Neytendur

Mat­væla­öryggi ekki tryggt við ís­fram­leiðslu hjá Ketó kompaníinu og Pizzunni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Heilbrigðiseftirlit Hafarfjarðar- og Kópavogssvæðis varaði síðastliðið sumar við neyslu af tilteknum lotum af ís frá Ketó komaníinu. Fyrirtækið innkallaði vörurnar af markaði vegna iðragerla sem greindust í þeim.
Heilbrigðiseftirlit Hafarfjarðar- og Kópavogssvæðis varaði síðastliðið sumar við neyslu af tilteknum lotum af ís frá Ketó komaníinu. Fyrirtækið innkallaði vörurnar af markaði vegna iðragerla sem greindust í þeim.

Ketókompaníið hefur að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Ketóís frá Ketó Kompaníinu og ís frá Pizzunni. Matvælaöryggi viðkomandi vara var ekki tryggt á framleiðslustað.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 

Um er að ræða fjórar bragðtegundir af ís frá Ketó kompaníinu og tvær frá Pizzunni; Jarðaberja Ostakaka, Kökudeig, Saltkaramelluís, Fílakarmelluís, Daim og Mars Bragðaref (Pizzan) og Hockey Pulver Bragðaref (Pizzan).

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að ástæða innköllunar sé að við eftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur hafi komið í ljós að matvælaöryggi viðkomandi vara væri ekki tryggt á framleiðslustað. Hætta sé því á að varan sé ekki örugg til neyslu.

Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við;

  • •Vörumerki: Ketó Kompaní
  • •Vöruheiti/Vara: Jarðaberja Ostakaka
  • •Geymsluþol: Best fyrir Dagsetning: Allar dagsetningar.
  • •Nettómagn: 285 g

  • •Vörumerki: Ketó Kompaní
  • •Vöruheiti/Vara: Kökudeig
  • •Geymsluþol: Best fyrir Dagsetning: Allar dagsetningar
  • •Nettómagn: 285 g

  • •Vörumerki: Ketó Kompaní
  • •Vöruheiti/Vara: Saltkaramelluís
  • •Geymsluþol: Veljið úr lista. Dagsetning: Allar dagsetningar
  • •Nettómagn: 285 g

  • •Vörumerki: Ketó Kompaní
  • •Vöruheiti/Vara: Fílakaramelluís
  • •Geymsluþol: Veljið úr lista. Dagsetning: Allar dagsetningar.
  • •Nettómagn: 285 g

  • •Vörumerki: Pizzan
  • •Vöruheiti/Vara: Daim og Mars. Bragðarefur.
  • •Geymsluþol: Veljið úr lista. Dagsetning: Allar dagsetningar
  • •Nettómagn: 285 g

  • •Vörumerki: Pizzan
  • •Vöruheiti/Vara: Hockey Pulver. Bragðarefur.
  • •Geymsluþol: Veljið úr lista. Dagsetning: Allar dagsetningar
  • •Nettómagn: 285 g

Það eru Ketó kompaní og Pizzan, Strandgötu 75 í Hafnarfirði, sem innkalla vörurnar. Fyrirtækin eru bæði í eigu Ólafs Friðriks Ólafssonar. Dreifing er í höndum Hagkaupa, Fjarðarkaupa, Heimkaupa, Melabúðinnar, Ísey Skyrbarnum og sölustöðum Pizzunnar.

„Neytendum sem hafa keypt matvælin er bent á að neyta þeirra ekki. Þeir eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Ketó Kompaníið ([email protected]) og fá hana bætta og eða farga henni. Einnig er hægt að koma með vöru merkta Pizzunni og skila henni á næsta útsölustað Pizzunnar eða farga henni. Hægt er að hafa samband við Pizzuna í gegnum síma: 5788888 eða á netfangið [email protected],“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×