Umfjöllun: Holland - Ísland 77-79| Martin stórkostlegur er Ísland hóf undankeppnina á sigri Andri Már Eggertsson skrifar 26. nóvember 2021 21:23 Martin Hermannsson í landsleik Mynd/FIBA.basketball Ísland hóf undankeppni HM 2023 á sigri gegn Hollandi ytra. Þrátt fyrir jafnan leik var Ísland yfir í 28 mínútur. Leikurinn endaði með tveggja stiga sigri Íslands 77-79. Martin Hermannsson lék sinn fyrsta landsleik síðan 21. ágúst 2019. Martin mætti með hvelli eftir tæplega tveggja ára fjarveru. Í fyrstu þremur sóknum Íslands gerði Martin fjögur stig og gaf stoðsendingu. Eins og búast mátti við var Martin Hermannsson allt í öllu í leik íslenska liðsins og endaði sem stigahæsti maður vallarins með 27 stig. Fyrsta áhlaup Íslands kom þegar Kristófer Acox var skipt inn á í fyrsta leikhluta. Kristófer gerði sex stig í röð. Flottasta tilþrif fyrri hálfleiks kom í þessu áhlaupi. Ægir Þór Steinarsson keyrði upp völlinn og gaf aftur fyrir bak á Kristófer sem tróð boltanum. Yannick Franke var atkvæðamestur í fyrri hálfleik hjá Hollandi með 10 stig. Holland náði sínu sterkasta áhlaupi þegar líða tók á annan leikhluta. Holland komst þá fimm stigum yfir 39-34. Ísland endaði fyrri hálfleikinn af mikilli ákefð. Ísland skoraði sex síðustu stig fyrri hálfleiks og átti Elvar Friðriksson laglega þriggja stiga körfu þegar 11 sekúndur voru eftir af fyrri hálfleik. Snemma í síðari hálfleik komst Ísland ellefu stigum yfir 44-55. Maurizio Buscaglia, þjálfari Hollands, tók leikhlé og var ekki sáttur með liðið sitt. Maurizio Buscaglia tók af sér bindið þegar leikhléinu lauk og við það breyttist leikur Hollands. Yfirburðir heimamanna voru miklir á þessum kafla. Varnarleikur Hollands var góður sem skilaði sér í auðveldum körfum á hinum enda vallarins. Holland gerði tíu stig í röð og staðan orðin 54-59. 3. leikhluti var afar sveiflukenndur og var Ísland fjórum stigum yfir þegar haldið var í fjórða leikhluta. Holland byrjaði 4. leikhluta af krafti og komst yfir 66-64. Martin Hermannsson gerði þá fimm stig í röð og kveikti í íslenska liðinu. Þegar tæplega tvær mínútur voru eftir af leiknum hittu Martin og Jón Axel niður risa þriggja stiga skotum á afar mikilvægum tímapunkti. Þrátt fyrir að Ísland tapaði 25 boltum vannst leikurinn með minnsta mun 77-79. Af hverju vann Ísland? Þó leikurinn hafi verið jafn og spennandi var Ísland yfir í 28 mínútur af 40 mínútum. Ísland tók fimmtán fráköstum meira en Holland. Skotnýting Íslands var betri en Hollands á öllum sviðum. Ísland hitti betur innan og utan þriggja stiga línunnar. Ísland hitti einnig betur úr vítaskotunum. Hverjir stóðu upp úr? Martin Hermannsson olli engum vonbrigðum í landsliðs endurkomu sinni. Martin var stigahæsti maður vallarins með 27 stig og var framlagshæstur með 24 punkta. Ægir Þór Steinarsson var allt í öllu í leiknum. Ægir endaði á að gera 16 stig og gefa 6 stoðsendingar. Ægir gerði þó nokkur stig á afar mikilvægum augnablikum í leiknum. Yannick Franke var atkvæðamestur í liði Hollands. Hann skoraði 17 stig, stal 4 boltum og varði 2 skot. Hvað gekk illa? Það var með ólíkindum að Íslandi hafi tekist að vinna leikinn hafandi tapað 25 boltum. Holland tapaði aðeins 13 boltum og hefði getað nýtt sér vandræðagang Íslands betur sér í hag. Holland átti í erfiðleikum með baráttu Íslands undir körfunni. Ísland tók 44 fráköst á meðan Holland tók aðeins 29. Hvað gerist næst? Ísland mætir Rússlandi næsta mánudag klukkan 17:00. Leikurinn fer fram í Sankti Pétursborg. HM 2023 í körfubolta
Ísland hóf undankeppni HM 2023 á sigri gegn Hollandi ytra. Þrátt fyrir jafnan leik var Ísland yfir í 28 mínútur. Leikurinn endaði með tveggja stiga sigri Íslands 77-79. Martin Hermannsson lék sinn fyrsta landsleik síðan 21. ágúst 2019. Martin mætti með hvelli eftir tæplega tveggja ára fjarveru. Í fyrstu þremur sóknum Íslands gerði Martin fjögur stig og gaf stoðsendingu. Eins og búast mátti við var Martin Hermannsson allt í öllu í leik íslenska liðsins og endaði sem stigahæsti maður vallarins með 27 stig. Fyrsta áhlaup Íslands kom þegar Kristófer Acox var skipt inn á í fyrsta leikhluta. Kristófer gerði sex stig í röð. Flottasta tilþrif fyrri hálfleiks kom í þessu áhlaupi. Ægir Þór Steinarsson keyrði upp völlinn og gaf aftur fyrir bak á Kristófer sem tróð boltanum. Yannick Franke var atkvæðamestur í fyrri hálfleik hjá Hollandi með 10 stig. Holland náði sínu sterkasta áhlaupi þegar líða tók á annan leikhluta. Holland komst þá fimm stigum yfir 39-34. Ísland endaði fyrri hálfleikinn af mikilli ákefð. Ísland skoraði sex síðustu stig fyrri hálfleiks og átti Elvar Friðriksson laglega þriggja stiga körfu þegar 11 sekúndur voru eftir af fyrri hálfleik. Snemma í síðari hálfleik komst Ísland ellefu stigum yfir 44-55. Maurizio Buscaglia, þjálfari Hollands, tók leikhlé og var ekki sáttur með liðið sitt. Maurizio Buscaglia tók af sér bindið þegar leikhléinu lauk og við það breyttist leikur Hollands. Yfirburðir heimamanna voru miklir á þessum kafla. Varnarleikur Hollands var góður sem skilaði sér í auðveldum körfum á hinum enda vallarins. Holland gerði tíu stig í röð og staðan orðin 54-59. 3. leikhluti var afar sveiflukenndur og var Ísland fjórum stigum yfir þegar haldið var í fjórða leikhluta. Holland byrjaði 4. leikhluta af krafti og komst yfir 66-64. Martin Hermannsson gerði þá fimm stig í röð og kveikti í íslenska liðinu. Þegar tæplega tvær mínútur voru eftir af leiknum hittu Martin og Jón Axel niður risa þriggja stiga skotum á afar mikilvægum tímapunkti. Þrátt fyrir að Ísland tapaði 25 boltum vannst leikurinn með minnsta mun 77-79. Af hverju vann Ísland? Þó leikurinn hafi verið jafn og spennandi var Ísland yfir í 28 mínútur af 40 mínútum. Ísland tók fimmtán fráköstum meira en Holland. Skotnýting Íslands var betri en Hollands á öllum sviðum. Ísland hitti betur innan og utan þriggja stiga línunnar. Ísland hitti einnig betur úr vítaskotunum. Hverjir stóðu upp úr? Martin Hermannsson olli engum vonbrigðum í landsliðs endurkomu sinni. Martin var stigahæsti maður vallarins með 27 stig og var framlagshæstur með 24 punkta. Ægir Þór Steinarsson var allt í öllu í leiknum. Ægir endaði á að gera 16 stig og gefa 6 stoðsendingar. Ægir gerði þó nokkur stig á afar mikilvægum augnablikum í leiknum. Yannick Franke var atkvæðamestur í liði Hollands. Hann skoraði 17 stig, stal 4 boltum og varði 2 skot. Hvað gekk illa? Það var með ólíkindum að Íslandi hafi tekist að vinna leikinn hafandi tapað 25 boltum. Holland tapaði aðeins 13 boltum og hefði getað nýtt sér vandræðagang Íslands betur sér í hag. Holland átti í erfiðleikum með baráttu Íslands undir körfunni. Ísland tók 44 fráköst á meðan Holland tók aðeins 29. Hvað gerist næst? Ísland mætir Rússlandi næsta mánudag klukkan 17:00. Leikurinn fer fram í Sankti Pétursborg.