Hannes skammaði ríkisstjórnina fyrir að íþróttamálaráðherra sé ekki titlaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2021 12:30 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, með Jóni Arnóri Stefánssyni og Hlyni Bæringssyni þegar tveir af bestu leikmönnum sögunnar kvöddu íslenska landsliðið. Vísir/Bára Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, hefur ofurtrú á því að íþróttamálaráðherrann Ásmundur Einar Daðason komi því í gegn að byggja nýjan þjóðarleikvang Íslands en ekki er ekki ánægður með það virðingarleysi sem ríkisstjórnin sýnir íþróttunum með því að hafa íþróttirnar ekki í titla ráðherra. Ásmundur Einar Daðason íþróttamálaráðherra, Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, og Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, mættu í Pallborðið hjá Henry Birgi Gunnarssyni á Vísi og ræddu framtíðarhorfur varðandi þjóðarleikvang fyrir íslensk landslið. Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, hefur verið lengi í forystustarfi í körfuboltanum og hefur því heyrt margar ræðurnar frá stjórnmálamönnum sem eru jafnan allir að vilja gerðir. Veit að hann er áhugamaður um íþróttir Henry Birgir Gunnarsson spurði Hannes út í það hvernig þessi ræða frá Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, eins og starfsheiti hans hljómar á vef stjórnarráðsins. „Það sem hefur gerst á undanförnum árum að pólitíkusarnir eru allir að vilja gerðir og gefa okkur öll þessi fallegu orð og þessu fallegu svör sem koma eins og Ásmundur er að gera núna,“ sagði Hannes S. Jónsson. „Málið er það að ég hef trú á Ásmundi núna af því að ég veit að hann er mikill áhugamaður um íþróttir. Ég veit að honum langar að koma mörgu af þessu í gegn og hann hefur sýnt það og sannað að hann er maður sem kemur ýmsu í verk,“ sagði Hannes. Það má heyra orð hans hér fyrir neðan. Klippa: Hannes hefur ofurtrú á Ásmundi en vill að hann sé titlaður rétt Hefur ofurtrú á Ásmundi „Þess vegna hef ég ofurtrú á því, af því að hann situr hérna með okkur og segir þetta, að hann ætli að standa við þetta. Það er ekki nóg að það sé bara Ásmundur því öll ríkisstjórnin þarf að vera tilbúin í þetta,“ sagði Hannes. „Það er vandamálið. Þetta hefur alltaf verið sá ráðherra sem er með íþróttamálin. Mér finnst ríkisstjórnin núna, sem var verið að mynda, hún fór í ýmsar breytingar varðandi nöfn á ráðuneytum. Ég sakna þess að eins öflugasta og stærsta fjöldahreyfing landsins eigi ekki beint ráðherra að nafninu til vegna þess í dag heitir þetta mennta- og barnamálaráðherra. Menning og listir eru komið annað sem og ýmislegt annað eins og vísindi og háskólar,“ sagði Hannes. Sýnir hvernig þeir líta á íþróttahreyfinguna „Af hverju höfum við ekki meiri virðingu fyrir íþróttum en að ríkisstjórnin skíri þetta mennta-, barna- og íþróttamálaráðuneyti. Mér finnst það svolítið sýna hvernig stjórnmálamennirnir líta á íþróttahreyfinguna sem sjálfsagðan hlut í þessu samfélagi og að við séum alltaf til hliðar,“ sagði Hannes. „Núna er ekkert til lengur sem heitir orð. Þess vegna tek ég heilshugar undir það sem Ásmundur sagði. Það er nóg komið af nefndum. Nú þurfum við að setja fjármagn í þetta. Í dag er ekki ein króna tengd þjóðarleikvöngum í fjárhagsáætlun ríkisins fyrir næsta ár. Ég hef þá trú að Ásmundur og þá ríkisstjórnin reyni að koma því í gagnið að við fáum peninga til að byrja að vinna þetta. Þetta mun ekki vinnast á loftinu einu saman,“ sagði Hannes. Fótbolti Körfubolti Pallborðið KSÍ Handbolti Frjálsar íþróttir Laugardalsvöllur Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason íþróttamálaráðherra, Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, og Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, mættu í Pallborðið hjá Henry Birgi Gunnarssyni á Vísi og ræddu framtíðarhorfur varðandi þjóðarleikvang fyrir íslensk landslið. Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, hefur verið lengi í forystustarfi í körfuboltanum og hefur því heyrt margar ræðurnar frá stjórnmálamönnum sem eru jafnan allir að vilja gerðir. Veit að hann er áhugamaður um íþróttir Henry Birgir Gunnarsson spurði Hannes út í það hvernig þessi ræða frá Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, eins og starfsheiti hans hljómar á vef stjórnarráðsins. „Það sem hefur gerst á undanförnum árum að pólitíkusarnir eru allir að vilja gerðir og gefa okkur öll þessi fallegu orð og þessu fallegu svör sem koma eins og Ásmundur er að gera núna,“ sagði Hannes S. Jónsson. „Málið er það að ég hef trú á Ásmundi núna af því að ég veit að hann er mikill áhugamaður um íþróttir. Ég veit að honum langar að koma mörgu af þessu í gegn og hann hefur sýnt það og sannað að hann er maður sem kemur ýmsu í verk,“ sagði Hannes. Það má heyra orð hans hér fyrir neðan. Klippa: Hannes hefur ofurtrú á Ásmundi en vill að hann sé titlaður rétt Hefur ofurtrú á Ásmundi „Þess vegna hef ég ofurtrú á því, af því að hann situr hérna með okkur og segir þetta, að hann ætli að standa við þetta. Það er ekki nóg að það sé bara Ásmundur því öll ríkisstjórnin þarf að vera tilbúin í þetta,“ sagði Hannes. „Það er vandamálið. Þetta hefur alltaf verið sá ráðherra sem er með íþróttamálin. Mér finnst ríkisstjórnin núna, sem var verið að mynda, hún fór í ýmsar breytingar varðandi nöfn á ráðuneytum. Ég sakna þess að eins öflugasta og stærsta fjöldahreyfing landsins eigi ekki beint ráðherra að nafninu til vegna þess í dag heitir þetta mennta- og barnamálaráðherra. Menning og listir eru komið annað sem og ýmislegt annað eins og vísindi og háskólar,“ sagði Hannes. Sýnir hvernig þeir líta á íþróttahreyfinguna „Af hverju höfum við ekki meiri virðingu fyrir íþróttum en að ríkisstjórnin skíri þetta mennta-, barna- og íþróttamálaráðuneyti. Mér finnst það svolítið sýna hvernig stjórnmálamennirnir líta á íþróttahreyfinguna sem sjálfsagðan hlut í þessu samfélagi og að við séum alltaf til hliðar,“ sagði Hannes. „Núna er ekkert til lengur sem heitir orð. Þess vegna tek ég heilshugar undir það sem Ásmundur sagði. Það er nóg komið af nefndum. Nú þurfum við að setja fjármagn í þetta. Í dag er ekki ein króna tengd þjóðarleikvöngum í fjárhagsáætlun ríkisins fyrir næsta ár. Ég hef þá trú að Ásmundur og þá ríkisstjórnin reyni að koma því í gagnið að við fáum peninga til að byrja að vinna þetta. Þetta mun ekki vinnast á loftinu einu saman,“ sagði Hannes.
Fótbolti Körfubolti Pallborðið KSÍ Handbolti Frjálsar íþróttir Laugardalsvöllur Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Sjá meira