Snorri Steinn Guðjónsson: Við náðum í tvö stig Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. desember 2021 22:48 Snorri Steinn var ekki nógu ánægður með frammistöðu liðsins, en sáttur við stigin tvö. Vísir/Hulda Margrét Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals var feginn með sigur liðs síns á HK í kvöld. Leiknum lauk með tveggja marka sigri Íslands- og bikarmeistarar Vals, 29-31, í hörkuleik í Kórnum. „Við náðum í tvö stig. Ég er ekki nógu ánægður með frammistöðuna. HK gerði okkur Erfitt fyrir og voru flottir í dag og hafa verið flottir í undanförnum leikjum. Ég er mjög ánægður með að hafa unnið leikinn og maður getur svo sem ekki fengið meira en tvö stig.“ Mikið álag hefur verið á Valsliðinu á tímabilinu og liðið ekki spilað eins vel undan farnar vikur líkt og í byrjun tímabils. „Heilt yfir kannski ekki okkar besti leikur og svona undanfarnir leikir kannski verið svolítið þungir hjá okkur. Kannski að einhverju leyti við búið. Eitthvað sem ég að einhverju leyti reiknaði með, en við komumst í gegnum það og gerðum það þokkalega og náðum að safna þessum stigum sem gerir það að verkum að við erum allavegana í toppbaráttunni. Það er gott. Fyrri hlutinn (af tímabilinu) er ég bara mjög ánægður með. Það var náttúrulega mikil keyrsla á okkur í upphafi og svo kvarnaðist aðeins úr hópnum, en við komumst í gegnum það á góðan hátt.“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals þekkir handboltadagatalið vel af fyrri reynslu og er sáttur með að komast í jólafrí. „Ég er alveg sáttur að fara inn í smá jólafrí. Þetta er búið að vera törn og það er alveg gott að anda, en ef ég þekki mig rétt þá svona fljótlega í janúar verður maður farinn að ókyrrast og vill bara byrja þetta. Maður svo sem þekkir ekkert annað. Það er stórmót í janúar á hverju ári og yfirleitt alltaf er Ísland með á þessum mótum. Þannig að fara í pásu í janúar er ekkert nýtt, en janúar er ekkert skemmtilegasti mánuðurinn fyrir drengina. Æfingarnar verða þungar.“ Olís-deild karla Valur Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: HK - Valur 29-31 | Stórleikur Einars Braga dugði ekki til Í kvöld fékk HK Val í heimsókn í Kórinn í þrettándu umferð Olís-deildar karla í handbolta, sem er jafnframt síðasta umferðin sem verður leikin á árinu 2021. Lauk leiknum með tveggja marka sigri Íslands- og bikarmeistarar Vals, 29-31, í hörku leik. 17. desember 2021 22:34 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
„Við náðum í tvö stig. Ég er ekki nógu ánægður með frammistöðuna. HK gerði okkur Erfitt fyrir og voru flottir í dag og hafa verið flottir í undanförnum leikjum. Ég er mjög ánægður með að hafa unnið leikinn og maður getur svo sem ekki fengið meira en tvö stig.“ Mikið álag hefur verið á Valsliðinu á tímabilinu og liðið ekki spilað eins vel undan farnar vikur líkt og í byrjun tímabils. „Heilt yfir kannski ekki okkar besti leikur og svona undanfarnir leikir kannski verið svolítið þungir hjá okkur. Kannski að einhverju leyti við búið. Eitthvað sem ég að einhverju leyti reiknaði með, en við komumst í gegnum það og gerðum það þokkalega og náðum að safna þessum stigum sem gerir það að verkum að við erum allavegana í toppbaráttunni. Það er gott. Fyrri hlutinn (af tímabilinu) er ég bara mjög ánægður með. Það var náttúrulega mikil keyrsla á okkur í upphafi og svo kvarnaðist aðeins úr hópnum, en við komumst í gegnum það á góðan hátt.“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals þekkir handboltadagatalið vel af fyrri reynslu og er sáttur með að komast í jólafrí. „Ég er alveg sáttur að fara inn í smá jólafrí. Þetta er búið að vera törn og það er alveg gott að anda, en ef ég þekki mig rétt þá svona fljótlega í janúar verður maður farinn að ókyrrast og vill bara byrja þetta. Maður svo sem þekkir ekkert annað. Það er stórmót í janúar á hverju ári og yfirleitt alltaf er Ísland með á þessum mótum. Þannig að fara í pásu í janúar er ekkert nýtt, en janúar er ekkert skemmtilegasti mánuðurinn fyrir drengina. Æfingarnar verða þungar.“
Olís-deild karla Valur Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: HK - Valur 29-31 | Stórleikur Einars Braga dugði ekki til Í kvöld fékk HK Val í heimsókn í Kórinn í þrettándu umferð Olís-deildar karla í handbolta, sem er jafnframt síðasta umferðin sem verður leikin á árinu 2021. Lauk leiknum með tveggja marka sigri Íslands- og bikarmeistarar Vals, 29-31, í hörku leik. 17. desember 2021 22:34 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: HK - Valur 29-31 | Stórleikur Einars Braga dugði ekki til Í kvöld fékk HK Val í heimsókn í Kórinn í þrettándu umferð Olís-deildar karla í handbolta, sem er jafnframt síðasta umferðin sem verður leikin á árinu 2021. Lauk leiknum með tveggja marka sigri Íslands- og bikarmeistarar Vals, 29-31, í hörku leik. 17. desember 2021 22:34