Umfjöllun: Stjarnan - Afturelding 37-22 | Stjarnan fór illa með gestina Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 10. desember 2021 19:00 vísir/vilhelm Stjörnukonur fóru illa með stigalaust lið Aftureldingar er liðin mættust í Olís deild kvenna í kvöld. Lokatölur urðu 37-22, heimakonum í vil. Afturelding byrjaði leikinn ágætlega og héldu þær í við Stjörnukonur alveg fram á 20 mínútu, staðan þá 8-8. Þá gáfu Stjörnukonur í og komu sér í ágætisforystu. Hálfleikstölur 17-11. Það er hægt að segja að Afturelding hafi gefist upp í seinni hálfleiknum. Þær voru mikið að drífa sig og fóru illa með færin ásamt því að missa boltann alltof oft frá sér. Þegar stundafjórðungur var liðin af seinni hálfleik var staðan 27-17 fyrir Stjörnunni. Það virtist ekkert ætla að ganga hjá Aftureldingu að reyna minnka muninn. Leikmenn Aftureldingar urðu fljótfærar og fór hver sókninn á eftir annari í vaskinn. Það endaði á því að Stjörnukonur unnu með 15 mörkum, 37-22. Afhverju vann Stjarnan? Það small allt hjá þeim í dag. Markvarslan, vörnin og sóknarleikurinn. Þær voru duglegar í hraðaupphlaupunum og svo skiptu markverðirnir milli sín hálfleikjunum og voru báðar mjög góðar. Hverjar stóðu upp úr? Hjá Stjörnunni var það Anna Karen Hansdóttir atkvæðamest með 7 mörk. Hún var frábær í horninu og átti hvert hraðaupphlaupið á eftir öðru hér í seinni hálfleik. Helena Rut Örvarsdóttir og Eva Björk Davíðsdóttir voru með 6 hvor. Tinna Húnbjörg Einarsdóttir var frábær í markinu í fyrri hálfleik og Darija Zecevic í þeim seinni. Hjá Aftureldingu var það Sylvía Björt Blöndal atkvæðamest með 7 rök. Ólöf María Hlynsdóttir var með 5 mörk. Hvað gekk illa? Afturelding fékk litla markvörslu í þessum leik og var varnarleikurinn þeirra ekki góður. Sóknarleikurinn einkenndist af klaufa mistökum, lélegum skotum og hann var bara í heildina slakur. Hvað gerist næst? Það er komið jólafrí og næstu leikir verða eftir áramót. Olís-deild kvenna Stjarnan Afturelding
Stjörnukonur fóru illa með stigalaust lið Aftureldingar er liðin mættust í Olís deild kvenna í kvöld. Lokatölur urðu 37-22, heimakonum í vil. Afturelding byrjaði leikinn ágætlega og héldu þær í við Stjörnukonur alveg fram á 20 mínútu, staðan þá 8-8. Þá gáfu Stjörnukonur í og komu sér í ágætisforystu. Hálfleikstölur 17-11. Það er hægt að segja að Afturelding hafi gefist upp í seinni hálfleiknum. Þær voru mikið að drífa sig og fóru illa með færin ásamt því að missa boltann alltof oft frá sér. Þegar stundafjórðungur var liðin af seinni hálfleik var staðan 27-17 fyrir Stjörnunni. Það virtist ekkert ætla að ganga hjá Aftureldingu að reyna minnka muninn. Leikmenn Aftureldingar urðu fljótfærar og fór hver sókninn á eftir annari í vaskinn. Það endaði á því að Stjörnukonur unnu með 15 mörkum, 37-22. Afhverju vann Stjarnan? Það small allt hjá þeim í dag. Markvarslan, vörnin og sóknarleikurinn. Þær voru duglegar í hraðaupphlaupunum og svo skiptu markverðirnir milli sín hálfleikjunum og voru báðar mjög góðar. Hverjar stóðu upp úr? Hjá Stjörnunni var það Anna Karen Hansdóttir atkvæðamest með 7 mörk. Hún var frábær í horninu og átti hvert hraðaupphlaupið á eftir öðru hér í seinni hálfleik. Helena Rut Örvarsdóttir og Eva Björk Davíðsdóttir voru með 6 hvor. Tinna Húnbjörg Einarsdóttir var frábær í markinu í fyrri hálfleik og Darija Zecevic í þeim seinni. Hjá Aftureldingu var það Sylvía Björt Blöndal atkvæðamest með 7 rök. Ólöf María Hlynsdóttir var með 5 mörk. Hvað gekk illa? Afturelding fékk litla markvörslu í þessum leik og var varnarleikurinn þeirra ekki góður. Sóknarleikurinn einkenndist af klaufa mistökum, lélegum skotum og hann var bara í heildina slakur. Hvað gerist næst? Það er komið jólafrí og næstu leikir verða eftir áramót.
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti