Hæstiréttur Rússlands gerir elstu mannréttindasamtökunum að hætta starfsemi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. desember 2021 11:50 Hæstiréttur Rússlands hefur dæmt mannréttindasamtökunum Memorial að hætta allri starfsemi. EPA-EFE/YURI KOCHETKOV Hæstiréttur Rússlands hefur dæmt Memorial, elstu mannréttindasamtökum landsins, að hætta starfsemi sinni. Úrskurðurinn er sagður enn eitt skrefið í aðför Vladimírs Pútín Rússlandsforseta að hugsanafrelsi. Úrskurðurinn byggist á umdeildum lögum sem hafa verið notuð gegn mannréttinda- og félagasamtökum og fréttamiðlum, sem hafa verið gagnrýnir á stjórnvöld. Memorial var stofnað á níunda áratugi síðustu aldar til þess að halda utan um og skrásetja pólitíska kúgun í Sovétríkjunum. Samtökin héldu meðal annars utan um lista yfir þá sem sendir voru í gúlagið og fórnarlömb Hreinsananna miklu. Þá hafa samtökin á unanförnum áratugum orðið leiðandi í mannréttindabaráttu í Rússlandi. Lögmaður samtakanna hefur lýst því yfir að úrskurðinum verði áfrýjað bæði fyrir dómstólum í Rússlandi og svo farið með það fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Handtóku tvo stuðningsmenn Navalnís Þetta er ekki það eina sem gengið hefur á í mannréttindamálum í Rússlandi í dag. Tveir stuðningsmenn og félagar stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní voru handteknir í morgun. Yfirvöld hafa lýst því yfir að þeir verði ákærðir fyrir öfgar og gætu átti yfir höfði sér langa fangelsisvist. Undanfarna mánuði hafa rússnesk yfirvöld beint spjótum sínum að samtökum sem hafa tengsl við Navalní, eins háværasta andstæðings Pútíns. Navalní afplánar nú tveggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir brot á skilorði í tengslum við fjársvik sem hann var dæmdur fyrir. Navalní segir málið pólítískt en hann braut skilorð með því að flýja til Þýskalands eftir að eitrað var fyrir honum. Samtök Navalnís, sem berjast gegn spillingu, voru í júní dæmd öfgasamtök af rússneskum dómstólum. Í haust, eftir að stuðninsmenn hans fóru að undirbúa framboð til þingkosninganna í september hófu yfirvöld rannókn á starfsmönnum framboðsins fyrir meintar öfgar. Rússland Mannréttindi Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Eftirlýstur eftir að hafa birt myndbönd af pyntingum í rússneskum fangelsum Stofnandi rússneskra mannréttindasamtaka sem vakta og opinbera ofbeldi í rússneskum fangelsum, er eftirlýstur í Rússlandi. Vladimir Osechkin og samtök hans Gulagu.net birtu nýverið myndbönd sem sýndu pyntingar á föngum í rússneskum fangelsum. 12. nóvember 2021 23:54 Navalní hlýtur Sakharov-verðlaunin Rússneski andófsmaðurinn Aleksei Navalní hlaut í dag hin árlegu Sakharov-verðlaun Evrópuþingsins fyrir framlag sitt til umbóta í rússneskum stjórnmálum. 20. október 2021 15:21 Skerða frelsi læknis sem aðstoði Navalní Rússneskur dómstóll skerti verulega ferðafrelsi læknis sem annaðist Alexei Navalní eftir að sterkum efnum var skvett í augað á honum árið 2017 og hefur stutt við bakið á honum. Anastasia Vasilyeva var dæmd fyrir að brjóta gegn sóttvarnarreglum með því að hvetja fólk til að taka þátt í mótmælum gegn fangelsun Navalnís fyrr á þessu ári. 14. október 2021 14:45 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Sjá meira
Úrskurðurinn byggist á umdeildum lögum sem hafa verið notuð gegn mannréttinda- og félagasamtökum og fréttamiðlum, sem hafa verið gagnrýnir á stjórnvöld. Memorial var stofnað á níunda áratugi síðustu aldar til þess að halda utan um og skrásetja pólitíska kúgun í Sovétríkjunum. Samtökin héldu meðal annars utan um lista yfir þá sem sendir voru í gúlagið og fórnarlömb Hreinsananna miklu. Þá hafa samtökin á unanförnum áratugum orðið leiðandi í mannréttindabaráttu í Rússlandi. Lögmaður samtakanna hefur lýst því yfir að úrskurðinum verði áfrýjað bæði fyrir dómstólum í Rússlandi og svo farið með það fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Handtóku tvo stuðningsmenn Navalnís Þetta er ekki það eina sem gengið hefur á í mannréttindamálum í Rússlandi í dag. Tveir stuðningsmenn og félagar stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní voru handteknir í morgun. Yfirvöld hafa lýst því yfir að þeir verði ákærðir fyrir öfgar og gætu átti yfir höfði sér langa fangelsisvist. Undanfarna mánuði hafa rússnesk yfirvöld beint spjótum sínum að samtökum sem hafa tengsl við Navalní, eins háværasta andstæðings Pútíns. Navalní afplánar nú tveggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir brot á skilorði í tengslum við fjársvik sem hann var dæmdur fyrir. Navalní segir málið pólítískt en hann braut skilorð með því að flýja til Þýskalands eftir að eitrað var fyrir honum. Samtök Navalnís, sem berjast gegn spillingu, voru í júní dæmd öfgasamtök af rússneskum dómstólum. Í haust, eftir að stuðninsmenn hans fóru að undirbúa framboð til þingkosninganna í september hófu yfirvöld rannókn á starfsmönnum framboðsins fyrir meintar öfgar.
Rússland Mannréttindi Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Eftirlýstur eftir að hafa birt myndbönd af pyntingum í rússneskum fangelsum Stofnandi rússneskra mannréttindasamtaka sem vakta og opinbera ofbeldi í rússneskum fangelsum, er eftirlýstur í Rússlandi. Vladimir Osechkin og samtök hans Gulagu.net birtu nýverið myndbönd sem sýndu pyntingar á föngum í rússneskum fangelsum. 12. nóvember 2021 23:54 Navalní hlýtur Sakharov-verðlaunin Rússneski andófsmaðurinn Aleksei Navalní hlaut í dag hin árlegu Sakharov-verðlaun Evrópuþingsins fyrir framlag sitt til umbóta í rússneskum stjórnmálum. 20. október 2021 15:21 Skerða frelsi læknis sem aðstoði Navalní Rússneskur dómstóll skerti verulega ferðafrelsi læknis sem annaðist Alexei Navalní eftir að sterkum efnum var skvett í augað á honum árið 2017 og hefur stutt við bakið á honum. Anastasia Vasilyeva var dæmd fyrir að brjóta gegn sóttvarnarreglum með því að hvetja fólk til að taka þátt í mótmælum gegn fangelsun Navalnís fyrr á þessu ári. 14. október 2021 14:45 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Sjá meira
Eftirlýstur eftir að hafa birt myndbönd af pyntingum í rússneskum fangelsum Stofnandi rússneskra mannréttindasamtaka sem vakta og opinbera ofbeldi í rússneskum fangelsum, er eftirlýstur í Rússlandi. Vladimir Osechkin og samtök hans Gulagu.net birtu nýverið myndbönd sem sýndu pyntingar á föngum í rússneskum fangelsum. 12. nóvember 2021 23:54
Navalní hlýtur Sakharov-verðlaunin Rússneski andófsmaðurinn Aleksei Navalní hlaut í dag hin árlegu Sakharov-verðlaun Evrópuþingsins fyrir framlag sitt til umbóta í rússneskum stjórnmálum. 20. október 2021 15:21
Skerða frelsi læknis sem aðstoði Navalní Rússneskur dómstóll skerti verulega ferðafrelsi læknis sem annaðist Alexei Navalní eftir að sterkum efnum var skvett í augað á honum árið 2017 og hefur stutt við bakið á honum. Anastasia Vasilyeva var dæmd fyrir að brjóta gegn sóttvarnarreglum með því að hvetja fólk til að taka þátt í mótmælum gegn fangelsun Navalnís fyrr á þessu ári. 14. október 2021 14:45