Ungabörn komust lífs af eftir flugferð með biblíu í baðkarinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. desember 2021 11:41 Kenny Sanford skoðar rústir íbúðar tengdamóður sinnar eftir óveðrið síðustu helgi. Myndin tengist fréttinni ekki beint. AP/Mark Humphrey Fimmtán og þriggja mánaða gömul börn komust lífs af þegar fellibylur feykti húsi ömmu þeirra um koll í Kentucky síðustu helgi en amman hafði komið börnunum fyrir í baðkari þegar óveðrið gekk yfir og kann það að hafa bjargað lífi þeirra. Að minnsta kosti 72 létu lífið þegar fleiri en 40 fellibylir fóru yfir Kentucky og þá létust 20 til viðbótar í nágrannaríkjum. Meðal þeirra sem komust heilir á húfi undan óveðrinu var Clara Lutz, sem greindi fréttastöðinni WFIE-TV frá því að hún hefði komið barnabörnum sínum, Kaden 15 mánaða og Dallas 3 mánaða, fyrir í baðkari með teppi, kodda og biblíu. Skömmu síðar fór hús hennar í Hopkins-sýslu að hristast. „Það næsta sem ég vissi var að baðkarið tókst á loft og ég missti tak á því. Ég gat ekki haldið í það... ég bara... Guð minn góður,“ sagði Lutz. Lutz fékk vatnstank baðkarsins í höfuðið þegar fellibylurinn hrifsaði húsið af grunninum. Hún sagðist hafa leitað alls staðar í brakinu að barnabörnunum. „Allt sem ég gat gert var að segja: Guð, færðu mér börnin aftur heil á húfi. Gerðu það, ég bið þig.“ Hún fann að lokum baðkarið á hvolfi í garðinum og börnin lifandi undir því. Dallas var með kúlu á höfðinu og var flutt á sjúkrahús með heilablæðingu en blæðingin stoppaði áður en Lutz kom á spítalann. Amman sagði foreldra barnanna búa í norðurhluta sýslunnar og að húsið þeirra hefði næstum alveg sloppið undan óveðrinu. Guardian greindi frá. Bandaríkin Veður Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Vonir kvikna um að fjöldi látinna sé helmingi lægri en óttast var Vonir hafa kviknað í Kentucky um að tala látinna í hvirfilbyljunum sem gengu yfir ríkið á föstudag sé lægri en í fyrstu var talið. 13. desember 2021 06:58 Flúðu niður í kjallara í hvirfilbylnum Hátt í hundrað eru látnir í einhverjum verstu náttúruhamförum í seinni tíð í Bandaríkjunum. Íslendingur í St. Louis sem lokaði sig niðri í kjallara ásamt fjölskyldu sinni um helgina segir eyðilegginguna ofboðslega. 12. desember 2021 19:46 „Óhugsandi harmleikur“ Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggst heimsækja þau svæði sem verst hafa farið út úr hvirfilbyljum sem geisuðu um mið- og suðurríki Bandaríkjanna á föstudag, þegar það verður mögulegt. Hann segir það óhugsandi harmleik að missa ástvini sína í fárviðri. 12. desember 2021 07:56 Óttast að yfir hundrað manns gæti hafa farist Nú er óttast að minnst sjötíu gæti hafa farist í hvirfilbyl í Kentucky-ríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi en talið að lokatalan gæti farið yfir hundrað. Mestu hamfarirnar urðu í bænum Mayfield í vesturhluta ríkisins en talið er að tugir hafi látist þegar hvirfilbylur lagði kertaverksmiðju í bænum í rúst. 11. desember 2021 18:55 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Sjá meira
Að minnsta kosti 72 létu lífið þegar fleiri en 40 fellibylir fóru yfir Kentucky og þá létust 20 til viðbótar í nágrannaríkjum. Meðal þeirra sem komust heilir á húfi undan óveðrinu var Clara Lutz, sem greindi fréttastöðinni WFIE-TV frá því að hún hefði komið barnabörnum sínum, Kaden 15 mánaða og Dallas 3 mánaða, fyrir í baðkari með teppi, kodda og biblíu. Skömmu síðar fór hús hennar í Hopkins-sýslu að hristast. „Það næsta sem ég vissi var að baðkarið tókst á loft og ég missti tak á því. Ég gat ekki haldið í það... ég bara... Guð minn góður,“ sagði Lutz. Lutz fékk vatnstank baðkarsins í höfuðið þegar fellibylurinn hrifsaði húsið af grunninum. Hún sagðist hafa leitað alls staðar í brakinu að barnabörnunum. „Allt sem ég gat gert var að segja: Guð, færðu mér börnin aftur heil á húfi. Gerðu það, ég bið þig.“ Hún fann að lokum baðkarið á hvolfi í garðinum og börnin lifandi undir því. Dallas var með kúlu á höfðinu og var flutt á sjúkrahús með heilablæðingu en blæðingin stoppaði áður en Lutz kom á spítalann. Amman sagði foreldra barnanna búa í norðurhluta sýslunnar og að húsið þeirra hefði næstum alveg sloppið undan óveðrinu. Guardian greindi frá.
Bandaríkin Veður Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Vonir kvikna um að fjöldi látinna sé helmingi lægri en óttast var Vonir hafa kviknað í Kentucky um að tala látinna í hvirfilbyljunum sem gengu yfir ríkið á föstudag sé lægri en í fyrstu var talið. 13. desember 2021 06:58 Flúðu niður í kjallara í hvirfilbylnum Hátt í hundrað eru látnir í einhverjum verstu náttúruhamförum í seinni tíð í Bandaríkjunum. Íslendingur í St. Louis sem lokaði sig niðri í kjallara ásamt fjölskyldu sinni um helgina segir eyðilegginguna ofboðslega. 12. desember 2021 19:46 „Óhugsandi harmleikur“ Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggst heimsækja þau svæði sem verst hafa farið út úr hvirfilbyljum sem geisuðu um mið- og suðurríki Bandaríkjanna á föstudag, þegar það verður mögulegt. Hann segir það óhugsandi harmleik að missa ástvini sína í fárviðri. 12. desember 2021 07:56 Óttast að yfir hundrað manns gæti hafa farist Nú er óttast að minnst sjötíu gæti hafa farist í hvirfilbyl í Kentucky-ríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi en talið að lokatalan gæti farið yfir hundrað. Mestu hamfarirnar urðu í bænum Mayfield í vesturhluta ríkisins en talið er að tugir hafi látist þegar hvirfilbylur lagði kertaverksmiðju í bænum í rúst. 11. desember 2021 18:55 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Sjá meira
Vonir kvikna um að fjöldi látinna sé helmingi lægri en óttast var Vonir hafa kviknað í Kentucky um að tala látinna í hvirfilbyljunum sem gengu yfir ríkið á föstudag sé lægri en í fyrstu var talið. 13. desember 2021 06:58
Flúðu niður í kjallara í hvirfilbylnum Hátt í hundrað eru látnir í einhverjum verstu náttúruhamförum í seinni tíð í Bandaríkjunum. Íslendingur í St. Louis sem lokaði sig niðri í kjallara ásamt fjölskyldu sinni um helgina segir eyðilegginguna ofboðslega. 12. desember 2021 19:46
„Óhugsandi harmleikur“ Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggst heimsækja þau svæði sem verst hafa farið út úr hvirfilbyljum sem geisuðu um mið- og suðurríki Bandaríkjanna á föstudag, þegar það verður mögulegt. Hann segir það óhugsandi harmleik að missa ástvini sína í fárviðri. 12. desember 2021 07:56
Óttast að yfir hundrað manns gæti hafa farist Nú er óttast að minnst sjötíu gæti hafa farist í hvirfilbyl í Kentucky-ríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi en talið að lokatalan gæti farið yfir hundrað. Mestu hamfarirnar urðu í bænum Mayfield í vesturhluta ríkisins en talið er að tugir hafi látist þegar hvirfilbylur lagði kertaverksmiðju í bænum í rúst. 11. desember 2021 18:55