Aðdragandinn að starfslokum Eiðs Smára Sindri Sverrisson skrifar 1. desember 2021 10:59 Eiður Smári Guðjohnsen var aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla í tæpt ár. vísir/vilhelm Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, hringdi í alla meðlimi stjórnar sambandsins og ræddi við þá um málefni Eiðs Smára Guðjohnsen í aðdraganda þess að stjórnin tók þá ákvörðun að hann léti af störfum. KSÍ tilkynnti um það fyrir viku að Eiður léti af störfum sem aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla frá og með deginum í dag. Í tilkynningu var það sagt samkomulag stjórnar KSÍ og Eiðs að hann léti af störfum en af nýbirtri fundargerð að dæma var frumkvæðið stjórnarinnar. Samkvæmt frétt DV tengdist ákvörðun stjórnarinnar áfengisneyslu í gleðskap eftir síðasta leik Íslands í undankeppni HM, í Skopje í Norður-Makedóníu um miðjan nóvember. Fundargerð rennir vissum stoðum undir það. Vanda var með í ferðinni til Skopje, sem hófst reyndar á leik við Rúmeníu í Búkarest, og greindi frá því sem á gekk í ferðinni á stjórnarfundi þriðjudaginn 23. nóvember. Hún hafði áður hringt í alla stjórnarmenn. Stjórnin ræddi um stöðu Eiðs og atvik honum tengdum sem komið höfðu til kasta sambandsins, og ákvað svo að nýta endurskoðunarákvæði í samningnum við Eið. Í fundargerð er bent á að hann hafði hlotið áminningu frá stjórninni í sumar. Úr fundargerð eftir stjórnarfund KSÍ 23. nóvember: „Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ opnaði umræðu um landsliðsmál. Rætt var um ferð A landsliðs karla til Rúmeníu og Norður-Makedóníu. Áður hafði formaður hringt í alla stjórnarmeðlimi og greint þeim frá þeim málum sem til umræðu komu. Þar var rætt um starf og stöðu aðstoðarlandsliðsþjálfara A-liðs karla í kjölfar atvika sem hafa komið til kasta sambandsins. Fyrir liggur áminning í starfi til umrædds starfsmanns frá því sl. sumar. Niðurstaða málsins varð sú að stjórn KSÍ og Eiður Smári Guðjohnsen komust að samkomulagi um starfslok hans sem aðstoðarþjálfari A landsliðs karla. Samkomulagið snýr að því að virkjað verður endurskoðunarákvæði í ráðningarsamningi sem gerður var milli hans og KSÍ og mun hann láta af störfum 1. desember næstkomandi. Stjórn KSÍ þakkar Eiði Smára fyrir hans störf og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.“ Leit stendur nú yfir að arftaka Eiðs Smára í stöðu aðstoðarlandsliðsþjálfara. Í yfirlýsingu sem Vanda sendi frá sér í síðustu viku, þar sem fram kom að af „sjálfsagðri virðingu við einkalíf Eiðs Smára“ myndi hún ekki tjá sig í smáatriðum um tildrög starfsloka hans, sagði að Arnar Þór Viðarsson aðalþjálfari myndi að sjálfsögðu ráða ferðinni við val á aðstoðarmanni. KSÍ HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Ákvörðunin um Eið á sér langan aðdraganda | Stjórnin ræðir áfengismálin Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, rauf þögnina í dag er hún sendi frá sér yfirlýsingu varðandi málefni Eiðs Smára Guðjohnsen sem er að hætta sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins. 25. nóvember 2021 14:45 Twitter um Eið og KSÍ: „Tuttugu árum síðar erum við enn í brasi með búsið“ Brottrekstur Eiðs Smára Guðjohnsen og vinnubrögð KSÍ hafa verið mikið til umræðu á Twitter í dag. 24. nóvember 2021 13:30 KSÍ bauð upp á áfengi eftir leikinn gegn Norður-Makedóníu | Málefni Eiðs persónuleg Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, segir sambandið ekki vilja fara ítarlega ofan í það af hverju KSÍ hafi nýtt sér endurskoðunarákvæði í ráðningarsamningi við Eið Smára Guðjohnsen aðstoðarlandsliðsþjálfara. 24. nóvember 2021 11:23 Í annað sinn á innan við ári sem landsliðsþjálfari hættir vegna áfengisneyslu Eiður Smári Guðjohnsen er hættur sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í fótbolta. Hann er annar þjálfari A-landsliðs í fótbolta sem fær að taka pokann sinn á einu ári vegna áfengisneyslu í landsliðsferð. 24. nóvember 2021 10:30 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Steig á tána á Mike Tyson Sport „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Danmörk - Spánn | Evrópumeistararnir mæta á Parken Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Sjá meira
KSÍ tilkynnti um það fyrir viku að Eiður léti af störfum sem aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla frá og með deginum í dag. Í tilkynningu var það sagt samkomulag stjórnar KSÍ og Eiðs að hann léti af störfum en af nýbirtri fundargerð að dæma var frumkvæðið stjórnarinnar. Samkvæmt frétt DV tengdist ákvörðun stjórnarinnar áfengisneyslu í gleðskap eftir síðasta leik Íslands í undankeppni HM, í Skopje í Norður-Makedóníu um miðjan nóvember. Fundargerð rennir vissum stoðum undir það. Vanda var með í ferðinni til Skopje, sem hófst reyndar á leik við Rúmeníu í Búkarest, og greindi frá því sem á gekk í ferðinni á stjórnarfundi þriðjudaginn 23. nóvember. Hún hafði áður hringt í alla stjórnarmenn. Stjórnin ræddi um stöðu Eiðs og atvik honum tengdum sem komið höfðu til kasta sambandsins, og ákvað svo að nýta endurskoðunarákvæði í samningnum við Eið. Í fundargerð er bent á að hann hafði hlotið áminningu frá stjórninni í sumar. Úr fundargerð eftir stjórnarfund KSÍ 23. nóvember: „Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ opnaði umræðu um landsliðsmál. Rætt var um ferð A landsliðs karla til Rúmeníu og Norður-Makedóníu. Áður hafði formaður hringt í alla stjórnarmeðlimi og greint þeim frá þeim málum sem til umræðu komu. Þar var rætt um starf og stöðu aðstoðarlandsliðsþjálfara A-liðs karla í kjölfar atvika sem hafa komið til kasta sambandsins. Fyrir liggur áminning í starfi til umrædds starfsmanns frá því sl. sumar. Niðurstaða málsins varð sú að stjórn KSÍ og Eiður Smári Guðjohnsen komust að samkomulagi um starfslok hans sem aðstoðarþjálfari A landsliðs karla. Samkomulagið snýr að því að virkjað verður endurskoðunarákvæði í ráðningarsamningi sem gerður var milli hans og KSÍ og mun hann láta af störfum 1. desember næstkomandi. Stjórn KSÍ þakkar Eiði Smára fyrir hans störf og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.“ Leit stendur nú yfir að arftaka Eiðs Smára í stöðu aðstoðarlandsliðsþjálfara. Í yfirlýsingu sem Vanda sendi frá sér í síðustu viku, þar sem fram kom að af „sjálfsagðri virðingu við einkalíf Eiðs Smára“ myndi hún ekki tjá sig í smáatriðum um tildrög starfsloka hans, sagði að Arnar Þór Viðarsson aðalþjálfari myndi að sjálfsögðu ráða ferðinni við val á aðstoðarmanni.
Úr fundargerð eftir stjórnarfund KSÍ 23. nóvember: „Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ opnaði umræðu um landsliðsmál. Rætt var um ferð A landsliðs karla til Rúmeníu og Norður-Makedóníu. Áður hafði formaður hringt í alla stjórnarmeðlimi og greint þeim frá þeim málum sem til umræðu komu. Þar var rætt um starf og stöðu aðstoðarlandsliðsþjálfara A-liðs karla í kjölfar atvika sem hafa komið til kasta sambandsins. Fyrir liggur áminning í starfi til umrædds starfsmanns frá því sl. sumar. Niðurstaða málsins varð sú að stjórn KSÍ og Eiður Smári Guðjohnsen komust að samkomulagi um starfslok hans sem aðstoðarþjálfari A landsliðs karla. Samkomulagið snýr að því að virkjað verður endurskoðunarákvæði í ráðningarsamningi sem gerður var milli hans og KSÍ og mun hann láta af störfum 1. desember næstkomandi. Stjórn KSÍ þakkar Eiði Smára fyrir hans störf og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.“
KSÍ HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Ákvörðunin um Eið á sér langan aðdraganda | Stjórnin ræðir áfengismálin Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, rauf þögnina í dag er hún sendi frá sér yfirlýsingu varðandi málefni Eiðs Smára Guðjohnsen sem er að hætta sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins. 25. nóvember 2021 14:45 Twitter um Eið og KSÍ: „Tuttugu árum síðar erum við enn í brasi með búsið“ Brottrekstur Eiðs Smára Guðjohnsen og vinnubrögð KSÍ hafa verið mikið til umræðu á Twitter í dag. 24. nóvember 2021 13:30 KSÍ bauð upp á áfengi eftir leikinn gegn Norður-Makedóníu | Málefni Eiðs persónuleg Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, segir sambandið ekki vilja fara ítarlega ofan í það af hverju KSÍ hafi nýtt sér endurskoðunarákvæði í ráðningarsamningi við Eið Smára Guðjohnsen aðstoðarlandsliðsþjálfara. 24. nóvember 2021 11:23 Í annað sinn á innan við ári sem landsliðsþjálfari hættir vegna áfengisneyslu Eiður Smári Guðjohnsen er hættur sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í fótbolta. Hann er annar þjálfari A-landsliðs í fótbolta sem fær að taka pokann sinn á einu ári vegna áfengisneyslu í landsliðsferð. 24. nóvember 2021 10:30 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Steig á tána á Mike Tyson Sport „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Danmörk - Spánn | Evrópumeistararnir mæta á Parken Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Sjá meira
Ákvörðunin um Eið á sér langan aðdraganda | Stjórnin ræðir áfengismálin Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, rauf þögnina í dag er hún sendi frá sér yfirlýsingu varðandi málefni Eiðs Smára Guðjohnsen sem er að hætta sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins. 25. nóvember 2021 14:45
Twitter um Eið og KSÍ: „Tuttugu árum síðar erum við enn í brasi með búsið“ Brottrekstur Eiðs Smára Guðjohnsen og vinnubrögð KSÍ hafa verið mikið til umræðu á Twitter í dag. 24. nóvember 2021 13:30
KSÍ bauð upp á áfengi eftir leikinn gegn Norður-Makedóníu | Málefni Eiðs persónuleg Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, segir sambandið ekki vilja fara ítarlega ofan í það af hverju KSÍ hafi nýtt sér endurskoðunarákvæði í ráðningarsamningi við Eið Smára Guðjohnsen aðstoðarlandsliðsþjálfara. 24. nóvember 2021 11:23
Í annað sinn á innan við ári sem landsliðsþjálfari hættir vegna áfengisneyslu Eiður Smári Guðjohnsen er hættur sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í fótbolta. Hann er annar þjálfari A-landsliðs í fótbolta sem fær að taka pokann sinn á einu ári vegna áfengisneyslu í landsliðsferð. 24. nóvember 2021 10:30