti nýverið að fyrirtækið myndi í upphafi leggja áherslu á að þróa linsur fyrir íþróttafólk. Being out on your own doesn’t mean being out of touch. One day Mojo Lens will give you guidance on the slopes—and help you connect with friends before your run. #duringdata Learn about Mojo Lens here: https://t.co/zI6DNNe1PO pic.twitter.com/xs8aDG86mG— MojoVision (@MojoVisionInc) January 6, 2022 Chip your ball right onto the green. Then drive your game even further. One day Mojo Lens will give you swing data and feedback on a hole - not just before or after - without looking away. #duringdata Learn about Mojo Lens here: https://t.co/zI6DNMWqYg pic.twitter.com/ALYsBsZa05— MojoVision (@MojoVisionInc) December 30, 2021 Óhefðbundnar leiðir gegn flugum Moskítóflugur bana fjölmörgum á ári hverju. Minnst tvö fyrirtæki á CES 2022 vilja draga þar úr. Annað þeirra er Bzigo sem framleiðir snjalltæki sem finnur flugur á heimili þínu og bendir á þær með leisergeisla, svo auðvelt sé að drepa þær. Tækið sendir jafnvel tilkynningu í síma þinn þegar það finnur flugu. Mosqitter fer aðra leið. Starfsmenn þess fyrirtækis hafa framleitt það sem TechCrunch lýsir sem „iðnaðar-moskító-morðvél“ og það réttilega. Græja Mosqitter notar þær fjórar leiðir sem flugur nota til að finna menn til að laða þær í gildru og drepa þær. Þær líkja eftir mönnum og eru sagðar útrýma moskítóflugum í um 50 metra radíus og fyrirtækið segir hægt að nota græjurnar bæði inni og úti. Snjallrúm til að eldast í Fyrirtækið Sleep Number kynnti nýjasta snjallrúm sitt á CES 2022. 360 smart bed, eins og það kallast, býr yfir mörgum gæðum og fylgist meðal annars með heilsu þeirra sem í því sofa. Þá getur rúmið sjálft stillt hitastig þess með tilliti til stillinga þeirra sem eiga það og jafnvel haft mismunandi hitastig á mismunandi hlutum rúmsins. Það getur til að mynda hitað fætur þína þegar þú ferð að sofa. Þá getur rúmið einnig greint hrotur og hækkað höfuð sofandi fólks til að draga úr þeim og bæta öndun. Á morgnanna getur rúmið svo tilkynnt þér hversu vel þú svafst. Snjallmyndavélar gegn bögglabófum Bögglabófar eru mikil plága í Bandaríkjunum er þar er um að ræða fólk sem fer um og stelur bögglum fyrir utan heimili annarra. Fyrirtækið Eufy er með ráð við því en það kynnti nýjar dyrabjöllumyndavélar með bætt sjónsvið sem hægt er að nota til að vakta böggla. Eufy Security Video Doorbell Dual býr yfir tveimur myndavélum. Önnur beinist að fólki en hin beinist að jörðinni, þar sem bögglar eru iðulega lagðir. Þá búa myndavélarnar yfir bættum skynjurum svo notendur fá færri tilkynningar þegar engir eru gestirnir. Þær læra einnig að þekkja vini og vandamenn. Two eyes are better than one...👀Introducing the Video Doorbell Dual 💥Learn more 👇— Eufy (@EufyOfficial) January 6, 2022 Vélmenni fyrir eldri borgara Yukai Engineering kynnti vélmennið Bocco emo. Það er lítið vélmenni sem hannað er til notkunar á dvalar- og hjúkrunarheimilum. Vélmennið vaktar heilsu fólks og getur tekið ákveðnar mælingar og komið þeim áfram til heilbrigðisstarfsmanna. Þar að auki geta fjölskyldumeðlimir eldri borgara fengið upplýsingar um þau í gegnum vélmennið. Bocco hefur þegar verið tekið í notkun á sjúkrahúsum í Japan en framleiðendur þess segja það geta skilið notendur og túlkað tilfinningar þeirra og líðan í gegnum rödd þeirra og andlitsgreiningu. Vélmenni til aðstoðar hreyfihömluðum Labrador Systems kynnti heimilishjálparvélmenni handa hreyfihömluðum á CES í ár. Vélmennið kallast Retriever (sem er gott nafn ef satt skal segja) og getur fylgt fólki eftir og aðstoðað það, meðal annars við heimilisstörf. Retriever getur hjálapð fólki að bera hluti um heimili þeirra en vélmenninu er stýrt í gegnum Alexu, talgervil Amazon. Skjávarpi til að hafa í vasa Samsung sýndi nýja gerð skjávarpa sem fólk á að geta tekið með sér hvert sem er. Freestyle varpar 1080p mynd í allt að hundrað tommu stærð og er með innbyggða hátalara. Hægt er að tengja hann við síma eða önnur tæki og streyma myndefni í gegnum smáforrit. Snjöll leið til að gefa fuglunum Bird Buddy kynnti snjalltæki til að gefa fuglum æti og fylgjast náið með þeim og mynda. Tækið sendir notendum tilkynningar þegar fuglar fá sér að borða og hægt er að fygljast með þeim í gegnum myndavélar tækisins. Notendur geta einnig fengið upplýsingar um tilteknar fuglategundir í gegnum snjallforrit sem fylgir tækinu.
Tækni Bandaríkin Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira