„Ógeðslega pirraður og reiður“ Sindri Sverrisson skrifar 20. desember 2021 13:31 Hákon Daði Styrmisson var valinn í landsliðshópinn sem æfði á Íslandi í vetur. vísir/vilhelm „Það er auðvitað eins leiðinlegt og það verður að lenda í þessu núna,“ segir handboltamaðurinn Hákon Daði Styrmisson sem spilar ekki meira á þessari leiktíð. Í stað þess að fara mögulega á EM í janúar sem einn af „strákunum okkar“, og hjálpa Gummersbach að komast upp í efstu deild Þýskalands, verður Hákon Daði næstu 6-9 mánuði í endurhæfingu vegna hnémeiðsla. Hornamaðurinn knái er sennilega með slitið krossband, eða þá mjög illa rifið, eftir að hafa meiðst á æfingu með Gummersbach á föstudaginn. Hann segir síðustu daga hafa verið erfiða en gott að hafa stuðning, meðal annars frá þjálfaranum Guðjóni Val Sigurðssyni sem og Elliða Snæ Viðarssyni, sem líkt og Hákon er úr Vestmannaeyjum. „Síðustu daga hafa ekki bara þeir heldur margt fólk hérna úti kíkja á mig og heyra í mér. Það hjálpar, að þurfa ekki að díla við allt bara einn. Ég er þakklátur fyrir að finna fyrir þessum kærleika frá öðrum,“ segir Hákon við Vísi. View this post on Instagram A post shared by VfL Gummersbach (@vflgummersbach) Hann segir hnéð lítið bólgið og vonast eftir því að komast í aðgerð strax á morgun, áður en hann heldur heim til Íslands í hálfs mánaðar jólafrí 27. desember. „Var rosalega bjart yfir janúarmánuði“ „Ég hef ekki neina reynslu af einhverju svona. Þetta eru fyrstu alvöru meiðslin sem ég hef lent í, og það er auðvitað eins leiðinlegt og það verður að lenda í þessu núna. Maður hugsar ekkert með sér að maður geti lent í þessu og það er heldur ekkert sem að undirbýr mann fyrir það,“ segir Hákon, sjálfsagt ekki síst með EM, sem er handan við hornið, í huga. Til stóð að hann yrði í landsliðshópnum sem tilkynntur verður á morgun, og Hákon hefði þannig mögulega getað farið á sitt fyrsta stórmót. „Ég er ógeðslega pirraður og reiður, alla vega núna. Að sjá svona allt sem maður hefur unnið að, eftir allt púðrið sem maður hefur sett í að koma sér á þann stað sem ég er á með félagsliði og landsliði… Það var rosalega bjart yfir janúarmánuði en svo var öllu kippt undan manni á einni æfingu, í einum snúningi,“ segir Hákon sem eins og fyrr segir meiddist á föstudaginn: „Ég fann strax þegar þetta gerðist að eitthvað hefði farið. Ég var að sækja bolta aftur fyrir mig, og fara í átt að markinu, snúa í rauninni, rann smá til á gólfinu og reyndi að ná gripi. Mér leið eins og lærleggurinn hefði farið fram fyrir hnéð,“ segir Hákon. Byrjað vel í atvinnumennskunni Hákon hefur staðið sig vel með Gummersbach á sinni fyrstu leiktíð í atvinnumennskunni, eftir að hafa yfirgefið ÍBV, og fékk í síðasta mánuði nýjan samning sem gildir til ársins 2024. Hann er næstmarkahæstur í Gummersbach á leiktíðinni og liðið er á toppi 2. deildarinnar, á góðri leið í átt að bestu deild Evrópu. „Þetta er svo svekkjandi. Ég var búinn að vera að bíða eftir tækifærinu til að vera úti í atvinnumennsku. Það var það sem ég stefndi alltaf að. Ég ætla ekkert að vera allt of svartsýnn en þetta eru stór meiðsli, og batavegurinn er langur með hólum og hæðum. Þetta verður strembið. Nú fæ ég að kynnast því hversu erfitt það er að geta ekki tekið þátt í æfingum og leikjum. Öll meiðsli taka á andlega,“ segir Hákon sem byrjar endurhæfingu sína með sjúkraþjálfurum íslenska landsliðsins hér á landi áður en hann heldur aftur til Þýskalands í janúar. Þýski handboltinn EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Í stað þess að fara mögulega á EM í janúar sem einn af „strákunum okkar“, og hjálpa Gummersbach að komast upp í efstu deild Þýskalands, verður Hákon Daði næstu 6-9 mánuði í endurhæfingu vegna hnémeiðsla. Hornamaðurinn knái er sennilega með slitið krossband, eða þá mjög illa rifið, eftir að hafa meiðst á æfingu með Gummersbach á föstudaginn. Hann segir síðustu daga hafa verið erfiða en gott að hafa stuðning, meðal annars frá þjálfaranum Guðjóni Val Sigurðssyni sem og Elliða Snæ Viðarssyni, sem líkt og Hákon er úr Vestmannaeyjum. „Síðustu daga hafa ekki bara þeir heldur margt fólk hérna úti kíkja á mig og heyra í mér. Það hjálpar, að þurfa ekki að díla við allt bara einn. Ég er þakklátur fyrir að finna fyrir þessum kærleika frá öðrum,“ segir Hákon við Vísi. View this post on Instagram A post shared by VfL Gummersbach (@vflgummersbach) Hann segir hnéð lítið bólgið og vonast eftir því að komast í aðgerð strax á morgun, áður en hann heldur heim til Íslands í hálfs mánaðar jólafrí 27. desember. „Var rosalega bjart yfir janúarmánuði“ „Ég hef ekki neina reynslu af einhverju svona. Þetta eru fyrstu alvöru meiðslin sem ég hef lent í, og það er auðvitað eins leiðinlegt og það verður að lenda í þessu núna. Maður hugsar ekkert með sér að maður geti lent í þessu og það er heldur ekkert sem að undirbýr mann fyrir það,“ segir Hákon, sjálfsagt ekki síst með EM, sem er handan við hornið, í huga. Til stóð að hann yrði í landsliðshópnum sem tilkynntur verður á morgun, og Hákon hefði þannig mögulega getað farið á sitt fyrsta stórmót. „Ég er ógeðslega pirraður og reiður, alla vega núna. Að sjá svona allt sem maður hefur unnið að, eftir allt púðrið sem maður hefur sett í að koma sér á þann stað sem ég er á með félagsliði og landsliði… Það var rosalega bjart yfir janúarmánuði en svo var öllu kippt undan manni á einni æfingu, í einum snúningi,“ segir Hákon sem eins og fyrr segir meiddist á föstudaginn: „Ég fann strax þegar þetta gerðist að eitthvað hefði farið. Ég var að sækja bolta aftur fyrir mig, og fara í átt að markinu, snúa í rauninni, rann smá til á gólfinu og reyndi að ná gripi. Mér leið eins og lærleggurinn hefði farið fram fyrir hnéð,“ segir Hákon. Byrjað vel í atvinnumennskunni Hákon hefur staðið sig vel með Gummersbach á sinni fyrstu leiktíð í atvinnumennskunni, eftir að hafa yfirgefið ÍBV, og fékk í síðasta mánuði nýjan samning sem gildir til ársins 2024. Hann er næstmarkahæstur í Gummersbach á leiktíðinni og liðið er á toppi 2. deildarinnar, á góðri leið í átt að bestu deild Evrópu. „Þetta er svo svekkjandi. Ég var búinn að vera að bíða eftir tækifærinu til að vera úti í atvinnumennsku. Það var það sem ég stefndi alltaf að. Ég ætla ekkert að vera allt of svartsýnn en þetta eru stór meiðsli, og batavegurinn er langur með hólum og hæðum. Þetta verður strembið. Nú fæ ég að kynnast því hversu erfitt það er að geta ekki tekið þátt í æfingum og leikjum. Öll meiðsli taka á andlega,“ segir Hákon sem byrjar endurhæfingu sína með sjúkraþjálfurum íslenska landsliðsins hér á landi áður en hann heldur aftur til Þýskalands í janúar.
Þýski handboltinn EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira