Hin íslenska Alma Goodman samdi lag fyrir Katy Perry Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 5. janúar 2022 07:30 Tónlistarkonan og lagahöfundurinn Alma Goodman hefur verið að gera öfluga hluti í tónlistarheiminum vestanhafs Tónlistarkonan og lagahöfundurinn Alma Goodman er enginn nýgræðingur í tónlistarheiminum en hún var meðal annars hluti af stelpu bandinu Nylon sem þróaðist síðar yfir í The Charlies. Alma er búsett í Los Angeles og hefur verið að gera góða hluti vestanhafs sem lagahöfundur þar sem hún hefur unnið með fjölbreyttum hópi tónlistarfólks á borð við Afrojack og Ally Brooke úr Fifth Harmony. Nú á dögunum vann Alma svo að glænýju lagi sem engin önnur en stórstjarnan Katy Perry syngur ásamt hinum fræga plötusnúði Alesso. Lagið, sem heitir When I’m Gone, kom út 29. desember síðastliðinn, á afmælisdegi Ölmu, og hefur nú þegar náð góðum árangri bæði á streymisveitum og vinsældalistum víða um heiminn. View this post on Instagram A post shared by Alesso (@alesso) Lagið varð til við óhefðbundnar aðstæður Í samtali við undirritaða segir Alma að upphaflega hafi lagið ekki verið sérstaklega samið fyrir Katy Perry. Hugmyndin að laginu varð til í upphafi Covid faraldursins þegar strangt útgöngubann réði ríkjum í Los Angeles. Þá var allt lokað nema matvöruverslanir og því færðust svokölluð sessions þar sem tónlistarfólk kom saman til að semja lög yfir á fjarskipta forritið Zoom. „Það voru vissulega smá viðbrigði að byrja að semja í slíkum aðstæðum þegar maður var vanur að vera í sama herbergi og fólk inni í hljóðverum. Það hentaði alls ekki öllum að vinna þannig því seinkunnin á netinu gerir það að verkum að maður getur ekki sungið og spilað saman í rauntíma.“ View this post on Instagram A post shared by A L M A G O O D M A N (@almagood) Alma lét ástandið þó ekki hafa áhrif á sköpunargleði sína. „Sem betur fer vorum við Alida Peck, sem er ein af mínum helstu meðhöfundum, fljótar að venjast því að vinna í kringum það og byrjuðum fljótt að semja með mismunandi pródúserum í gegnum Zoom,“ segir Alma og bætir við að When I’m Gone hafi einmitt orðið til í slíku sessioni. Þá unnu þær Alida með tveimur breskum pródúserum sem kalla sig Space Primates og úr varð svokallaður hittari. „Umboðsmaðurinn minn, Tyler Johnson, var strax mjög spenntur þegar hann heyrði fyrsta demó-ið af laginu og gaf okkur nokkra punkta um hvað við gætum lagfært og bætt. Hann kom laginu svo til Alesso sem féll fyrir því og stakk upp á að fá Katy Perry til liðs við sig.“ View this post on Instagram A post shared by A L M A G O O D M A N (@almagood) Þykir gaman að upplifa hvað markaðssetning getur verið áhrifarík Viðtökur við laginu hafa farið framar björtustu vonum segir Alma og þykir henni sérstaklega skemmtilegt að fá að upplifa og sjá hvað markaðssetning getur verið áhrifarík. Streymisveitan Spotify setti lagið á forsíðu New Music Friday sem er gífurlega vinsæll listi á þeirra vegum og þaðan fór lagið strax á hina ýmsu playlista. Katy Perry sem er með hvorki meira né minna en 147 milljón fylgjenda hefur að sjálfsögðu deilt laginu á Instagram síðu sína og flutti það svo á gamlárskvöld á sjónvarpsstöðinni CNN. View this post on Instagram A post shared by KATY PERRY (@katyperry) „Katy Perry er núna með residensíu í Vegas þar sem hún syngur When I’m Gone. Myndbandið við lagið verður svo frumflutt næsta mánudag 10. janúar á ESPN í hálfleik á National Football Championship. Lagið náði strax inn á topp 10 í UK í vikunni svo það er spennandi að fylgjast með því.“ <a href="https://www.youtube.com/watch?v=-ZFfIoBbOfg">watch on YouTube</a> Persónulegu markmiði náð Það er óneitanlega magnað að heyra eina stærsta söngkonu okkar samtíma syngja lag sem maður samdi og því ekki að undra að þetta tikki í ákveðið box hjá Ölmu. „Það hefur verið persónulegt markmið hjá mér að eiga lag með artista á stærðargráðu við Katy Perry svo ég er stolt að hafa náð því,“ segir hún en Alma hefur áður unnið með Alesso við lagið Remedy sem kom út fyrir nokkrum árum. View this post on Instagram A post shared by Spotify (@spotify) „Alesso er frábær og mjög hæfileikaríkur. Það var virkilega gaman að fara inn í stúdíó með þeim tveimur og heyra rödd sem maður hefur hlustað á í mörg ár syngja eitthvað sem ég samdi. Ég man þegar ég og Alida sem ég samdi lagið með heyrðum hana fyrst byrja að syngja það. Við litum á hvor aðra brosandi, eflaust að reyna að fela hversu spenntar við vorum.“ Veit aldrei hvar lögin geta endað Alma segir að lokum að lífið í LA sé gott og sem betur fer er nóg að gera í tónlistinni þrátt fyrir Covid faraldurinn. View this post on Instagram A post shared by A L M A G O O D M A N (@almagood) „Tónlistarbransinn er auðvitað alltaf ófyrirsjáanlegur og þótt margt spennandi sé „í pípunum“ getur allt breyst á síðustu stundu svo það borgar sig ekki að tala um neitt fyrr en það er komið út. Framundan hjá mér er bara að halda áfram að semja sem mest með góðu fólki. Maður veit aldrei hvar lögin manns geta endað!“ Tónlist Bandaríkin Menning Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Alma í stúdíóinu með Scott Storch Samstarfið gengur vel. Scott Storch er mjög virtur upptökustjóri og hefur unnið með mörgum af stærstu stjörnum heims. 8. september 2015 08:30 Elska nýja Charlies-lagið en segja myndbandið undarlegt Íslenska hljómsveitin The Charlies er sem kunnugt er starfrækt frá Los Angeles um þessar mundir. Þær stúlkur hafa nú gefið út svokallað mixteip á heimasíðu sinni. Samhliða því kom út myndbandið við lagið Monster á YouTube sem horfa má á hér í fréttinni. 16. nóvember 2011 16:00 Mest lesið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Alma er búsett í Los Angeles og hefur verið að gera góða hluti vestanhafs sem lagahöfundur þar sem hún hefur unnið með fjölbreyttum hópi tónlistarfólks á borð við Afrojack og Ally Brooke úr Fifth Harmony. Nú á dögunum vann Alma svo að glænýju lagi sem engin önnur en stórstjarnan Katy Perry syngur ásamt hinum fræga plötusnúði Alesso. Lagið, sem heitir When I’m Gone, kom út 29. desember síðastliðinn, á afmælisdegi Ölmu, og hefur nú þegar náð góðum árangri bæði á streymisveitum og vinsældalistum víða um heiminn. View this post on Instagram A post shared by Alesso (@alesso) Lagið varð til við óhefðbundnar aðstæður Í samtali við undirritaða segir Alma að upphaflega hafi lagið ekki verið sérstaklega samið fyrir Katy Perry. Hugmyndin að laginu varð til í upphafi Covid faraldursins þegar strangt útgöngubann réði ríkjum í Los Angeles. Þá var allt lokað nema matvöruverslanir og því færðust svokölluð sessions þar sem tónlistarfólk kom saman til að semja lög yfir á fjarskipta forritið Zoom. „Það voru vissulega smá viðbrigði að byrja að semja í slíkum aðstæðum þegar maður var vanur að vera í sama herbergi og fólk inni í hljóðverum. Það hentaði alls ekki öllum að vinna þannig því seinkunnin á netinu gerir það að verkum að maður getur ekki sungið og spilað saman í rauntíma.“ View this post on Instagram A post shared by A L M A G O O D M A N (@almagood) Alma lét ástandið þó ekki hafa áhrif á sköpunargleði sína. „Sem betur fer vorum við Alida Peck, sem er ein af mínum helstu meðhöfundum, fljótar að venjast því að vinna í kringum það og byrjuðum fljótt að semja með mismunandi pródúserum í gegnum Zoom,“ segir Alma og bætir við að When I’m Gone hafi einmitt orðið til í slíku sessioni. Þá unnu þær Alida með tveimur breskum pródúserum sem kalla sig Space Primates og úr varð svokallaður hittari. „Umboðsmaðurinn minn, Tyler Johnson, var strax mjög spenntur þegar hann heyrði fyrsta demó-ið af laginu og gaf okkur nokkra punkta um hvað við gætum lagfært og bætt. Hann kom laginu svo til Alesso sem féll fyrir því og stakk upp á að fá Katy Perry til liðs við sig.“ View this post on Instagram A post shared by A L M A G O O D M A N (@almagood) Þykir gaman að upplifa hvað markaðssetning getur verið áhrifarík Viðtökur við laginu hafa farið framar björtustu vonum segir Alma og þykir henni sérstaklega skemmtilegt að fá að upplifa og sjá hvað markaðssetning getur verið áhrifarík. Streymisveitan Spotify setti lagið á forsíðu New Music Friday sem er gífurlega vinsæll listi á þeirra vegum og þaðan fór lagið strax á hina ýmsu playlista. Katy Perry sem er með hvorki meira né minna en 147 milljón fylgjenda hefur að sjálfsögðu deilt laginu á Instagram síðu sína og flutti það svo á gamlárskvöld á sjónvarpsstöðinni CNN. View this post on Instagram A post shared by KATY PERRY (@katyperry) „Katy Perry er núna með residensíu í Vegas þar sem hún syngur When I’m Gone. Myndbandið við lagið verður svo frumflutt næsta mánudag 10. janúar á ESPN í hálfleik á National Football Championship. Lagið náði strax inn á topp 10 í UK í vikunni svo það er spennandi að fylgjast með því.“ <a href="https://www.youtube.com/watch?v=-ZFfIoBbOfg">watch on YouTube</a> Persónulegu markmiði náð Það er óneitanlega magnað að heyra eina stærsta söngkonu okkar samtíma syngja lag sem maður samdi og því ekki að undra að þetta tikki í ákveðið box hjá Ölmu. „Það hefur verið persónulegt markmið hjá mér að eiga lag með artista á stærðargráðu við Katy Perry svo ég er stolt að hafa náð því,“ segir hún en Alma hefur áður unnið með Alesso við lagið Remedy sem kom út fyrir nokkrum árum. View this post on Instagram A post shared by Spotify (@spotify) „Alesso er frábær og mjög hæfileikaríkur. Það var virkilega gaman að fara inn í stúdíó með þeim tveimur og heyra rödd sem maður hefur hlustað á í mörg ár syngja eitthvað sem ég samdi. Ég man þegar ég og Alida sem ég samdi lagið með heyrðum hana fyrst byrja að syngja það. Við litum á hvor aðra brosandi, eflaust að reyna að fela hversu spenntar við vorum.“ Veit aldrei hvar lögin geta endað Alma segir að lokum að lífið í LA sé gott og sem betur fer er nóg að gera í tónlistinni þrátt fyrir Covid faraldurinn. View this post on Instagram A post shared by A L M A G O O D M A N (@almagood) „Tónlistarbransinn er auðvitað alltaf ófyrirsjáanlegur og þótt margt spennandi sé „í pípunum“ getur allt breyst á síðustu stundu svo það borgar sig ekki að tala um neitt fyrr en það er komið út. Framundan hjá mér er bara að halda áfram að semja sem mest með góðu fólki. Maður veit aldrei hvar lögin manns geta endað!“
Tónlist Bandaríkin Menning Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Alma í stúdíóinu með Scott Storch Samstarfið gengur vel. Scott Storch er mjög virtur upptökustjóri og hefur unnið með mörgum af stærstu stjörnum heims. 8. september 2015 08:30 Elska nýja Charlies-lagið en segja myndbandið undarlegt Íslenska hljómsveitin The Charlies er sem kunnugt er starfrækt frá Los Angeles um þessar mundir. Þær stúlkur hafa nú gefið út svokallað mixteip á heimasíðu sinni. Samhliða því kom út myndbandið við lagið Monster á YouTube sem horfa má á hér í fréttinni. 16. nóvember 2011 16:00 Mest lesið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Alma í stúdíóinu með Scott Storch Samstarfið gengur vel. Scott Storch er mjög virtur upptökustjóri og hefur unnið með mörgum af stærstu stjörnum heims. 8. september 2015 08:30
Elska nýja Charlies-lagið en segja myndbandið undarlegt Íslenska hljómsveitin The Charlies er sem kunnugt er starfrækt frá Los Angeles um þessar mundir. Þær stúlkur hafa nú gefið út svokallað mixteip á heimasíðu sinni. Samhliða því kom út myndbandið við lagið Monster á YouTube sem horfa má á hér í fréttinni. 16. nóvember 2011 16:00