„Staðan er ekkert mjög góð og hefur verið þannig alltof lengi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. desember 2021 14:59 Haukur Þrastarson hefur farið með íslenska landsliðinu á tvö stórmót. Ólíklegt er að hann verði með á EM í næsta mánuði. epa/ANDREAS HILLERGREN Haukur Þrastarson hefur ekki enn náð fullum styrk eftir að hafa slitið krossband í hné í fyrra. Hann hefur verið meira og minna meiddur síðan hann gekk í raðir pólska stórliðsins Kielce en vonast til að bjartari tímar séu í hönd. „Staðan er ekkert mjög góð og hefur verið þannig alltof lengi,“ sagði Haukur í samtali við Vísi í dag. Hann var þá í sjúkraþjálfun hjá sjúkraþjálfara landsliðsins, Jónda [Jón Birgir Guðmundsson], en Haukur kom heim til Íslands fyrir viku. „Síðan ég er byrjaði í haust hef ég verið í basli með að ná mér, verið mikið meiddur og mjög slæmur. Staðan er ekki mjög góð eins og er. Ég hef verið mjög tæpur og ekki náð að beita mér almennilega í langan tíma. Ástandið á mér hvað meiðslin varðar hefur verið mjög slæmt lengi.“ Haukur sleit krossband í hné í leik Kielce og Elverum í Meistaradeild Evrópu í byrjun október 2020. Fyrir vikið missti Selfyssingurinn af restinni af tímabilinu og heimsmeistaramótinu í Egyptalandi í janúar síðastliðnum. Og batavegurinn hefur ekki verið beinn og breiður. „Þetta eru fylgikvillar eftir krossbandaslitið og svo hef ég ekki náð mér á strik. Beggja blands. Það hefur verið alls konar vesen hér og þar síðan ég byrjaði aftur,“ sagði Haukur. Hann hefur æft með Kielce og tekið þátt í nokkrum leikjum liðsins en er langt frá því að vera kominn á fulla ferð. Á langt í land „Ég hef æft frá því í haust en er alls ekki nógu góður meira og minna frá því ég byrjaði. Það hafa komið tímabil inn á milli sem ég verið ágætur en það er nokkuð ljóst að ég á svolítið langt í land til að komast í mitt gamla form og ná fullri heilsu. Þannig er staðan núna, því miður.“ Haukur segir ekki útséð með að hann verði með á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu í næsta mánuði en er ekki bjartsýnn á það. „Það er voða lítið sem ég get sagt við þig. Það verður bara að koma í ljós. Eins og staðan er núna er ég ekkert mjög bjartsýnn á það ef ég á að vera heiðarlegur. Ég kom heim fyrir viku og er að nýta allan minn tíma til að koma mér í stand og ná mér af meiðslunum,“ sagði Haukur. Tuttugu manna hópur Íslands fyrir EM verður kynntur á morgun. Vonandi verður þetta upp á við héðan í frá Síðan Haukur gekk í raðir Kielce sumarið 2020 hefur hann lítið getað spilað með liðinu og verið mikið meiddur. Hann viðurkennir að mótlætið hafi tekið á. „Þetta er allt öðruvísi en maður sá þetta fyrir sig og allur sá pakki. Þetta er eitthvað sem maður óskar engum. Maður vill vera heill heilsu og spila. Að vera á hliðarlínunni, geta ekki tekið þátt, vera í langri endurhæfingu og fara í gegnum löng og erfið meiðsli tekur mikið á,“ sagði Haukur. „Síðan ég kom út hefur þetta verið sagan en hef fulla trú á að þetta sé að baki og ég fái tíma núna til að ná mér og þetta verði upp á við héðan í frá. Hausinn er alveg þar og ég er staðráðinn í því að komast aftur á góðan stað.“ Pólski handboltinn Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Sjá meira
„Staðan er ekkert mjög góð og hefur verið þannig alltof lengi,“ sagði Haukur í samtali við Vísi í dag. Hann var þá í sjúkraþjálfun hjá sjúkraþjálfara landsliðsins, Jónda [Jón Birgir Guðmundsson], en Haukur kom heim til Íslands fyrir viku. „Síðan ég er byrjaði í haust hef ég verið í basli með að ná mér, verið mikið meiddur og mjög slæmur. Staðan er ekki mjög góð eins og er. Ég hef verið mjög tæpur og ekki náð að beita mér almennilega í langan tíma. Ástandið á mér hvað meiðslin varðar hefur verið mjög slæmt lengi.“ Haukur sleit krossband í hné í leik Kielce og Elverum í Meistaradeild Evrópu í byrjun október 2020. Fyrir vikið missti Selfyssingurinn af restinni af tímabilinu og heimsmeistaramótinu í Egyptalandi í janúar síðastliðnum. Og batavegurinn hefur ekki verið beinn og breiður. „Þetta eru fylgikvillar eftir krossbandaslitið og svo hef ég ekki náð mér á strik. Beggja blands. Það hefur verið alls konar vesen hér og þar síðan ég byrjaði aftur,“ sagði Haukur. Hann hefur æft með Kielce og tekið þátt í nokkrum leikjum liðsins en er langt frá því að vera kominn á fulla ferð. Á langt í land „Ég hef æft frá því í haust en er alls ekki nógu góður meira og minna frá því ég byrjaði. Það hafa komið tímabil inn á milli sem ég verið ágætur en það er nokkuð ljóst að ég á svolítið langt í land til að komast í mitt gamla form og ná fullri heilsu. Þannig er staðan núna, því miður.“ Haukur segir ekki útséð með að hann verði með á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu í næsta mánuði en er ekki bjartsýnn á það. „Það er voða lítið sem ég get sagt við þig. Það verður bara að koma í ljós. Eins og staðan er núna er ég ekkert mjög bjartsýnn á það ef ég á að vera heiðarlegur. Ég kom heim fyrir viku og er að nýta allan minn tíma til að koma mér í stand og ná mér af meiðslunum,“ sagði Haukur. Tuttugu manna hópur Íslands fyrir EM verður kynntur á morgun. Vonandi verður þetta upp á við héðan í frá Síðan Haukur gekk í raðir Kielce sumarið 2020 hefur hann lítið getað spilað með liðinu og verið mikið meiddur. Hann viðurkennir að mótlætið hafi tekið á. „Þetta er allt öðruvísi en maður sá þetta fyrir sig og allur sá pakki. Þetta er eitthvað sem maður óskar engum. Maður vill vera heill heilsu og spila. Að vera á hliðarlínunni, geta ekki tekið þátt, vera í langri endurhæfingu og fara í gegnum löng og erfið meiðsli tekur mikið á,“ sagði Haukur. „Síðan ég kom út hefur þetta verið sagan en hef fulla trú á að þetta sé að baki og ég fái tíma núna til að ná mér og þetta verði upp á við héðan í frá. Hausinn er alveg þar og ég er staðráðinn í því að komast aftur á góðan stað.“
Pólski handboltinn Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Sjá meira