„Ég hef bullandi trú á þessu liði“ Sindri Sverrisson skrifar 21. desember 2021 13:33 Guðmundur Guðmundsson benti á að það hefði haft sín áhrif að einn besti handboltamaður heims, Aron Pálmarsson, skyldi ekki geta verið með á síðasta stórmóti. vísir/hulda margrét Guðmundur Guðmundsson segist bjartsýnn á að Ísland geri betur á EM í næsta mánuði en á HM í Egyptalandi fyrir tæpu ári síðan, þó að hann hafi reyndar verið ánægður með margt á því móti. Ísland hefur leik á EM 14. janúar þegar liðið mætir Portúgal í Búdapest. Liðið mætir svo Hollandi 16. janúar og Ungverjalandi 18. janúar, en tvö efstu liðin í riðlinum komast áfram í milliriðla. Ísland vann aðeins einn leiki í milliriðli sínum á HM í byrjun þessa árs en tapaði fjórum, og endaði alls í 20. sæti af 32 liðum. Liðið tapaði meðal annars 20-18 fyrir Sviss en einnig naumlega gegn Frakklandi og Noregi, tveimur af sterkustu liðum heims. „Lokaniðurstaðan hjá okkur var ekki góð varðandi sæti. Við glímdum við ansi mikið af meiðslum á síðasta stórmóti og getum nefnt menn eins og Aron Pálmarsson sem var ekki með, Janus Daði þurfti að hætta keppni, Haukur Þrastar var meiddur og Alexander Petersson kýldur út úr þessu dæmi,“ sagði Guðmundur á blaðamannafundi í dag, eftir að hafa tilkynnt val sitt á EM-hópnum. Skemmtilegt mót ef við sleppum við meiðsli „Ég var mjög ánægður engu að síður með margt hjá liðinu. Ég var mjög ánægður með varnarleikinn. Við spiluðum tvo leiki við topplið í heiminu, Norðmenn og Frakka, jafna leiki þar sem við vorum yfir gegn Frökkum þegar 12 mínútur voru eftir. Mér finnst það sýna framfarir hjá liðinu. Við vorum ekki í þessari stöðu 2019. Svipað var gegn Noregi. Mér fannst við sýna þar framfaraskref. En við fengum ekki gott sæti, það er hárrétt, og við þurfum að ná jafnari leik, bæði varnarlega og sóknarlega. Ef ég ætti að nefna það sem var ekki nægilega gott var það að sóknarleikurinn þarf að vera betri, eins og í leik gegn Sviss þar sem við skorum ekki 20 mörk. Þar vantaði okkur meiri skotógnun fyrir utan, sem dæmi. En ég hef bullandi trú á þessu liði og tel að við getum bætt okkur. Sleppum við við meiðsli tel ég að þetta geti orðið skemmtilegt mót fyrir okkur,“ sagði Guðmundur. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Sjá meira
Ísland hefur leik á EM 14. janúar þegar liðið mætir Portúgal í Búdapest. Liðið mætir svo Hollandi 16. janúar og Ungverjalandi 18. janúar, en tvö efstu liðin í riðlinum komast áfram í milliriðla. Ísland vann aðeins einn leiki í milliriðli sínum á HM í byrjun þessa árs en tapaði fjórum, og endaði alls í 20. sæti af 32 liðum. Liðið tapaði meðal annars 20-18 fyrir Sviss en einnig naumlega gegn Frakklandi og Noregi, tveimur af sterkustu liðum heims. „Lokaniðurstaðan hjá okkur var ekki góð varðandi sæti. Við glímdum við ansi mikið af meiðslum á síðasta stórmóti og getum nefnt menn eins og Aron Pálmarsson sem var ekki með, Janus Daði þurfti að hætta keppni, Haukur Þrastar var meiddur og Alexander Petersson kýldur út úr þessu dæmi,“ sagði Guðmundur á blaðamannafundi í dag, eftir að hafa tilkynnt val sitt á EM-hópnum. Skemmtilegt mót ef við sleppum við meiðsli „Ég var mjög ánægður engu að síður með margt hjá liðinu. Ég var mjög ánægður með varnarleikinn. Við spiluðum tvo leiki við topplið í heiminu, Norðmenn og Frakka, jafna leiki þar sem við vorum yfir gegn Frökkum þegar 12 mínútur voru eftir. Mér finnst það sýna framfarir hjá liðinu. Við vorum ekki í þessari stöðu 2019. Svipað var gegn Noregi. Mér fannst við sýna þar framfaraskref. En við fengum ekki gott sæti, það er hárrétt, og við þurfum að ná jafnari leik, bæði varnarlega og sóknarlega. Ef ég ætti að nefna það sem var ekki nægilega gott var það að sóknarleikurinn þarf að vera betri, eins og í leik gegn Sviss þar sem við skorum ekki 20 mörk. Þar vantaði okkur meiri skotógnun fyrir utan, sem dæmi. En ég hef bullandi trú á þessu liði og tel að við getum bætt okkur. Sleppum við við meiðsli tel ég að þetta geti orðið skemmtilegt mót fyrir okkur,“ sagði Guðmundur.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Sjá meira