„Wolves er besta liðið sem við höfum spilað við“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. janúar 2022 20:30 Ralf Rangnick, bráðabirgðastjóri Manchester United, segir að Wolves hafi átt skilið að vinna í kvöld. Matthew Ashton - AMA/Getty Images Manchester United tapaði sínum fyrsta deildarleik undir stjórn Ralf Rangnick er liðið tók á móti Wolves í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur urðu 0-1 og Þjóðverjinn segir liðið ekki hafa spilað vel. „Við spiluðum alls ekki vel, hvorki sem einstaklingar né sem lið. Í fyrri hálfleik áttum við í miklum vandræðum með að halda þeim frá okkar marki,“ sagði Rangnick í samtali við Sky Sports að leik loknum. Hann segist hafa breytt um uppstillingu í síðari hálfleik og að það hafi breytt leiknum, en að markið sem skildi liðin að hafi verið vonbrigði. „Í seinni hálfleik breyttum við til og spiluðum með þrjá miðverði og náðum meiri stjórn á leiknum. Við áttum síðan góðan 15 mínútna kafla þar sem við hefðum getað skorað. Markið sem við fengum á okkur, við vorum með nógu marga leikmenn inni í okkar vítateig. Fyrirgjöfin var skölluð frá af Phil Jones, en markið sem við fengum á okkur var eins og allt of mörg önnur á þessu tímabili.“ „Moutinho gat skotið óáreittur og án vandræða, án pressu. Við vorum mjög vonsviknir með úrslitin og stóran hluta af okkar frammistöðu.“ Rangnick hrósaði þó andstæðingum kvöldsins og segir þá hafa átt sigurinn skilinn. ,Þeir spila með fjóra eða fimm á miðri miðjunni og við áttum í vandræðum með að stjórna þeim hluta vallarins. Við breyttum svo um kerfi og náðum meiri stjórn á leiknum og gáfum þeim ekki jafn mörg færi. En við klikkuðum á okkar færum og þeir áttu skilið að vinna.“ „Wolves er besta liðið sem við höfum spilað við. Við áttum í meiri vandræðum í dag en í öðrum leikjum,“ bætti Rangnick við. Enski boltinn Tengdar fréttir Moutinho tryggði Úlfunum stigin þrjú Joao Moutinho reyndist hetja Wolves er liðið vann 0-1 útisigur gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 3. janúar 2022 19:26 Mest lesið „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Sjá meira
„Við spiluðum alls ekki vel, hvorki sem einstaklingar né sem lið. Í fyrri hálfleik áttum við í miklum vandræðum með að halda þeim frá okkar marki,“ sagði Rangnick í samtali við Sky Sports að leik loknum. Hann segist hafa breytt um uppstillingu í síðari hálfleik og að það hafi breytt leiknum, en að markið sem skildi liðin að hafi verið vonbrigði. „Í seinni hálfleik breyttum við til og spiluðum með þrjá miðverði og náðum meiri stjórn á leiknum. Við áttum síðan góðan 15 mínútna kafla þar sem við hefðum getað skorað. Markið sem við fengum á okkur, við vorum með nógu marga leikmenn inni í okkar vítateig. Fyrirgjöfin var skölluð frá af Phil Jones, en markið sem við fengum á okkur var eins og allt of mörg önnur á þessu tímabili.“ „Moutinho gat skotið óáreittur og án vandræða, án pressu. Við vorum mjög vonsviknir með úrslitin og stóran hluta af okkar frammistöðu.“ Rangnick hrósaði þó andstæðingum kvöldsins og segir þá hafa átt sigurinn skilinn. ,Þeir spila með fjóra eða fimm á miðri miðjunni og við áttum í vandræðum með að stjórna þeim hluta vallarins. Við breyttum svo um kerfi og náðum meiri stjórn á leiknum og gáfum þeim ekki jafn mörg færi. En við klikkuðum á okkar færum og þeir áttu skilið að vinna.“ „Wolves er besta liðið sem við höfum spilað við. Við áttum í meiri vandræðum í dag en í öðrum leikjum,“ bætti Rangnick við.
Enski boltinn Tengdar fréttir Moutinho tryggði Úlfunum stigin þrjú Joao Moutinho reyndist hetja Wolves er liðið vann 0-1 útisigur gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 3. janúar 2022 19:26 Mest lesið „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Sjá meira
Moutinho tryggði Úlfunum stigin þrjú Joao Moutinho reyndist hetja Wolves er liðið vann 0-1 útisigur gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 3. janúar 2022 19:26