Óttast ekki samkeppni þriggja nýrra mathalla á nánast sama blettinum Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. desember 2021 20:01 Árni Traustason er rekstrarstjóri nýrrar Mathallar Reykjavíkur. Vísir/Arnar Þrjár mathallir verða opnaðar á litlum bletti í miðbæ Reykjavíkur á næsta ári. Rekstrarstjóri þeirrar stærstu segir framkvæmdir skotganga og óttast ekki samkeppni. Sannkallað mathallaæði hefur gripið landann á síðustu árum en þær hafa sprottið upp ein af annarri eftir að sú fyrsta var opnuð á Hlemmi 2017. Þó að raunar megi færa rök fyrir því að Stjörnutorg hafi verið fyrsta mathöllin. Í kvöldfrétt Stöðvar 2 hér fyrir neðan má sjá staðsetningar og húsakynni nýju mathallanna þriggja. Mathallirnar þrjár En þetta þykir greinilega viðskiptamódel sem virkar. Það bætir nefnilega verulega í mathallaflóruna í miðbænum strax á næsta ári. Á Vesturgötu 2, þar sem Kaffi Reykjavík var áður til húsa, verður opnuð mathöll um páskaleytið. Allt að gerast á annarri hæð mathallarinnar við Vesturgötu.Vísir/Arnar Og rétt rúmum 200 metrum frá, í Pósthússtræti 3-5 þar sem Hitt húsið var síðast með starfsemi, á einnig að opna mathöll - 1. júní. Hún verður „glæsilegasta mathöll landsins“, að sögn Leifs Welding, eins rekstraraðila. Höllin í Pósthússtræti mun státa af átta veitingastöðum og kokteilbar. Þá á að stækka Hafnartorg en í rými austan megin Geirsgötu opnar þriðja mathöllin í mars. Tinna Jóhannsdóttir markaðsstjóri hjá fasteignafélaginu Regin segir í svari til fréttastofu að í rými á jarðhæð íbúðarhúsanna verði um fjórtán rekstraraðilar í smásölu, bæði með fatnað og húsbúnað. Þá verði þar mathöll með 8-9 „fjölbreyttum einingum“ en einnig verði opnaður sér veitingastaður sem snýr að höfninni. Partí, líf og fjör Húsnæðið á Vesturgötu, sem hýsa mun Mathöll Reykjavíkur, er 1800 fermetrar á þremur hæðum. Framkvæmdir eru í fullum gangi en stefnt er á að opna í apríl. „Sem er náttúrulega geggjaður tími ef omíkron fer ekki að stríða okkur meira. Þannig að já, ég held það verði bara partí og líf og fjör. Nýtt útisvæði hérna fyrir framan, og svo svalir og nýtt port hérna fyrir aftan okkur,“ segir Árni Traustason, rekstrarstjóri Mathallar Reykjavíkur við Vesturgötu. Teikning af fyrstu hæð Mathallar Reykjavíkur. Átta básar eru fyrirhugaðir á hæðinni og þá verður komið upp glænýju útisvæði fyrir framan húsið, Ingólfstorgsmegin. Gert er ráð fyrir átta básum á fyrstu hæðinni og sex básum á hæðinni fyrir ofan. Þar með verður þessi mathöll sú stærsta í Reykjavík, og reyndar á öllu Íslandi. „Svo mun þriðja hæðin vera undir veislusali, sem fólk getur nýtt sér til að leigja út fyrir partí og alls konar,“ segir Árni. Dæmi um bás sem fyrirhugað er að opni í mathöllinni. Matsölustaðir í höllinni verða af ýmsum toga. Ekki hefur þó enn náðst að fylla alla básana. „Við erum bara að vinna í því að púsla saman, þetta verður bara jólapúslið í ár,“ segir Árni. Ekkert stressaður Í Reykjavík eru fyrir fimm mathallir, þar af tvær í póstnúmeri 101; á Hlemmi og úti á Granda. Nýju mathallirnar, einnig í 101, eru staðsettar á milli þeirra - allar þrjár á um 0,06 ferkílómetra bletti. Eruði ekkert stressaðir yfir samkeppninni? „Nei, í rauninni ekki. Við fögnum allri samkeppni og við viljum bara fá sem flesta í miðbæinn og með því að hafa þrjár mathallir, það mun bara gera gott fyrir alla.“ Reykjavík Veitingastaðir Matur Reginn Tengdar fréttir Enn ein mathöllin opnar senn í Reykjavík Stefnt er að opnun mathallar að Vesturgötu þar sem veitingastaðurinn Restaurant Reykjavík var áður. 14. nóvember 2021 12:28 Mathöll, bar, hótel og fleira í Gróðurhúsinu í Hveragerði Mikil uppbygging er í kortunum í Hveragerði en þar verður nýr áfangastaður sem ber nafnið Gróðurhúsið opnaður í sumar. Þar verður hótel, verslanir, mathöll, kaffihús, bar, ísbúð, sælkeraverslun og annars konar þjónusta í boði fyrir heimamenn og innlenda og erlenda ferðamenn. 2. júní 2021 07:50 Mathöll í Pósthúsið: „Þetta verður veisla og nautn fyrir öll skynfærin“ „Við erum búnir að vera í viðræðum við húseigendur í yfir þrjú ár og núna loksins er þetta að verða að veruleika,“ segir athafnamaðurinn og hönnuðurinn Leifur Welding í viðtali við Vísi. 27. apríl 2021 14:42 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Sannkallað mathallaæði hefur gripið landann á síðustu árum en þær hafa sprottið upp ein af annarri eftir að sú fyrsta var opnuð á Hlemmi 2017. Þó að raunar megi færa rök fyrir því að Stjörnutorg hafi verið fyrsta mathöllin. Í kvöldfrétt Stöðvar 2 hér fyrir neðan má sjá staðsetningar og húsakynni nýju mathallanna þriggja. Mathallirnar þrjár En þetta þykir greinilega viðskiptamódel sem virkar. Það bætir nefnilega verulega í mathallaflóruna í miðbænum strax á næsta ári. Á Vesturgötu 2, þar sem Kaffi Reykjavík var áður til húsa, verður opnuð mathöll um páskaleytið. Allt að gerast á annarri hæð mathallarinnar við Vesturgötu.Vísir/Arnar Og rétt rúmum 200 metrum frá, í Pósthússtræti 3-5 þar sem Hitt húsið var síðast með starfsemi, á einnig að opna mathöll - 1. júní. Hún verður „glæsilegasta mathöll landsins“, að sögn Leifs Welding, eins rekstraraðila. Höllin í Pósthússtræti mun státa af átta veitingastöðum og kokteilbar. Þá á að stækka Hafnartorg en í rými austan megin Geirsgötu opnar þriðja mathöllin í mars. Tinna Jóhannsdóttir markaðsstjóri hjá fasteignafélaginu Regin segir í svari til fréttastofu að í rými á jarðhæð íbúðarhúsanna verði um fjórtán rekstraraðilar í smásölu, bæði með fatnað og húsbúnað. Þá verði þar mathöll með 8-9 „fjölbreyttum einingum“ en einnig verði opnaður sér veitingastaður sem snýr að höfninni. Partí, líf og fjör Húsnæðið á Vesturgötu, sem hýsa mun Mathöll Reykjavíkur, er 1800 fermetrar á þremur hæðum. Framkvæmdir eru í fullum gangi en stefnt er á að opna í apríl. „Sem er náttúrulega geggjaður tími ef omíkron fer ekki að stríða okkur meira. Þannig að já, ég held það verði bara partí og líf og fjör. Nýtt útisvæði hérna fyrir framan, og svo svalir og nýtt port hérna fyrir aftan okkur,“ segir Árni Traustason, rekstrarstjóri Mathallar Reykjavíkur við Vesturgötu. Teikning af fyrstu hæð Mathallar Reykjavíkur. Átta básar eru fyrirhugaðir á hæðinni og þá verður komið upp glænýju útisvæði fyrir framan húsið, Ingólfstorgsmegin. Gert er ráð fyrir átta básum á fyrstu hæðinni og sex básum á hæðinni fyrir ofan. Þar með verður þessi mathöll sú stærsta í Reykjavík, og reyndar á öllu Íslandi. „Svo mun þriðja hæðin vera undir veislusali, sem fólk getur nýtt sér til að leigja út fyrir partí og alls konar,“ segir Árni. Dæmi um bás sem fyrirhugað er að opni í mathöllinni. Matsölustaðir í höllinni verða af ýmsum toga. Ekki hefur þó enn náðst að fylla alla básana. „Við erum bara að vinna í því að púsla saman, þetta verður bara jólapúslið í ár,“ segir Árni. Ekkert stressaður Í Reykjavík eru fyrir fimm mathallir, þar af tvær í póstnúmeri 101; á Hlemmi og úti á Granda. Nýju mathallirnar, einnig í 101, eru staðsettar á milli þeirra - allar þrjár á um 0,06 ferkílómetra bletti. Eruði ekkert stressaðir yfir samkeppninni? „Nei, í rauninni ekki. Við fögnum allri samkeppni og við viljum bara fá sem flesta í miðbæinn og með því að hafa þrjár mathallir, það mun bara gera gott fyrir alla.“
Reykjavík Veitingastaðir Matur Reginn Tengdar fréttir Enn ein mathöllin opnar senn í Reykjavík Stefnt er að opnun mathallar að Vesturgötu þar sem veitingastaðurinn Restaurant Reykjavík var áður. 14. nóvember 2021 12:28 Mathöll, bar, hótel og fleira í Gróðurhúsinu í Hveragerði Mikil uppbygging er í kortunum í Hveragerði en þar verður nýr áfangastaður sem ber nafnið Gróðurhúsið opnaður í sumar. Þar verður hótel, verslanir, mathöll, kaffihús, bar, ísbúð, sælkeraverslun og annars konar þjónusta í boði fyrir heimamenn og innlenda og erlenda ferðamenn. 2. júní 2021 07:50 Mathöll í Pósthúsið: „Þetta verður veisla og nautn fyrir öll skynfærin“ „Við erum búnir að vera í viðræðum við húseigendur í yfir þrjú ár og núna loksins er þetta að verða að veruleika,“ segir athafnamaðurinn og hönnuðurinn Leifur Welding í viðtali við Vísi. 27. apríl 2021 14:42 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Enn ein mathöllin opnar senn í Reykjavík Stefnt er að opnun mathallar að Vesturgötu þar sem veitingastaðurinn Restaurant Reykjavík var áður. 14. nóvember 2021 12:28
Mathöll, bar, hótel og fleira í Gróðurhúsinu í Hveragerði Mikil uppbygging er í kortunum í Hveragerði en þar verður nýr áfangastaður sem ber nafnið Gróðurhúsið opnaður í sumar. Þar verður hótel, verslanir, mathöll, kaffihús, bar, ísbúð, sælkeraverslun og annars konar þjónusta í boði fyrir heimamenn og innlenda og erlenda ferðamenn. 2. júní 2021 07:50
Mathöll í Pósthúsið: „Þetta verður veisla og nautn fyrir öll skynfærin“ „Við erum búnir að vera í viðræðum við húseigendur í yfir þrjú ár og núna loksins er þetta að verða að veruleika,“ segir athafnamaðurinn og hönnuðurinn Leifur Welding í viðtali við Vísi. 27. apríl 2021 14:42