Daníel Guðni: Verðum að tengja saman fleiri góðar mínútur Smári Jökull Jónsson skrifar 4. desember 2021 22:22 Daníel Guðni var ánægður með sigurinn í kvöld. Vísir / Bára Dröfn „Einstaklingsframtak hjá EC Matthews og svo hélt vörnin þarna í lokin. Ég var virkilega ánægður með það,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur aðspurður hvað hefði skorið úr um það að þeir höfðu sigur gegn Stjörnunni í Subway-deildinni í kvöld. „Þetta var bara hörkuleikur tveggja góðra liða. Við erum að finna okkar takt með EC og mér fannst þetta hans besta frammistaða síðan hann kom til okkar. Það er bara áfram gakk,“ bætti Daníel Guðni við en EC Matthews skoraði 32 stig hjá Grindavík og þar af síðustu sex stig liðsins. Leikurinn var æsispennandi og liðin skiptust á að hafa forystuna nær allan tímann. Varnarleikur Grindavíkur var misjafn í kvöld en Daníel var ekki alltof ósáttur með þann hluta leiksins hjá sínum mönnum. „Mér fannst við byrja frekar mjúkt og fyrri hálfleikur var bara ekki nægilega góður. Við vorum einhverjum 10 stigum yfir og svo vorum við að gefa þeim alltof opin skot og þeir gengu á lagið. Í seinni hálfleik, sérstaklega í upphafi þriðja leikhluta, var ég mjög ánægður.“ Liðin hafa háð margar svakalegar baráttur á síðustu árum og það er alltaf hiti í leikjum Grindavíkur og Stjörnunnar. „Algjörlega. Þau eiga sér mikla sögu þessi lið og það er hörkubarátta þegar við mætum Stjörnunni.“ Í síðari hálfleiknum áttu þeir Daníel Guðni og Naor Sharabani í áhugaverðum orðaskiptum þegar Daníel tók Ísraelan af velli. Þeir höfðu rökrætt eitthvað rétt áður og Ísraelinn allt annað en sáttur þegar hann kom útaf. „Við áttum orðaskipti og það er bara eins og gengur og gerist. Við erum báðir miklir keppnismenn og þetta getur komið fyrir. Við ræddum síðan saman á bekknum þegar við vorum aðeins búnir að slaka á“ Grindavík er með sex sigra í átta leikjum á tímabilinu en töpuðu síðasta leik fyrir landsleikjahléið og höfðu því ansi langan tíma til þess að velta vöngum yfir því tapi. „Það skiptir öllu máli að vinna eftir þann leik. Við viljum bara byggja ofan á frammistöðuna sem við sýndum hér á köflum. En við verðum að tengja saman fleiri góðar mínútur og eiga fleiri 35-40 mínútna góða leiki og svo byggja ofan á það.“ UMF Grindavík Stjarnan Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla Körfubolti Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 92-88 | Grindavíkursigur í æsispennandi leik suður með sjó Grindavík vann 92-88 baráttusigur á Stjörnunni í HS Orku höllinni í Grindavík í kvöld. Leikurinn var mikil skemmtun og liðin skiptust á að hafa forystuna nær allan tímann. 4. desember 2021 22:47 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - ÍR | Stiga- og þjálfaralausir ÍR-ingar mæta í Stapaskóla Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Sjá meira
„Þetta var bara hörkuleikur tveggja góðra liða. Við erum að finna okkar takt með EC og mér fannst þetta hans besta frammistaða síðan hann kom til okkar. Það er bara áfram gakk,“ bætti Daníel Guðni við en EC Matthews skoraði 32 stig hjá Grindavík og þar af síðustu sex stig liðsins. Leikurinn var æsispennandi og liðin skiptust á að hafa forystuna nær allan tímann. Varnarleikur Grindavíkur var misjafn í kvöld en Daníel var ekki alltof ósáttur með þann hluta leiksins hjá sínum mönnum. „Mér fannst við byrja frekar mjúkt og fyrri hálfleikur var bara ekki nægilega góður. Við vorum einhverjum 10 stigum yfir og svo vorum við að gefa þeim alltof opin skot og þeir gengu á lagið. Í seinni hálfleik, sérstaklega í upphafi þriðja leikhluta, var ég mjög ánægður.“ Liðin hafa háð margar svakalegar baráttur á síðustu árum og það er alltaf hiti í leikjum Grindavíkur og Stjörnunnar. „Algjörlega. Þau eiga sér mikla sögu þessi lið og það er hörkubarátta þegar við mætum Stjörnunni.“ Í síðari hálfleiknum áttu þeir Daníel Guðni og Naor Sharabani í áhugaverðum orðaskiptum þegar Daníel tók Ísraelan af velli. Þeir höfðu rökrætt eitthvað rétt áður og Ísraelinn allt annað en sáttur þegar hann kom útaf. „Við áttum orðaskipti og það er bara eins og gengur og gerist. Við erum báðir miklir keppnismenn og þetta getur komið fyrir. Við ræddum síðan saman á bekknum þegar við vorum aðeins búnir að slaka á“ Grindavík er með sex sigra í átta leikjum á tímabilinu en töpuðu síðasta leik fyrir landsleikjahléið og höfðu því ansi langan tíma til þess að velta vöngum yfir því tapi. „Það skiptir öllu máli að vinna eftir þann leik. Við viljum bara byggja ofan á frammistöðuna sem við sýndum hér á köflum. En við verðum að tengja saman fleiri góðar mínútur og eiga fleiri 35-40 mínútna góða leiki og svo byggja ofan á það.“
UMF Grindavík Stjarnan Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla Körfubolti Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 92-88 | Grindavíkursigur í æsispennandi leik suður með sjó Grindavík vann 92-88 baráttusigur á Stjörnunni í HS Orku höllinni í Grindavík í kvöld. Leikurinn var mikil skemmtun og liðin skiptust á að hafa forystuna nær allan tímann. 4. desember 2021 22:47 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - ÍR | Stiga- og þjálfaralausir ÍR-ingar mæta í Stapaskóla Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 92-88 | Grindavíkursigur í æsispennandi leik suður með sjó Grindavík vann 92-88 baráttusigur á Stjörnunni í HS Orku höllinni í Grindavík í kvöld. Leikurinn var mikil skemmtun og liðin skiptust á að hafa forystuna nær allan tímann. 4. desember 2021 22:47