Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Valur 58-73 | Meistararnir hefja árið á sigri Siggeir Ævarsson skrifar 5. janúar 2022 20:55 Valur - Breiðablik. Subway deild kvenna. Vetur 2021-2022. Körfubolti. Bára Dröfn Kristinsdóttir Nýliðar Grindavíkur tóku á móti Íslandsmeisturum Vals í HS Orku höllinni í Grindavík í kvöld þar sem gestirnir fóru að lokum með nokkuð sanngjarnan sigur af hólmi, 58-73. Fyrir leikinn höfðu Valskonur unnið báðar fyrri viðureignir liðanna nokkuð örugglega í vetur, og þrátt fyrir að munurinn hafi ekki verið jafn mikill í kvöld var sigurinn þó aldrei í mikilli hættu. Í hvert sinn sem Grindavíkurkonur gerðu sig líklega til að minnka muninn þá náðu Valskonur að stoppa áhlaupin. Robbi Ryan losnaði úr sóttkví í gær.Vísir/Bára Dröfn Leikurinn fór hratt af stað og augljóst að heimakonur ætluðu að setja allan sinn kraft í leikinn, þrátt fyrir skamman undirbúning, en Covid hefur sett töluvert strik í æfinga-reikning Grindavíkur síðustu daga. Þjálfari liðsins, Þorleifur Ólafsson, losnaði úr sóttkví í morgun og hin bandaríska Robbi Ryan í gær. Þrátt fyrir kröfuga byrjun hjá Grindavík voru stigin ekki að safnast á töfluna og gestirnir í Val leiddu 12-20 eftir fyrsta leikhluta. Má í raun segja að Grindavík hafi aldrei tekist að brúa bilið sem myndaðist eftir þann leikhluta. Það leit út fyrir að Valskonur ætluðu hreinlega að keyra Grindavík í kaf í 2. leikhluta en góður endasprettur hjá Grindavík lagaði stöðuna í 26-35 þar sem Grindavík settu 7 síðustu stig leikhlutans. Erlendu leikmenn Grindavíkur, þær Robbi Ryan og Edyta Falenzcyk, hafa borið hitann og þungann af sóknarleik Grindavíkur í vetur en þær áttu erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik og var Robbi í mjög strangri gæslu varnarmanna Vals, nær alltaf tvídekkuð. Hún náði sér þó á strik á lokapsretti hálfleiksins og var stigahæst heimakvenna með 10 stig og sex fráköst og þrjár stoðsendingar að auki. Ásta Júlía átti góðan leik í liði Vals.Vísir/Bára Dröfn Hjá gestunum var það Ásta Júlía Grímsdóttir sem reyndist Grindvíkingum erfið viðureignar undir körfunni og var komin með tvöfalda tvennu strax í hálfeik, 10 stig og 10 fráköst. Í seinni hálfleik dró smám saman í sundur með liðunum og gestirnir alltaf um það bil einu skrefi á undan. Ameryst Alston fór mikinn og tók leikinn yfir á köflum þegar mest á reyndi. Heimakonur gáfust þó aldrei upp og héldu áfram að berjast og sækja en það dugði hreinlega ekki til, Íslandsmeistararnir einu númeri eða svo of stórir fyrir nýliðana. Af hverju vann Valur? Breiddin hjá Valsliðinu er orðin ansi drjúg, nú þegar Heta Aijanen bætist í hópinn, og þá er hin þrautreynda Ragna Margrét Brynjarsdóttir komin af stað á ný. Valskonur hittu líka úr öllum 20 vítunum sínum sem verður að teljast ansi gott. Ameryst Alston var í ákveðnum sérflokki á vellinum í kvöld, en hún var aðeins 1 stoðsendingu frá þrefaldri tvennu. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Grindavíkur var ekki til útflutnings í kvöld. Þristarnir voru engan veginn að detta en þær hættu ekki að skjóta þó svo að skotin væru að geiga í hrönnum. Miði er jú alltaf möguleiki og þrjú stig eru fleiri en tvö. Nýtingin endaði í 4 af 28, eða 14 prósent. Þá gekk Grindvíkingum ekki vel að ráða við Ástu Júlíu Grímsdóttur undir körfunni sem og Ameryst Alston í öllum hennar aðgerðum. Hvað gerist næst? Úrslitin hreyfa liðin ekki til í töflunni, Valur áfram í 3. sæti og Grindavík í því 6. Valskonur sækja Hauka heim á sunnudaginn en Grindavík fær smá tíma til að jafna sig og eiga næst leik þann 19. þegar þær fara í Kópavoginn og mæta botnliði Breiðabliks. Hef haft mikla trú á hópnum í allan vetur Ólafur Jónas var sáttur með sigur kvöldsins.Vísir/Bára Dröfn Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, gat ekki verið annað en sáttur í leikslok með 15 stiga sigur á Grindavík. Hann hafði orð á því fyrir leik að það væri ekkert vanmat í boði hjá sínu liði, þar sem það væri mikill stígandi í liði Grindavíkur sem væri að bæta sig frá leik til leiks og gaf hann þjálfarateymi liðsins sérstaklega kredit fyrir þeirra starf í vetur. „Við vissum að þetta yrði hörku leikur og að Grindavík myndi koma með mikla baráttu inn í þetta. Ég get því ekki annað en verið sáttur með þennan sigur í kvöld gegn baráttuglöðu liði Grindavíkur.“ Ólafur fékk gríðar gott framlag frá hinni bandarísku Ameryst Alson í kvöld sem skoraði 22 stig, tók 10 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Aðspurður hvort það væri ekki ómetanlegt að eiga vopn eins og hana í vopnabúrinu sagði Ólafur það vissulega rétt, en tók þó sérstaklega fram hvað Alston væri frábær liðsfélagi, ofan á það hvað hún er góð í körfubolta, og það gæfi hópnum mikið að hafa hana í liðinu. Hópurinn hjá Val er óðum að þéttast en þær telfdu fram nýjum erlendum leikmanni í kvöld, hinni finnsku Heta Aijanen sem skilaði 8 stigum á rúmum 19 mínútum. Við spurðum Ólaf út í það hvað hún færði liðinu, en með tilkomu hennar og endurkomu Rögnu Margrétar, hefur meðalhæðin í liðinu rokið upp. „Já við förum úr því að vera sennilega með eitt lágvaxnasta liðið í eitt það hæsta, og auðvitað er það dýrmætt. Hópurinn er að verða mjög þéttur hjá okkur en ég hef alltaf haft trú á honum í vetur. Við erum með margar hörku góðar stelpur og getum farið langt.“ Getum ekki alltaf ætlað að fara allt á baráttunni Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur.Vísir/Hulda Margrét Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var fremur daufur í dálkinn í leikslok í Grindavík í kvöld. Hann var að sögn fyrst og fremst ósáttur við það hvernig hans konur nálguðust leikinn, baráttan hafi vissulega verið til staðar en í staðin hafi gæðin fengið að víkja. „Ég er alltaf að reyna að hamra á því við stelpurnar að þær þurfi að hafa trú á því hvað þær eru góðar. Það eru gæði í þessu liði í búnkum en það er eins og við gleymum því stundum og ætlum að fara bara alla leið á baráttunni. Ég þarf að taka þetta til mín að koma þessu til skila og stelpurnar að sýna það svo á vellinum að við séum betri en við sýndum hér í kvöld.“ Sóknarleikurinn var ekkert sérstakur hjá Grindavík í kvöld. Þær tóku gríðarlega mörg þriggjastiga skot en hittu aðeins úr 4 þristum af 28, sem gerir 14% nýtingu. Var það dagsplanið að skjóta svona mörgum þristum? „Nei í rauninni ekki, en margir af þessum þristum voru opnir og ég hvet stelpurnar alltaf til að skjóta þegar þær eru opnar. Þetta var bara ekki að detta í kvöld, því miður“ Hvert er þá planið fyrir næsta leik? Minni barátta, meiri gæði? „Nei, kannski ekki minni barátta“, sagði Þorleifur og hló. „Sama barátta, meiri gæði, og þá vinnum við fullt af leikjum í viðbót.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild kvenna UMF Grindavík Valur Körfubolti Íslenski körfuboltinn
Nýliðar Grindavíkur tóku á móti Íslandsmeisturum Vals í HS Orku höllinni í Grindavík í kvöld þar sem gestirnir fóru að lokum með nokkuð sanngjarnan sigur af hólmi, 58-73. Fyrir leikinn höfðu Valskonur unnið báðar fyrri viðureignir liðanna nokkuð örugglega í vetur, og þrátt fyrir að munurinn hafi ekki verið jafn mikill í kvöld var sigurinn þó aldrei í mikilli hættu. Í hvert sinn sem Grindavíkurkonur gerðu sig líklega til að minnka muninn þá náðu Valskonur að stoppa áhlaupin. Robbi Ryan losnaði úr sóttkví í gær.Vísir/Bára Dröfn Leikurinn fór hratt af stað og augljóst að heimakonur ætluðu að setja allan sinn kraft í leikinn, þrátt fyrir skamman undirbúning, en Covid hefur sett töluvert strik í æfinga-reikning Grindavíkur síðustu daga. Þjálfari liðsins, Þorleifur Ólafsson, losnaði úr sóttkví í morgun og hin bandaríska Robbi Ryan í gær. Þrátt fyrir kröfuga byrjun hjá Grindavík voru stigin ekki að safnast á töfluna og gestirnir í Val leiddu 12-20 eftir fyrsta leikhluta. Má í raun segja að Grindavík hafi aldrei tekist að brúa bilið sem myndaðist eftir þann leikhluta. Það leit út fyrir að Valskonur ætluðu hreinlega að keyra Grindavík í kaf í 2. leikhluta en góður endasprettur hjá Grindavík lagaði stöðuna í 26-35 þar sem Grindavík settu 7 síðustu stig leikhlutans. Erlendu leikmenn Grindavíkur, þær Robbi Ryan og Edyta Falenzcyk, hafa borið hitann og þungann af sóknarleik Grindavíkur í vetur en þær áttu erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik og var Robbi í mjög strangri gæslu varnarmanna Vals, nær alltaf tvídekkuð. Hún náði sér þó á strik á lokapsretti hálfleiksins og var stigahæst heimakvenna með 10 stig og sex fráköst og þrjár stoðsendingar að auki. Ásta Júlía átti góðan leik í liði Vals.Vísir/Bára Dröfn Hjá gestunum var það Ásta Júlía Grímsdóttir sem reyndist Grindvíkingum erfið viðureignar undir körfunni og var komin með tvöfalda tvennu strax í hálfeik, 10 stig og 10 fráköst. Í seinni hálfleik dró smám saman í sundur með liðunum og gestirnir alltaf um það bil einu skrefi á undan. Ameryst Alston fór mikinn og tók leikinn yfir á köflum þegar mest á reyndi. Heimakonur gáfust þó aldrei upp og héldu áfram að berjast og sækja en það dugði hreinlega ekki til, Íslandsmeistararnir einu númeri eða svo of stórir fyrir nýliðana. Af hverju vann Valur? Breiddin hjá Valsliðinu er orðin ansi drjúg, nú þegar Heta Aijanen bætist í hópinn, og þá er hin þrautreynda Ragna Margrét Brynjarsdóttir komin af stað á ný. Valskonur hittu líka úr öllum 20 vítunum sínum sem verður að teljast ansi gott. Ameryst Alston var í ákveðnum sérflokki á vellinum í kvöld, en hún var aðeins 1 stoðsendingu frá þrefaldri tvennu. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Grindavíkur var ekki til útflutnings í kvöld. Þristarnir voru engan veginn að detta en þær hættu ekki að skjóta þó svo að skotin væru að geiga í hrönnum. Miði er jú alltaf möguleiki og þrjú stig eru fleiri en tvö. Nýtingin endaði í 4 af 28, eða 14 prósent. Þá gekk Grindvíkingum ekki vel að ráða við Ástu Júlíu Grímsdóttur undir körfunni sem og Ameryst Alston í öllum hennar aðgerðum. Hvað gerist næst? Úrslitin hreyfa liðin ekki til í töflunni, Valur áfram í 3. sæti og Grindavík í því 6. Valskonur sækja Hauka heim á sunnudaginn en Grindavík fær smá tíma til að jafna sig og eiga næst leik þann 19. þegar þær fara í Kópavoginn og mæta botnliði Breiðabliks. Hef haft mikla trú á hópnum í allan vetur Ólafur Jónas var sáttur með sigur kvöldsins.Vísir/Bára Dröfn Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, gat ekki verið annað en sáttur í leikslok með 15 stiga sigur á Grindavík. Hann hafði orð á því fyrir leik að það væri ekkert vanmat í boði hjá sínu liði, þar sem það væri mikill stígandi í liði Grindavíkur sem væri að bæta sig frá leik til leiks og gaf hann þjálfarateymi liðsins sérstaklega kredit fyrir þeirra starf í vetur. „Við vissum að þetta yrði hörku leikur og að Grindavík myndi koma með mikla baráttu inn í þetta. Ég get því ekki annað en verið sáttur með þennan sigur í kvöld gegn baráttuglöðu liði Grindavíkur.“ Ólafur fékk gríðar gott framlag frá hinni bandarísku Ameryst Alson í kvöld sem skoraði 22 stig, tók 10 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Aðspurður hvort það væri ekki ómetanlegt að eiga vopn eins og hana í vopnabúrinu sagði Ólafur það vissulega rétt, en tók þó sérstaklega fram hvað Alston væri frábær liðsfélagi, ofan á það hvað hún er góð í körfubolta, og það gæfi hópnum mikið að hafa hana í liðinu. Hópurinn hjá Val er óðum að þéttast en þær telfdu fram nýjum erlendum leikmanni í kvöld, hinni finnsku Heta Aijanen sem skilaði 8 stigum á rúmum 19 mínútum. Við spurðum Ólaf út í það hvað hún færði liðinu, en með tilkomu hennar og endurkomu Rögnu Margrétar, hefur meðalhæðin í liðinu rokið upp. „Já við förum úr því að vera sennilega með eitt lágvaxnasta liðið í eitt það hæsta, og auðvitað er það dýrmætt. Hópurinn er að verða mjög þéttur hjá okkur en ég hef alltaf haft trú á honum í vetur. Við erum með margar hörku góðar stelpur og getum farið langt.“ Getum ekki alltaf ætlað að fara allt á baráttunni Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur.Vísir/Hulda Margrét Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var fremur daufur í dálkinn í leikslok í Grindavík í kvöld. Hann var að sögn fyrst og fremst ósáttur við það hvernig hans konur nálguðust leikinn, baráttan hafi vissulega verið til staðar en í staðin hafi gæðin fengið að víkja. „Ég er alltaf að reyna að hamra á því við stelpurnar að þær þurfi að hafa trú á því hvað þær eru góðar. Það eru gæði í þessu liði í búnkum en það er eins og við gleymum því stundum og ætlum að fara bara alla leið á baráttunni. Ég þarf að taka þetta til mín að koma þessu til skila og stelpurnar að sýna það svo á vellinum að við séum betri en við sýndum hér í kvöld.“ Sóknarleikurinn var ekkert sérstakur hjá Grindavík í kvöld. Þær tóku gríðarlega mörg þriggjastiga skot en hittu aðeins úr 4 þristum af 28, sem gerir 14% nýtingu. Var það dagsplanið að skjóta svona mörgum þristum? „Nei í rauninni ekki, en margir af þessum þristum voru opnir og ég hvet stelpurnar alltaf til að skjóta þegar þær eru opnar. Þetta var bara ekki að detta í kvöld, því miður“ Hvert er þá planið fyrir næsta leik? Minni barátta, meiri gæði? „Nei, kannski ekki minni barátta“, sagði Þorleifur og hló. „Sama barátta, meiri gæði, og þá vinnum við fullt af leikjum í viðbót.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti