„Ef að ekki væri fyrir fótboltann væri helmingur ykkar að vinna á McDonalds“ Sindri Sverrisson skrifar 27. desember 2021 13:01 Jürgen Klopp og Jordan Henderson eru meðal þeirra sem bent hafa á að leikjaálagið er afar mikið hjá leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni yfir jólin. EPA/Peter Powell Simon Jordan, fyrrverandi eigandi Crystal Palace, segir Pep Guardiola, Jürgen Klopp og fleirum að hætta að kvarta yfir miklu álagi á leikmenn í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta yfir jólavertíðina. „Nú er nóg komið. Spilið leikina og sinnið ykkar vinnu. Þið fáið allt of mikið borgað,“ sagði Simon Jordan sem lét vaða á súðum í hlaðvarpsþætti Talksport eftir ummæli nokkurra af aðalsöguhetjum enska boltans í aðdraganda jóla. Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, hafði til að mynda sagt að enginn virtist hugsa um heilsu leikmanna. Guardiola mun samkvæmt Daily Mail hafa stungið upp á því á félagafundi að leikmenn færu í verkfall til að mótmæla leikjaálaginu um jól, og Klopp hefur síðustu sex ár bent á að ekki sé hugsað um heilsu leikmanna með leikjaflóðinu um jól. Mun fleiri hafa gagnrýnt fyrirkomulagið. Simon Jordan er harður á því að stjörnur ensku úrvalsdeildarinnar ættu ekki að veigra sér við því að mæta til vinnu um jólin og frekar að vera þakklátar fyrir hlutskipti sitt. „Ég veit ekki hvers konar fólk við erum að ala upp en það er í léttivigt. Ég þoli þetta ekki lengur. Sýnið smá karakter. Harkið af ykkur. Menn eru til í alla kostina sem þessu fylgja, sættið ykkur við gallana,“ sagði Jordan. Btw nothing wrong with #MCDONALDS . I was referring to the money rather than the job value https://t.co/I5fQvfvmRx— Simon Jordan (@Sjopinion10) December 23, 2021 „Fótbolti byggir á einhverri menningu þar sem fólk er alltaf að búa til afsakanir. Ég er þó sammála því, og það er þeim að kenna að hafa ekki kosið með því, er að leyfa fimm skiptingar. En ef þeir fá fimm, þá munu þeir vilja sjö. Og ef þeir fá sjö skiptingar þá vilja þeir tíu,“ sagði Jordan. „Það er sama hvað maður gefur fólki, það er aldrei nóg. Hvað með að spá í hvað maður hefur það gott? Hvað með að klípa sig til að skilja hversu ótrúlega heppinn maður er? Því ef að ekki væri fyrir fótboltann væri helmingur ykkar að vinna á McDonalds,“ sagði Jordan. Enski boltinn Mest lesið „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Sjá meira
„Nú er nóg komið. Spilið leikina og sinnið ykkar vinnu. Þið fáið allt of mikið borgað,“ sagði Simon Jordan sem lét vaða á súðum í hlaðvarpsþætti Talksport eftir ummæli nokkurra af aðalsöguhetjum enska boltans í aðdraganda jóla. Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, hafði til að mynda sagt að enginn virtist hugsa um heilsu leikmanna. Guardiola mun samkvæmt Daily Mail hafa stungið upp á því á félagafundi að leikmenn færu í verkfall til að mótmæla leikjaálaginu um jól, og Klopp hefur síðustu sex ár bent á að ekki sé hugsað um heilsu leikmanna með leikjaflóðinu um jól. Mun fleiri hafa gagnrýnt fyrirkomulagið. Simon Jordan er harður á því að stjörnur ensku úrvalsdeildarinnar ættu ekki að veigra sér við því að mæta til vinnu um jólin og frekar að vera þakklátar fyrir hlutskipti sitt. „Ég veit ekki hvers konar fólk við erum að ala upp en það er í léttivigt. Ég þoli þetta ekki lengur. Sýnið smá karakter. Harkið af ykkur. Menn eru til í alla kostina sem þessu fylgja, sættið ykkur við gallana,“ sagði Jordan. Btw nothing wrong with #MCDONALDS . I was referring to the money rather than the job value https://t.co/I5fQvfvmRx— Simon Jordan (@Sjopinion10) December 23, 2021 „Fótbolti byggir á einhverri menningu þar sem fólk er alltaf að búa til afsakanir. Ég er þó sammála því, og það er þeim að kenna að hafa ekki kosið með því, er að leyfa fimm skiptingar. En ef þeir fá fimm, þá munu þeir vilja sjö. Og ef þeir fá sjö skiptingar þá vilja þeir tíu,“ sagði Jordan. „Það er sama hvað maður gefur fólki, það er aldrei nóg. Hvað með að spá í hvað maður hefur það gott? Hvað með að klípa sig til að skilja hversu ótrúlega heppinn maður er? Því ef að ekki væri fyrir fótboltann væri helmingur ykkar að vinna á McDonalds,“ sagði Jordan.
Enski boltinn Mest lesið „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Sjá meira