Nær útilokað að Vetrarólympíuleikunum verði frestað úr þessu Sindri Sverrisson skrifar 4. janúar 2022 15:30 Vetrarólympíuleikarnir eiga að standa yfir frá 4.-20. febrúar. Getty Nú þegar akkúrat mánuður er í að Vetrarólympíuleikarnir eigi að hefjast í Peking hafa ýmsir lýst yfir efasemdum um að rétt sé að halda leikana í ljósi mikillar útbreiðslu kórónuveirusmita. Ekki stendur þó til að fresta leikunum. Dick Pound, sem situr í stjórn alþjóða ólympíunefndarinnar, segir afar ólíklegt að Vetrarólympíuleikunum verði frestað úr þessu. Öllum sé ljós mikil útbreiðsla smita en að það verði einfaldlega að hafa það þó að keppendur, jafnvel sumar af stórstjörnum vetraríþróttanna, missi af leikunum. Sem dæmi má nefna að bandaríska skíðastjarnan Mikaela Shiffrin greindist með Covid í síðustu viku, líkt og tíu meðlimir kanadíska bobsleðaliðsins, og NHL-deildin ákvað í síðasta mánuði að leikmenn deildarinnar færu ekki í keppni í íshokkí á leikunum. „Áhyggjurnar snúast að öllu fólkinu sem er ekki enn komið til Kína. Hvort að það detti út eitt af öðru og að við missum út keppanda á sleða hér eða skautum þar. Ef að þetta yrði þannig að það væru bara kínverskir íþróttamenn á svæðinu þá yrði ekki hægt að líta á þetta sem Ólympíuleika,“ sagði Pound. Sumarólympíuleikunum í Tókýó var frestað um eitt ár vegna faraldursins og þeir haldnir síðasta sumar. Aðspurður hverjar líkurnar væru á að Vetrarólympíuleikunum yrði frestað svaraði Pound því að líkurnar væru mjög litlar. „Það væri vitleysa að reyna að giska á líkurnar. Þetta er möguleiki sem er ekki alveg hægt að afskrifa en staðan er ekki þannig að heilu þjóðirnar segist ekki ætla að fara á leikana. Það er synd ef að „íþróttamaður X“ getur ekki verið með en við erum þá samt með nokkur hundruð keppendur sem geta það. Maður hættir ekki við leikana, jafnvel þó að um sé að ræða einhverjar af stjörnunum,“ sagði Pound. Allir séu þó meðvitaðir um að staðan sé alvarleg. „Ég held að það sé ekki hægt að fresta úr þessu. Það er nánast að öllu leyti þannig að örin er farin úr boganum. Leikarnir hefjast 4. febrúar og það þyrfti rosalegt áfall til að eitthvað breyttist úr þessu,“ sagði Pound og nefndi sem dæmi að heilbrigðisyfirvöld færu að láta loka landamærum vegna veirunnar. „Allir með greindarvísitölu yfir stofuhita hafa auðvitað áhyggjur og vita að sá möguleiki er til staðar að það verði frestað, þó að við teljum að það gerist ekki. Íþróttafólkið er að keppa og það munu koma upp tilvik. Spurningin er hve mörg og hvort um verði að ræða slíkt hamfaraflóð að það borgi sig ekki lengur að halda leikana,“ sagði Pound. Skipuleggjendur leikanna í Peking hafa ítrekað útilokað þann möguleika að leikunum verði frestað og bent á að vandlega verði gætt að smitvörnum, allir þátttakendur teknir í smitpróf daglega og þeim haldið aðskildum frá heimamönnum sem ekki starfi við leikana. Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Sjá meira
Dick Pound, sem situr í stjórn alþjóða ólympíunefndarinnar, segir afar ólíklegt að Vetrarólympíuleikunum verði frestað úr þessu. Öllum sé ljós mikil útbreiðsla smita en að það verði einfaldlega að hafa það þó að keppendur, jafnvel sumar af stórstjörnum vetraríþróttanna, missi af leikunum. Sem dæmi má nefna að bandaríska skíðastjarnan Mikaela Shiffrin greindist með Covid í síðustu viku, líkt og tíu meðlimir kanadíska bobsleðaliðsins, og NHL-deildin ákvað í síðasta mánuði að leikmenn deildarinnar færu ekki í keppni í íshokkí á leikunum. „Áhyggjurnar snúast að öllu fólkinu sem er ekki enn komið til Kína. Hvort að það detti út eitt af öðru og að við missum út keppanda á sleða hér eða skautum þar. Ef að þetta yrði þannig að það væru bara kínverskir íþróttamenn á svæðinu þá yrði ekki hægt að líta á þetta sem Ólympíuleika,“ sagði Pound. Sumarólympíuleikunum í Tókýó var frestað um eitt ár vegna faraldursins og þeir haldnir síðasta sumar. Aðspurður hverjar líkurnar væru á að Vetrarólympíuleikunum yrði frestað svaraði Pound því að líkurnar væru mjög litlar. „Það væri vitleysa að reyna að giska á líkurnar. Þetta er möguleiki sem er ekki alveg hægt að afskrifa en staðan er ekki þannig að heilu þjóðirnar segist ekki ætla að fara á leikana. Það er synd ef að „íþróttamaður X“ getur ekki verið með en við erum þá samt með nokkur hundruð keppendur sem geta það. Maður hættir ekki við leikana, jafnvel þó að um sé að ræða einhverjar af stjörnunum,“ sagði Pound. Allir séu þó meðvitaðir um að staðan sé alvarleg. „Ég held að það sé ekki hægt að fresta úr þessu. Það er nánast að öllu leyti þannig að örin er farin úr boganum. Leikarnir hefjast 4. febrúar og það þyrfti rosalegt áfall til að eitthvað breyttist úr þessu,“ sagði Pound og nefndi sem dæmi að heilbrigðisyfirvöld færu að láta loka landamærum vegna veirunnar. „Allir með greindarvísitölu yfir stofuhita hafa auðvitað áhyggjur og vita að sá möguleiki er til staðar að það verði frestað, þó að við teljum að það gerist ekki. Íþróttafólkið er að keppa og það munu koma upp tilvik. Spurningin er hve mörg og hvort um verði að ræða slíkt hamfaraflóð að það borgi sig ekki lengur að halda leikana,“ sagði Pound. Skipuleggjendur leikanna í Peking hafa ítrekað útilokað þann möguleika að leikunum verði frestað og bent á að vandlega verði gætt að smitvörnum, allir þátttakendur teknir í smitpróf daglega og þeim haldið aðskildum frá heimamönnum sem ekki starfi við leikana.
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Sjá meira