Kolefnistækifæri (og -áhætta) fyrir Ísland Guðmundur Sigbergsson og Gunnar Svenn Magnússon skrifa 2. desember 2021 12:30 Þann 14. október birtist grein eftir höfunda sem varpaði fram spurningunni: „Hvort kolefnismarkaðir gætu bjargað loftlagsmarkmiðum Íslands?“ Niðurstaða greinarinnar var að slíkt væri vissulega möguleiki og var sú skoðun byggð á fyrirheitum um árangur á loftslagsráðstefnu SÞ í Glasgow (COP26) sem lauk 12. nóvember sl. Þótt útkoman á COP26 hafi ekki verið í takt við væntingar flestra, þá kláraðist mikilvægur áfangi þegar útfærsla 6. greinar Parísarsamningsins var samþykkt. Með henni voru leikreglur um alþjóðlega kolefnismarkaði skilgreindar og nýtt kerfi um kolefnisjöfnun milli þjóðríkja myndað. Tilkoma þessara leikreglna skapar margvísleg tækifæri fyrir ríki og fyrirtæki og er Ísland ekki undanskilið. En til að Ísland geti tekið þátt er mikilvægt að hér verði settir upp réttir innviðir og að hið opinbera styðji við íslenska nýsköpun og hugvit á sviði kolefnisverkefna í skógrækt, votlendi, Carbfix tækninnar, eldsneytisframleiðslu, þararækt osfrv. Ef vel er staðið að verki er hægt að ná fram þannig árangri að Ísland nái ekki einungis sínum markmiðum heldur geti einnig hjálpað öðrum ríkjum að ná sínum markmiðum. Gríðarlegur kostnaður ef markmiðin nást ekki Hins vegar felur fullkláruð reglubók Parísarsamningsins einnig í sér áhættur. Ríki sem eiga erfitt með að ná markmiðum um samdrátt í losun munu þurfa að kaupa samdrátt í losun frá öðrum ríkjum með tilheyrandi kostnaði sem getur hlaupið á tugum ef ekki hundruðum milljörðum króna. Parísarsamningurinn hvetur til samvinnu ríkja til að ná markmiðum hans. Þar er sérstaklega hvatt til réttlátrar umskiptingar yfir í kolefnislaust hagkerfi og þá er mikilvægi samvinnu við þróunarríki undirstrikað. Þó er áhersla á að ríki þurfi að ná mest af sínum markmiðum heima fyrir. Því eru kolefnismarkaðir undir 6. gr. samningsins og innlendir/alþjóðlegir frjálsir kolefnismarkaðir gríðarlega mikilvægir til að ná fram á sem skilvirkasta máta þeim samdrætti í losun og þeirri bindingu sem þarf að nást til að ná fram kolefnishlutleysi. Um hvað fjallar 6. grein Parísarsamningsins? 6. greininni er ætlað að skapa ramma utan hvernig alþjóðasamstarf í tengslum við kolefnismarkaði fer fram. Losunarbókhald ríkja geta þannig tengst sín á milli og hægt verður að flytja kolefniseiningar á milli þeirra. Jafnan er vísað til þessa fyrirkomulags sem ITMO (e. Internationally Transferred Mitigation Outcomes) og CA (e. Corresponding Adjustments). Á mannamáli þýðir það að ríki þar sem erfitt eða dýrt er að draga úr losun geta keypt kolefniseiningar frá öðrum ríkjum sem endurspegla samdrátt í losun umfram það sem þau skuldbundu sig til að gera. Þetta opnar líka möguleikann á að stofnanir og fyrirtæki fjárfesti í verkefnum sem draga úr losun í þróunarlöndum, þar sem kostnaður við slík verkefni er yfirleitt lægri. Árangur sé ekki tvítalinn Til dæmis er hægt að skipta út kolaorkuverum fyrir endurnýjanlega orku sem myndi skapa kolefniseiningar sem hægt er að eiga viðskipti með. Ekki ósvipað og viðskipti með losunarheimildir sem er reyndar hin hliðin á allt öðrum pening og efni í aðra grein. Þetta þýðir líka að ríki sem ætla að taka þátt í samstarfi ríkja þurfa að koma sér upp skráningarkerfi til að tryggja að árangur sé ekki tvítalinn þ.e.a.s. að árangur sem fluttur er á milli landa sé færður til bókar í báðum bókhöldum landanna. Þannig gæti eitt ríki (eða fyrirtæki) fjármagnað eða greitt öðru ríki fyrir að byggja upp endurnýjanleg raforkuver í stað kolavers sem mun draga úr losun á heimsvísu. Með þessu móti færi ávinningurinn af hreinni orku til þess aðila sem fjármagnar verkefnið. Og ríkið þar sem raforkuverið er sett upp fær hreinni orku og betri lífs- og loftgæði (sjá skýringarmynd). Mikilvægt er að tryggja í þessu ferli að ekki verði um tvítalningu að ræða, eða m.ö.o. tryggja að bæði ríkin telji ekki fram ávinninginn af samdrættinum í sínu bókhaldi. Skráningar verði tengdar við miðlæga skrá Þess vegna þurfa öll ríki að setja upp fullnægjandi skráningarkerfi með tengingu við miðlægar skrá undir loftslagssamningnum. Sú tækni sem Loftslagsskrá Íslands[1] býr yfir var sérstaklega útfærð til þess að auðvelda skráningu, eiga viðskipti með og tryggja að engin tvítalning ætti sér stað með tengingu við miðlæga skráningu undir loftslagssamningnum,. Líklega er sú tækni sem Loftslagsskráin býr yfir, sú fyrsta sinnar tegundar í heimi sem er komin í notkun en önnur lönd t.d. Filipseyjar og S-Afríka vinna nú að því að innleiða sömu lausn. Mynd 1: Yfirlit yfir ITMO viðskipti á milli ríkja Mikil eftirspurn eftir kolefniseiningum Eftirspurn eftir kolefniseiningum hefur aukist gríðarlega hratt alþjóðlega sem má rekja til aðdraganda og niðurstöðu COP26. Fyrirtækjum sem lýsa yfir fullu kolefnishlutleysi (e. Net-zero) fjölgar og vilja þau kolefnisjafna losun frá rekstri sem ekki er unnt að fyrirbyggja. Eftirspurnin er því orðin meiri en framboðið af kolefniseiningum á frjálsa markaðinum og er það í fyrsta skipti sem það gerist. Samhliða þessu hafa verð hækkað verulega. Koma í veg fyrir grænþvott Einnig virðist spákaupmennska vera að aukast á frjálsum kolefnismörkuðum eins og hefur raungerst á markaði með losunarheimildir[2]. Það er hins vegar mikilvægt að leikreglurnar í kringum kolefnismarkaði séu skýrar þannig að útkoman verði ekki að grænþvottarmiðstöð og að fyrirtæki lýsi yfir kolefnishlutleysi á hæpnum forsendum líkt og hefur því miður tíðkast að undanförnu. Samstarf á milli ríkja Með 6. grein Parísarsamningsins eru komnar fram skýrar leiðbeiningar um hvernig kolefnisjöfnun milli ríkja og nýtt viðskiptakerfi mun virka. Hún veitir áhugasömum ríkjum einnig tækifæri á að laða til sín græna fjárfestingu í gegnum alþjóðlega kolefnismarkaði, með því að styðja við innviða uppbyggingu og árangur undir Parísarsamningnum. Þrátt fyrir að tæknileg útfærsla á reglunum og kerfinu sé ekki fullkláruð hafa sum ríki hafið vegferðina. Sviss og Perú eru t.d. að vinna saman, en Sviss stefnir á að ná 75% af sínum markmiðum með aðgerðum í Sviss en hefur síðan skuldbundið sig til að kaupa kolefniseiningar af Perú til að ná hluta af því sem eftir stendur. Kanada og Chile eru að vinna saman að sambærilegu samstarfi sín á milli. Og í Japan hefur verið starfrækt kerfi um samvinnu við ýmis lönd frá 2010 (Joint Crediting Mechanism (JCM)) sem verður áfram unnið með. Hvað þýðir þetta fyrir loftslagsmarkmið Íslands? Ísland hefur fylgt Evrópusambandinu (ESB) og Noregi hvað varðar loftslagsmarkmið um 55% samdráttur m.v. 1990 [3] auk þess sem nýr stjórnarsáttmáli kveður á um sjálfstætt markmið Íslands um 55% samdrátt á losun á beinni ábyrgð landsins fyrir 2030, miðað við árið 2005.[4] Í Evrópu er ekki gert ráð fyrir að hægt verði að nýta sér alþjóðlega samvinnu undir 6. gr. að svo stöddu en hvernig ESB (eða Ísland) ætlar að ná 55% samdrætti hefur ekki verið útfært. Einnig hefur ekki verið ákveðið hvort að samvinna muni eiga sér stað innan ríkja ESB og Íslands og Noregs. Það er hins vegar ljóst að Ísland þarf að taka til hendinni til að ná slíku markmiði án þess að nýta alþjóðamarkaði, enda langt í land að við náum 55% samdrætti í losun m.v. 2005 (sjá skýringarmynd). Skýringarmynd 2: Hlutfallsleg aukning/minnkun losunar norðurlandanna Uppgjör í lok árs 2022 Ef það yrði niðurstaðan, yrði það hins vegar ekki í fyrsta sinn sem Ísland þyrfti að fara á alþjóðlega markaði til þess að ná skuldbindingum sínum. Í lok árs 2022 mun fara fram uppgjör vegna Kyoto tímabilsins. Það er orðið ljóst að Ísland mun þurfa að standa við sínar skuldbindingar gegnum kolefnismarkaði en sá reikningur verður líklega að lágmarki 2-3 ma.kr., en mögulega hærri eftir því hvernig kolefniseiningar verða keyptar og hvenær. Hins vegar ef miðað væri við verð á losunarheimildum sem stóriðjan og flug innan ESB búa við, yrði reikningurinn rúmlega 40 ma.kr. Annar reikningur í lok árs 2030? Uppgjör vegna Parísarsamningsins fer fram eftir árið 2030 og að óbreyttu er líklegt að Ísland fái annan reikning í fangið þá, en hversu hár hann verður mun m.a. ráðast af frammistöðu Íslands, verðum á kolefnismörkuðum og hvaða þýðingu skuldbindingar ríkjanna (NDC) hafa gagnvart Parísarsamningnum þegar kemur til vanefnda. Til að Ísland nái markmiðum sínum undir Parísarsamningnum verður nauðsynlegt að nýta kolefnismarkaði til þess að virkja fjármagnsflæði í innlend kolefnisverkefni og mun slíkt einnig liðka fyrir samstarfi við önnur ríki og gera viðskipti með ITMO einingar mögulegar (í báðar áttir) líkt og 6. grein Parísarsamningsins mælir fyrir. Hvernig á að þróa kolefnisverkefni? Í næstu grein um kolefnismarkaði, munu höfundar fjalla um hvernig Íslendingar geti þróað verkefni hér á landi eða erlendis sem standast alþjóðlegar kröfur um kolefniseiningar og falla undir 6. grein Parísarsamningsins. Sérfræðingahópur undir merkjum Staðlaráðs Íslands hefur verið að störfum m.a. við að þróa viðmið um slíkt á undanförnum mánuðum og eru greinahöfundar hluti af þeim vinnuhóp. Guðmundur er framkvæmdastjóri Loftslagsskrár Íslands ehf. (International Carbon Registry) og Gunnar er meðeigandi og sviðsstjóri sjálfbærni hjá EY á Íslandi. [1] www.carbonregistry.com [2] https://www.bloomberg.com/news/articles/2021-02-02/andurand-sees-carbon-tripling-as-funds-turn-bullish-on-pollution [3] https://www4.unfccc.int/sites/ndcstaging/PublishedDocuments/Sweden First/EU_NDC_Submission_December 2020.pdf [4] https://www.stjornarradid.is/library/05-Rikisstjorn/Stjornarsattmali2021.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Sigbergsson Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 14. október birtist grein eftir höfunda sem varpaði fram spurningunni: „Hvort kolefnismarkaðir gætu bjargað loftlagsmarkmiðum Íslands?“ Niðurstaða greinarinnar var að slíkt væri vissulega möguleiki og var sú skoðun byggð á fyrirheitum um árangur á loftslagsráðstefnu SÞ í Glasgow (COP26) sem lauk 12. nóvember sl. Þótt útkoman á COP26 hafi ekki verið í takt við væntingar flestra, þá kláraðist mikilvægur áfangi þegar útfærsla 6. greinar Parísarsamningsins var samþykkt. Með henni voru leikreglur um alþjóðlega kolefnismarkaði skilgreindar og nýtt kerfi um kolefnisjöfnun milli þjóðríkja myndað. Tilkoma þessara leikreglna skapar margvísleg tækifæri fyrir ríki og fyrirtæki og er Ísland ekki undanskilið. En til að Ísland geti tekið þátt er mikilvægt að hér verði settir upp réttir innviðir og að hið opinbera styðji við íslenska nýsköpun og hugvit á sviði kolefnisverkefna í skógrækt, votlendi, Carbfix tækninnar, eldsneytisframleiðslu, þararækt osfrv. Ef vel er staðið að verki er hægt að ná fram þannig árangri að Ísland nái ekki einungis sínum markmiðum heldur geti einnig hjálpað öðrum ríkjum að ná sínum markmiðum. Gríðarlegur kostnaður ef markmiðin nást ekki Hins vegar felur fullkláruð reglubók Parísarsamningsins einnig í sér áhættur. Ríki sem eiga erfitt með að ná markmiðum um samdrátt í losun munu þurfa að kaupa samdrátt í losun frá öðrum ríkjum með tilheyrandi kostnaði sem getur hlaupið á tugum ef ekki hundruðum milljörðum króna. Parísarsamningurinn hvetur til samvinnu ríkja til að ná markmiðum hans. Þar er sérstaklega hvatt til réttlátrar umskiptingar yfir í kolefnislaust hagkerfi og þá er mikilvægi samvinnu við þróunarríki undirstrikað. Þó er áhersla á að ríki þurfi að ná mest af sínum markmiðum heima fyrir. Því eru kolefnismarkaðir undir 6. gr. samningsins og innlendir/alþjóðlegir frjálsir kolefnismarkaðir gríðarlega mikilvægir til að ná fram á sem skilvirkasta máta þeim samdrætti í losun og þeirri bindingu sem þarf að nást til að ná fram kolefnishlutleysi. Um hvað fjallar 6. grein Parísarsamningsins? 6. greininni er ætlað að skapa ramma utan hvernig alþjóðasamstarf í tengslum við kolefnismarkaði fer fram. Losunarbókhald ríkja geta þannig tengst sín á milli og hægt verður að flytja kolefniseiningar á milli þeirra. Jafnan er vísað til þessa fyrirkomulags sem ITMO (e. Internationally Transferred Mitigation Outcomes) og CA (e. Corresponding Adjustments). Á mannamáli þýðir það að ríki þar sem erfitt eða dýrt er að draga úr losun geta keypt kolefniseiningar frá öðrum ríkjum sem endurspegla samdrátt í losun umfram það sem þau skuldbundu sig til að gera. Þetta opnar líka möguleikann á að stofnanir og fyrirtæki fjárfesti í verkefnum sem draga úr losun í þróunarlöndum, þar sem kostnaður við slík verkefni er yfirleitt lægri. Árangur sé ekki tvítalinn Til dæmis er hægt að skipta út kolaorkuverum fyrir endurnýjanlega orku sem myndi skapa kolefniseiningar sem hægt er að eiga viðskipti með. Ekki ósvipað og viðskipti með losunarheimildir sem er reyndar hin hliðin á allt öðrum pening og efni í aðra grein. Þetta þýðir líka að ríki sem ætla að taka þátt í samstarfi ríkja þurfa að koma sér upp skráningarkerfi til að tryggja að árangur sé ekki tvítalinn þ.e.a.s. að árangur sem fluttur er á milli landa sé færður til bókar í báðum bókhöldum landanna. Þannig gæti eitt ríki (eða fyrirtæki) fjármagnað eða greitt öðru ríki fyrir að byggja upp endurnýjanleg raforkuver í stað kolavers sem mun draga úr losun á heimsvísu. Með þessu móti færi ávinningurinn af hreinni orku til þess aðila sem fjármagnar verkefnið. Og ríkið þar sem raforkuverið er sett upp fær hreinni orku og betri lífs- og loftgæði (sjá skýringarmynd). Mikilvægt er að tryggja í þessu ferli að ekki verði um tvítalningu að ræða, eða m.ö.o. tryggja að bæði ríkin telji ekki fram ávinninginn af samdrættinum í sínu bókhaldi. Skráningar verði tengdar við miðlæga skrá Þess vegna þurfa öll ríki að setja upp fullnægjandi skráningarkerfi með tengingu við miðlægar skrá undir loftslagssamningnum. Sú tækni sem Loftslagsskrá Íslands[1] býr yfir var sérstaklega útfærð til þess að auðvelda skráningu, eiga viðskipti með og tryggja að engin tvítalning ætti sér stað með tengingu við miðlæga skráningu undir loftslagssamningnum,. Líklega er sú tækni sem Loftslagsskráin býr yfir, sú fyrsta sinnar tegundar í heimi sem er komin í notkun en önnur lönd t.d. Filipseyjar og S-Afríka vinna nú að því að innleiða sömu lausn. Mynd 1: Yfirlit yfir ITMO viðskipti á milli ríkja Mikil eftirspurn eftir kolefniseiningum Eftirspurn eftir kolefniseiningum hefur aukist gríðarlega hratt alþjóðlega sem má rekja til aðdraganda og niðurstöðu COP26. Fyrirtækjum sem lýsa yfir fullu kolefnishlutleysi (e. Net-zero) fjölgar og vilja þau kolefnisjafna losun frá rekstri sem ekki er unnt að fyrirbyggja. Eftirspurnin er því orðin meiri en framboðið af kolefniseiningum á frjálsa markaðinum og er það í fyrsta skipti sem það gerist. Samhliða þessu hafa verð hækkað verulega. Koma í veg fyrir grænþvott Einnig virðist spákaupmennska vera að aukast á frjálsum kolefnismörkuðum eins og hefur raungerst á markaði með losunarheimildir[2]. Það er hins vegar mikilvægt að leikreglurnar í kringum kolefnismarkaði séu skýrar þannig að útkoman verði ekki að grænþvottarmiðstöð og að fyrirtæki lýsi yfir kolefnishlutleysi á hæpnum forsendum líkt og hefur því miður tíðkast að undanförnu. Samstarf á milli ríkja Með 6. grein Parísarsamningsins eru komnar fram skýrar leiðbeiningar um hvernig kolefnisjöfnun milli ríkja og nýtt viðskiptakerfi mun virka. Hún veitir áhugasömum ríkjum einnig tækifæri á að laða til sín græna fjárfestingu í gegnum alþjóðlega kolefnismarkaði, með því að styðja við innviða uppbyggingu og árangur undir Parísarsamningnum. Þrátt fyrir að tæknileg útfærsla á reglunum og kerfinu sé ekki fullkláruð hafa sum ríki hafið vegferðina. Sviss og Perú eru t.d. að vinna saman, en Sviss stefnir á að ná 75% af sínum markmiðum með aðgerðum í Sviss en hefur síðan skuldbundið sig til að kaupa kolefniseiningar af Perú til að ná hluta af því sem eftir stendur. Kanada og Chile eru að vinna saman að sambærilegu samstarfi sín á milli. Og í Japan hefur verið starfrækt kerfi um samvinnu við ýmis lönd frá 2010 (Joint Crediting Mechanism (JCM)) sem verður áfram unnið með. Hvað þýðir þetta fyrir loftslagsmarkmið Íslands? Ísland hefur fylgt Evrópusambandinu (ESB) og Noregi hvað varðar loftslagsmarkmið um 55% samdráttur m.v. 1990 [3] auk þess sem nýr stjórnarsáttmáli kveður á um sjálfstætt markmið Íslands um 55% samdrátt á losun á beinni ábyrgð landsins fyrir 2030, miðað við árið 2005.[4] Í Evrópu er ekki gert ráð fyrir að hægt verði að nýta sér alþjóðlega samvinnu undir 6. gr. að svo stöddu en hvernig ESB (eða Ísland) ætlar að ná 55% samdrætti hefur ekki verið útfært. Einnig hefur ekki verið ákveðið hvort að samvinna muni eiga sér stað innan ríkja ESB og Íslands og Noregs. Það er hins vegar ljóst að Ísland þarf að taka til hendinni til að ná slíku markmiði án þess að nýta alþjóðamarkaði, enda langt í land að við náum 55% samdrætti í losun m.v. 2005 (sjá skýringarmynd). Skýringarmynd 2: Hlutfallsleg aukning/minnkun losunar norðurlandanna Uppgjör í lok árs 2022 Ef það yrði niðurstaðan, yrði það hins vegar ekki í fyrsta sinn sem Ísland þyrfti að fara á alþjóðlega markaði til þess að ná skuldbindingum sínum. Í lok árs 2022 mun fara fram uppgjör vegna Kyoto tímabilsins. Það er orðið ljóst að Ísland mun þurfa að standa við sínar skuldbindingar gegnum kolefnismarkaði en sá reikningur verður líklega að lágmarki 2-3 ma.kr., en mögulega hærri eftir því hvernig kolefniseiningar verða keyptar og hvenær. Hins vegar ef miðað væri við verð á losunarheimildum sem stóriðjan og flug innan ESB búa við, yrði reikningurinn rúmlega 40 ma.kr. Annar reikningur í lok árs 2030? Uppgjör vegna Parísarsamningsins fer fram eftir árið 2030 og að óbreyttu er líklegt að Ísland fái annan reikning í fangið þá, en hversu hár hann verður mun m.a. ráðast af frammistöðu Íslands, verðum á kolefnismörkuðum og hvaða þýðingu skuldbindingar ríkjanna (NDC) hafa gagnvart Parísarsamningnum þegar kemur til vanefnda. Til að Ísland nái markmiðum sínum undir Parísarsamningnum verður nauðsynlegt að nýta kolefnismarkaði til þess að virkja fjármagnsflæði í innlend kolefnisverkefni og mun slíkt einnig liðka fyrir samstarfi við önnur ríki og gera viðskipti með ITMO einingar mögulegar (í báðar áttir) líkt og 6. grein Parísarsamningsins mælir fyrir. Hvernig á að þróa kolefnisverkefni? Í næstu grein um kolefnismarkaði, munu höfundar fjalla um hvernig Íslendingar geti þróað verkefni hér á landi eða erlendis sem standast alþjóðlegar kröfur um kolefniseiningar og falla undir 6. grein Parísarsamningsins. Sérfræðingahópur undir merkjum Staðlaráðs Íslands hefur verið að störfum m.a. við að þróa viðmið um slíkt á undanförnum mánuðum og eru greinahöfundar hluti af þeim vinnuhóp. Guðmundur er framkvæmdastjóri Loftslagsskrár Íslands ehf. (International Carbon Registry) og Gunnar er meðeigandi og sviðsstjóri sjálfbærni hjá EY á Íslandi. [1] www.carbonregistry.com [2] https://www.bloomberg.com/news/articles/2021-02-02/andurand-sees-carbon-tripling-as-funds-turn-bullish-on-pollution [3] https://www4.unfccc.int/sites/ndcstaging/PublishedDocuments/Sweden First/EU_NDC_Submission_December 2020.pdf [4] https://www.stjornarradid.is/library/05-Rikisstjorn/Stjornarsattmali2021.pdf
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun