„Ég tek liðið fram yfir mig sjálfan“ Atli Arason skrifar 11. desember 2021 07:01 Calvin Burks, leikmaður Keflavíkur Bára Dröfn Calvin Burks, leikmaður Keflavíkur, hefur fengið gagnrýni á sig úr ýmsum áttum á þessu tímabili fyrir að setja ekki nógu mörg stig á töfluna. Það er að segja, ekki eins mikið og Kana ígildi er vant að gera í Subway-deildinni. Burks var spurður út í þessa gagnrýni eftir leik Keflavíkur og Tindastóls í gær. „Þeir mega halda áfram að segja það sem þeir vilja segja. Mitt markmið fyrir hvern leik er ekki að skora 30-40 stig. Ef það gerist þá er það í lagi en ég tek liðið fram yfir mig sjálfan, ég gef boltann frekar. Ef það er einhver liðsfélagi sem er opinn þá gef ég boltann. Ég er ekki sjálfselskur spilari, liðið mitt og þjálfarinn veit það. Liðsfélagarnir vilja kannski að ég skori meira en ég mun samt alltaf halda áfram að spila minn leik, ef sendingin er opin þá gef ég boltann,“ svaraði Calvin Burks, aðspurður út í gagnrýnisraddir. Burks var stigahæstur í liði Keflavíkur með 22 stig í níu stiga sigri Keflavíkur gegn Tindastól í gær, 93-84. „Þetta var góður leikur, manni leið svona smá eins og þetta væri leikur í úrslitakeppni. Við vissum að þetta myndi vera erfiður leikur en við vorum vel undirbúnir. Ég er glaður að við mættum vel til leiks“ „Góð byrjun á leiknum var lykilatriði. Þjálfarinn hefur verið að segja við okkur að við þurfum að byrja leikina vel en í síðustu leikjum höfum við verið að byrja leikina frekar hægt. Ef við byrjum af krafti og höldum þeim krafti uppi þá erum við í góðum málum.“ Keflvíkingar urðu fyrir áfalli í fjórða leikhluta þegar David Okeke, þeirra stigahæsti leikmaður til þessa, neyddist til að fara meiddur af velli. Meiðsli Okeke líta ekki vel út, en óttast er um að hann hafi slitið hásin. „Það lítur ekki vel út akkúrat núna en það er erfitt að segja eitthvað um það. Vonandi kemst hann sem fyrst í læknisskoðun og fær rétta meðhöndlun. Vonandi verður hann kominn aftur á völlinn sem fyrst.“ „Hann er stór hluti af okkar liði. Þetta er stór leikmaður sem getur eignað sér teiginn og það opnar mikið fyrir okkur hina. Hann er lykilmaður hjá okkur bæði í sókn og vörn,“ sagði Bruks um liðsfélaga sinn, David Okeke. Keflavík ÍF Subway-deild karla Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira
„Þeir mega halda áfram að segja það sem þeir vilja segja. Mitt markmið fyrir hvern leik er ekki að skora 30-40 stig. Ef það gerist þá er það í lagi en ég tek liðið fram yfir mig sjálfan, ég gef boltann frekar. Ef það er einhver liðsfélagi sem er opinn þá gef ég boltann. Ég er ekki sjálfselskur spilari, liðið mitt og þjálfarinn veit það. Liðsfélagarnir vilja kannski að ég skori meira en ég mun samt alltaf halda áfram að spila minn leik, ef sendingin er opin þá gef ég boltann,“ svaraði Calvin Burks, aðspurður út í gagnrýnisraddir. Burks var stigahæstur í liði Keflavíkur með 22 stig í níu stiga sigri Keflavíkur gegn Tindastól í gær, 93-84. „Þetta var góður leikur, manni leið svona smá eins og þetta væri leikur í úrslitakeppni. Við vissum að þetta myndi vera erfiður leikur en við vorum vel undirbúnir. Ég er glaður að við mættum vel til leiks“ „Góð byrjun á leiknum var lykilatriði. Þjálfarinn hefur verið að segja við okkur að við þurfum að byrja leikina vel en í síðustu leikjum höfum við verið að byrja leikina frekar hægt. Ef við byrjum af krafti og höldum þeim krafti uppi þá erum við í góðum málum.“ Keflvíkingar urðu fyrir áfalli í fjórða leikhluta þegar David Okeke, þeirra stigahæsti leikmaður til þessa, neyddist til að fara meiddur af velli. Meiðsli Okeke líta ekki vel út, en óttast er um að hann hafi slitið hásin. „Það lítur ekki vel út akkúrat núna en það er erfitt að segja eitthvað um það. Vonandi kemst hann sem fyrst í læknisskoðun og fær rétta meðhöndlun. Vonandi verður hann kominn aftur á völlinn sem fyrst.“ „Hann er stór hluti af okkar liði. Þetta er stór leikmaður sem getur eignað sér teiginn og það opnar mikið fyrir okkur hina. Hann er lykilmaður hjá okkur bæði í sókn og vörn,“ sagði Bruks um liðsfélaga sinn, David Okeke.
Keflavík ÍF Subway-deild karla Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira