Herra Baktus með stórleik í jólamyndbandi Póstsins Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 20. desember 2021 15:32 Herra Baktus með starfsmannaskírteinið sitt, merkt Njáll, í auglýsingatökum fyrir jólin. Instagram Einn frægasti köttur landsins, hinn eini sanni Hr. Baktus, landaði nýverið hlutverki spjallkisans Njáls í jólamyndbandi Póstsins. Hr. Baktus, sem hefur búsetu í miðbæ Reykjavíkur, er svo sannarlega vanur sviðsljósinu en foreldrar hans halda úti vinsælum Instagram reikningi þar sem yfir 11 þúsund manns fylgjast með lífi miðbæjarkattarins. Hr. Baktus á fjölmarga aðdáendur um allan heim sem gera sér gjarnan sérstaka ferð í miðbæ Reykjavíkur til þess að bera stjörnuna augum. Hr. Baktus var ættleiddur af foreldrum sínum þegar hann var aðeins fjögurra vikna gamall. Hann starfar sem næturvörður í Gyllta kettinum í Austurstræti auk þess að vera leikari í hjáverkum. Hans helstu áhugamál fyrir utan myndatökur, eru að taka sér blund og láta klappa sér. View this post on Instagram A post shared by Hr.Baktus (@baktusthecat) Áhugi Póstsins á köttum hefur verið þekktur um árabil en með tilkomu spjallkisans Njáls nýverið og nú þessu útspili er orðið nokkuð ljóst að Pósturinn hreinlega elskar ketti. „Það var sannkallað vandaverk að finna góðan kött í hlutverkið fyrir myndbandið,“ segir Vilborg Ásta Árnadóttir, markaðssérfræðingur hjá Póstinum. View this post on Instagram A post shared by Hr.Baktus (@baktusthecat) „Eftir að hafa hitt Hr. Baktus og rætt við umboðsmenn hans, sem eru foreldrar hans, vissum við að hann væri fullkominn í hlutverkið og nýjasta stjarna Póstsins hefði verið fundin. Það getur verið talsverð áskorun að vinna með dýrum en þar sem Baktus er vanur að vera í sviðsljósinu þá gekk þetta eins og í sögu og það var frábært að vinna með honum.“ Fylgjendahópur Hr. Baktusar fer ört vaxandi á Instagram og hér er hægt að horfa á Baktus í hlutverki Njáls. Dýr Kettir Jól Pósturinn Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Vinsæl jóladagatöl á Íslandi: Bjór, snyrtivörur, kaffi og lakkrís Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Sykurlausar sörur hinna lötu Jól Málar listaverk á laufabrauð: Fallegustu kökurnar geymdar í áraraðir Jól Leit hafin að best skreytta húsinu á Íslandi Jól Taktu þátt í valinu á best skreytta húsinu á Íslandi Jól Skrautáskorun úr pappír Jól Wellington-grænmetisætunnar Jól Fleiri fréttir Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Hr. Baktus, sem hefur búsetu í miðbæ Reykjavíkur, er svo sannarlega vanur sviðsljósinu en foreldrar hans halda úti vinsælum Instagram reikningi þar sem yfir 11 þúsund manns fylgjast með lífi miðbæjarkattarins. Hr. Baktus á fjölmarga aðdáendur um allan heim sem gera sér gjarnan sérstaka ferð í miðbæ Reykjavíkur til þess að bera stjörnuna augum. Hr. Baktus var ættleiddur af foreldrum sínum þegar hann var aðeins fjögurra vikna gamall. Hann starfar sem næturvörður í Gyllta kettinum í Austurstræti auk þess að vera leikari í hjáverkum. Hans helstu áhugamál fyrir utan myndatökur, eru að taka sér blund og láta klappa sér. View this post on Instagram A post shared by Hr.Baktus (@baktusthecat) Áhugi Póstsins á köttum hefur verið þekktur um árabil en með tilkomu spjallkisans Njáls nýverið og nú þessu útspili er orðið nokkuð ljóst að Pósturinn hreinlega elskar ketti. „Það var sannkallað vandaverk að finna góðan kött í hlutverkið fyrir myndbandið,“ segir Vilborg Ásta Árnadóttir, markaðssérfræðingur hjá Póstinum. View this post on Instagram A post shared by Hr.Baktus (@baktusthecat) „Eftir að hafa hitt Hr. Baktus og rætt við umboðsmenn hans, sem eru foreldrar hans, vissum við að hann væri fullkominn í hlutverkið og nýjasta stjarna Póstsins hefði verið fundin. Það getur verið talsverð áskorun að vinna með dýrum en þar sem Baktus er vanur að vera í sviðsljósinu þá gekk þetta eins og í sögu og það var frábært að vinna með honum.“ Fylgjendahópur Hr. Baktusar fer ört vaxandi á Instagram og hér er hægt að horfa á Baktus í hlutverki Njáls.
Dýr Kettir Jól Pósturinn Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Vinsæl jóladagatöl á Íslandi: Bjór, snyrtivörur, kaffi og lakkrís Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Sykurlausar sörur hinna lötu Jól Málar listaverk á laufabrauð: Fallegustu kökurnar geymdar í áraraðir Jól Leit hafin að best skreytta húsinu á Íslandi Jól Taktu þátt í valinu á best skreytta húsinu á Íslandi Jól Skrautáskorun úr pappír Jól Wellington-grænmetisætunnar Jól Fleiri fréttir Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira