Lokað vegna rafmagnsleysis Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 9. desember 2021 10:30 Fréttir vikunnar þar sem Landsvirkjun tilkynnti að skerða þyrfti nú þegar afhendingu á raforku til fyrirtækja vegna raforkuskorts og annmarka á flutningsgetu hafa væntanlega ekki farið fram hjá mörgum. Þurfum við að vera hissa Nei! Þetta getur ekki komið á óvart. Það er staðreynd að raforkuöryggi víða um land er ábótavant. Flutningslínur eru mannvirki sem komin eru í mikla viðhaldsþörf og enn eru landshlutar sem hreinlega vantar tengingu við meginstofnæðar landsins og búa við skert raforkuöryggi allt árið. Lítið hefur þokast síðustu ár Þetta ástand skapar óþægindi fyrir almenning og veldur því að atvinnutækifæri eru andvana fædd vegna skorts á öruggri raforku. Erfitt er að sjá fyrir vinnutapi ásamt því að margur búnaður er viðkvæmur og þolir ekki rafmagnsleysi. Fyrir sléttum tveimur árum gekk óveður yfir landið með tilheyrandi tjóni á flutningslínum raforku bæði í dreifikerfi og flutningskerfi Landsnets. Í kjölfarið fóru stjórnvöld á stað með samráðshópa um hvernig mætti koma í veg fyrir slíkt tjón endurtæki sig og að finna veikustu hlekkina í flutningskeðjunni. Hrundið var af stað átaksverkefni og ýmislegt var bætt og endurnýjað. En þau landsvæði sem búa ekki við hringtengingu búa enn við sama óöryggið. Árið 2009 skipaði þáverandi iðnaðarráðherra ráðgjafahóp til að þess að meta leiðir til að bæta raforkuöryggið á Vestfjörðum og í fyrra kom út skýrsla samstarfshóps um bætt afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum. En því er nú verr og miður að lítið hefur þokast í þessum efnum síðasta áratuginn. Biluð jólaséría Það á ekki að vera hluti af aðventustemmingunni að uppgötva vanmátt flutningskerfis raforku í landinu, líkt og þegar jóla sería er tekin úr geymslu á þorláksmessukvöld og allar perur eru ónýtar og búið að loka verslunum. Við getum ekki beðið lengur, það verður að huga að fullri alvöru að virkjunarkostum á Vestfjörðum ásamt því að flýta viðhaldi og nýbyggingu flutningskerfis. Smávirkjanir eru mikilvægur liður í þessari uppbyggingu. Svo hægt sé að nýta þær í auknu mæli þarf að endurskoða lög og reglugerðir sem gilda um leyfisveitingar til uppsetningar smávirkjana með það að markmiði að einfalda umsóknarferli í tengslum við þær. Smávirkjanir tengjast raforkukerfinu um dreifiveitur landsins og styrkja þannig þær flutningsleiðir. Með smávirkjunum er verið að nýta, styrkja og bæta rekstur þess raforkukerfis sem nú þegar hefur verið byggt upp af samfélaginu. Smávirkjunum á Vestfjörðum hefur fjölgað og þær hafa sannað sig sem mikilvægur liður í raforkuöryggi á svæðinu. Vinna sem þarf að vinna Það er morgunljóst að við þurfum að fara að sinna þessum málum af fullri alvöru. Útbúa þarf sérstaka rammaáætlun sem nær bæði til minni og stærri virkjunarkosta líkt og lagt er til í skýrslu samstarfshóps um bætt afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum. Við þurfum að huga að uppbyggingu og leggja fram lausnir til framtíðar. Þá fyrst þá getum við treyst raforkuöryggi um allt land. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokkurinn Orkumál Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Fréttir vikunnar þar sem Landsvirkjun tilkynnti að skerða þyrfti nú þegar afhendingu á raforku til fyrirtækja vegna raforkuskorts og annmarka á flutningsgetu hafa væntanlega ekki farið fram hjá mörgum. Þurfum við að vera hissa Nei! Þetta getur ekki komið á óvart. Það er staðreynd að raforkuöryggi víða um land er ábótavant. Flutningslínur eru mannvirki sem komin eru í mikla viðhaldsþörf og enn eru landshlutar sem hreinlega vantar tengingu við meginstofnæðar landsins og búa við skert raforkuöryggi allt árið. Lítið hefur þokast síðustu ár Þetta ástand skapar óþægindi fyrir almenning og veldur því að atvinnutækifæri eru andvana fædd vegna skorts á öruggri raforku. Erfitt er að sjá fyrir vinnutapi ásamt því að margur búnaður er viðkvæmur og þolir ekki rafmagnsleysi. Fyrir sléttum tveimur árum gekk óveður yfir landið með tilheyrandi tjóni á flutningslínum raforku bæði í dreifikerfi og flutningskerfi Landsnets. Í kjölfarið fóru stjórnvöld á stað með samráðshópa um hvernig mætti koma í veg fyrir slíkt tjón endurtæki sig og að finna veikustu hlekkina í flutningskeðjunni. Hrundið var af stað átaksverkefni og ýmislegt var bætt og endurnýjað. En þau landsvæði sem búa ekki við hringtengingu búa enn við sama óöryggið. Árið 2009 skipaði þáverandi iðnaðarráðherra ráðgjafahóp til að þess að meta leiðir til að bæta raforkuöryggið á Vestfjörðum og í fyrra kom út skýrsla samstarfshóps um bætt afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum. En því er nú verr og miður að lítið hefur þokast í þessum efnum síðasta áratuginn. Biluð jólaséría Það á ekki að vera hluti af aðventustemmingunni að uppgötva vanmátt flutningskerfis raforku í landinu, líkt og þegar jóla sería er tekin úr geymslu á þorláksmessukvöld og allar perur eru ónýtar og búið að loka verslunum. Við getum ekki beðið lengur, það verður að huga að fullri alvöru að virkjunarkostum á Vestfjörðum ásamt því að flýta viðhaldi og nýbyggingu flutningskerfis. Smávirkjanir eru mikilvægur liður í þessari uppbyggingu. Svo hægt sé að nýta þær í auknu mæli þarf að endurskoða lög og reglugerðir sem gilda um leyfisveitingar til uppsetningar smávirkjana með það að markmiði að einfalda umsóknarferli í tengslum við þær. Smávirkjanir tengjast raforkukerfinu um dreifiveitur landsins og styrkja þannig þær flutningsleiðir. Með smávirkjunum er verið að nýta, styrkja og bæta rekstur þess raforkukerfis sem nú þegar hefur verið byggt upp af samfélaginu. Smávirkjunum á Vestfjörðum hefur fjölgað og þær hafa sannað sig sem mikilvægur liður í raforkuöryggi á svæðinu. Vinna sem þarf að vinna Það er morgunljóst að við þurfum að fara að sinna þessum málum af fullri alvöru. Útbúa þarf sérstaka rammaáætlun sem nær bæði til minni og stærri virkjunarkosta líkt og lagt er til í skýrslu samstarfshóps um bætt afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum. Við þurfum að huga að uppbyggingu og leggja fram lausnir til framtíðar. Þá fyrst þá getum við treyst raforkuöryggi um allt land. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun