Íslensk ættaði Daninn náði markameti í bestu deild heims í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2021 15:31 Hans Lindberg er enn að raða inn mörkum í þýska boltanum. EPA-EFE/LISELOTTE SABROE Hans Lindberg hélt upp á fertugsafmælið sitt í ágúst en hann er enn að spila í þýsku deildinni og nú farinn að komast yfir met í deildinni. Lindberg jafnaði markamet í þýsku Bundesligunni um helgina þegar hann skoraði ellefu mörk í sigurleik með Füchse Berlin. Það voru ekki öll þessu ellefu mörk sem skiluðu Lindberg metinu heldur þau átta sem hann skoraði úr vítaköstum. Með þeim er hann orðinn sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk úr vítaköstum í sögu deildarinnar. Lindberg deilir metinu með Dananum Lars Christiansen en þeir hafa skorað jafnmörg mörk úr vítaköstum. Hans eignast það því einn með næsta víti sínu. Lindberg hefur nú skorað úr 1224 vítaköstum á ferli sínum í þýsku Bundesligunni. Mörkin eru orðin 2608 í 418 leikjum. Hans hefur nýtt 1224 af 1461 víti sínum sem gerir 84 prósent vítanýtingu. Hans Lindberg kom inn í deildina árið 2007 og spilað með liði HSV Hamburg allt til ársins 2016. Frá árinu 2016 hefur hann spilað með Füchse Berlin. Hans á íslenska foreldra, Tómas Erling Lindberg og Sigrúnu Sigurðardóttur, en ólst upp í Danmörku og ákvað að spila fyrir danska landsliðið en ekki það íslenska. Hans hefur skorað 756 mörk í 272 landsleikjum og hefur bæði orðið heimsmeistari og Evrópumeistari með Dönum. Þýski handboltinn Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Fleiri fréttir Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Sjá meira
Lindberg jafnaði markamet í þýsku Bundesligunni um helgina þegar hann skoraði ellefu mörk í sigurleik með Füchse Berlin. Það voru ekki öll þessu ellefu mörk sem skiluðu Lindberg metinu heldur þau átta sem hann skoraði úr vítaköstum. Með þeim er hann orðinn sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk úr vítaköstum í sögu deildarinnar. Lindberg deilir metinu með Dananum Lars Christiansen en þeir hafa skorað jafnmörg mörk úr vítaköstum. Hans eignast það því einn með næsta víti sínu. Lindberg hefur nú skorað úr 1224 vítaköstum á ferli sínum í þýsku Bundesligunni. Mörkin eru orðin 2608 í 418 leikjum. Hans hefur nýtt 1224 af 1461 víti sínum sem gerir 84 prósent vítanýtingu. Hans Lindberg kom inn í deildina árið 2007 og spilað með liði HSV Hamburg allt til ársins 2016. Frá árinu 2016 hefur hann spilað með Füchse Berlin. Hans á íslenska foreldra, Tómas Erling Lindberg og Sigrúnu Sigurðardóttur, en ólst upp í Danmörku og ákvað að spila fyrir danska landsliðið en ekki það íslenska. Hans hefur skorað 756 mörk í 272 landsleikjum og hefur bæði orðið heimsmeistari og Evrópumeistari með Dönum.
Þýski handboltinn Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Fleiri fréttir Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Sjá meira