Sjálfstætt fólk - Áskorun Katrín Oddsdóttir skrifar 24. nóvember 2021 12:45 Samkvæmt gildandi stjórnarskrá eru alþingismenn eingöngu bundnir við sannfæringu sína. Sem borgarar eru þeir einnig bundnir við gildandi lög í landinu. Fimmtudaginn 25. nóvember fer fram söguleg atkvæðagreiðsla á Alþingi. Þá mun hver einasta manneskja sem þar situr þurfa að taka afstöðu til þess hvort hún og aðrir þingmenn séu rétt kjörnir sem fulltrúar á löggjafarsamkundu Íslands. Þessi atkvæðagreiðsla mun fara fram í skugga tveggja staðreynda.Í fyrsta lagi þeirrar staðreyndar að kosningalög voru brotin í Norðvesturkjördæmi. Það sem verra er þá fólust lögbrotin ekki í smáatriðum eða tæknilegum annmörkum heldur brotum gegn öryggisreglum sem er ætlað að tryggja að treysta megi niðurstöðu kosninga.Í öðru lagi liggur fyrir sú staðreynd að það ríkir alger óvissa um hver sé rétt niðurstaða úr kosningunum í heilu kjördæmi. Við einfaldlega vitum ekki hver hinn lýðræðislegi vilji kjósenda í Norðvesturkjördæmi var vegna þess að atkvæðin voru ekki meðhöndluð með þeim hætti sem lög kveða á um. Fyrir liggur að talning skilaði einni niðurstöðu sem var tilkynnt sem lokaniðurstaða. Eftir að atkvæðin höfðu verið skilin eftir í margar klukkustundir óvarin og aðgengileg í trássi við skýrar lagareglur skilaði svo önnur talning niðurstöðu sem orsakaði grundvallarbreytingu á því hverjir skyldu setjast á Alþingi. Lagareglum um rétt umboðsmanna til að hafa eftirlit við seinni talningu var ekki fylgt. Við munum aldrei vita hvað gerðist þarna í millitíðinni né hversu mikil áhrif þetta hafði á niðurstöðuna. Sem dæmu um óvissuþættina hefur ekki fengist útskýrt með fullnægjandi hætti hvernig það gerðist að níu atkvæði af 50 voru í röngum bunka eftir tvítalningu kvöldið áður. Í lögum um alþingiskosningar segir að ef gallar séu á kosningum sem ætla má að áhrif hafi haft á úrslit kosningarinnar skuli Alþingi gera kosninguna ógilda og þá skuli ný kosning fara fram í kjördæmi ef kosnings heils lista er ógild. Öfug sönnunarbyrði Framganga stjórnmálafólks í fjölmiðlum síðustu daga vekur ótta um að fyrrnefnd grundvallarregla kosningalaga verði að engu höfð í þeirri sögulegu atkvæðagreiðslu sem senn fer fram. Þar halda sumir því fram að fyrst ekki sé hægt að sanna að um svindl hafi verið að ræða sé í lagi að láta talningu sem kom út úr ólögmætri framkvæmd gilda. Þannig virðist vera gerð tilraun til að beita meginreglu sakamála um að maður skuli saklaus talinn uns sekt hans sé sönnuð. Sú regla gildir þó ekki í kosningum. Í kosningum slær sjálft hjarta lýðræðisins og því verður réttlætinu ekki aðeins að vera fullnægt heldur þarf ásýndin einnig að benda til þess að réttlætinu sé fullnægt. Sönnunarbyrðin ætti að sjálfsögðu að vera á þann hátt að sannað sé með óyggjandi hætti að ekki hafi verið misfarið með atkvæði. Svo er ekki í því tilfelli sem hér er til skoðunar, og það vitum við öll sem fylgst höfum með framvindu málsins. Hér teflir um grundvallarstoð lýðræðisins sem er traust borgaranna til þess að fólkið sem fer með löggjafavaldið hafi verið falið slíkt vald með lögmætum hætti. Spurningarnar sem krauma undir þessu máli eru stórar og mikilvægar. Til dæmis: Hvers virði eru lög sem sett eru í skjóli ólögmætis? Getur Alþingi gefið þau skilaboð að það sé í lagi að brjóta lög, án þess að slík skilaboð hafi afgerandi áhrif á það hvernig borgarar landsins upplifi skyldu sína til að fylgja lögum? Mannréttindadómstóllinn hunsaður Sú aðferð sem gildandi stjórnskipun býður upp á varðandi það að úrskurða um gildi alþingiskosninga samræmist ekki grundvallarreglum réttarríkisins. Í fyrsta lagi skortir á það að gætt sé að sjónarmiðum um vanhæfi og í annan stað er ekki hægt að skjóta úrlausn Alþingis til óháðs úrskurðaaðila. Þessir vanktantar eru í boði úreltrar stjórnarskrár landsins. Stjórnarskrá sem var ætíð ætlað að vera til bráðabirgða en hefur þó ekki fengist almennilega endurskoðuð vegna tregðu Alþingis sjálfs. Aðferðin sem notuð er á Íslandi við að úrskurða um gildi kosninga gengur í berhögg við aðrar greinar stjórnarskrár Íslands og Mannréttindasáttmála Evrópu, enda er hún ekki í samræmi við grundvallarkenningar um aðgreiningu valds. Aðferðin gengur þvert á 3. grein I. samningsviðauka við Mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt til frjálsra kosninga. Mannréttindasáttmálinn hefur verið lögfestur hérlendis og hafa ákvæði sáttmálans skýra tengingu við mannréttindakafla gildandi stjórnarskrár. Verður þar af leiðandi að túlka ákvæði stjórnarskrár í samræmi við Mannréttindasáttmálann sem er „lifandi löggjöf“ að því leyti að Mannréttindadómstóll Evrópu túlkar ákvæði sáttmálans og færir þeim þar með það efnislega innihald sem þau fela í sér hverju sinni. Fyrir liggur nýr dómur yfirdeildar Mannréttindadómstólsins gegn Belgíu í máli nr. 310/15 sem féll þann 10. júlí 2020. Í málinu var til skoðunar sams konar fyrirkomulag og Alþingi viðhefur um þessar mundir, til að úrskurða um gildi kosninganna sem fram fóru 25. september 2021. Var fyrirkomulagið talið brjóta gegn fyrrgreindri grein Mannréttindasáttmálans um rétt til frjálsra kosninga. Þá var talið að brotið hefði verið gegn ákvæði 13. gr. sáttmálans sem fjallar um réttinn til virkra réttarúrræða þar sem kæranda stóðu ekki til boða nein önnur virk úrræði til að láta reyna á rétt sinn. Tekið er fram 47. málsgrein dóms Mannréttindadómstólsins að það fyrirkomulag sem viðhaft sé á Íslandi uppfylli ekki rétt borgara til virks réttarúrræðis. Stjórnmálafólk sem hefur tjáð sig undanfarna daga hefur hálfpartinn yppt öxlum yfir þeirri staðreynd að Mannréttindadómstóll Evrópu hefur kveðið upp áfellisdóm yfir kerfi þar sem alþingismenn fara sjálfir með þetta úrskurðavald. Það er eins og þau átti sig ekki á því að þar með er búið að úrskurða að sú atburðarás sem á sér stað um þessar mundir stenst ekki gagnvart landslögum okkar Íslendinga. Fyrir vikið er enn mikilvægara að Alþingi leyfi kjósendum að njóta vafans og leiði fram vilja þeirra með óyggjandi hætti með því fara að þeim reglum sem gilda eiga þegar um ræðir alvarlega ágalla á kosningum. Annars er réttur borgara þessa lands til frjálsra kosninga að engu hafður. Það er því miður stutt síðan Alþingi myndaði síðast meiri hluta um ákvörðun sem fól í sér lögbrot. Þetta var við skipun dómara í Landsrétt, en þrátt fyrir viðvaranir tók Alþingi þar ákvörðun sem leiddi til áfellisdóms Mannréttindamstólsins. Þetta lögbrot Alþingis kostaði umtalsverða fjármuni og bitnaði með neikvæðum hætti á trausti borgaranna til dómskerfisins. Auk þess var hoggið skarð í orðspor Íslands á alþjóðavettvangi. Nú er stóra spurningin þessi: Ætlar meiri hluti þingmanna að gera það að sínu fyrsta verki í störfum sínum fyrir þjóðina að taka þátt í því að gera íslenska ríkið aftur brotlegt gegn Mannréttindasáttmála Evrópu? Hvar er nýja stjórnarskráin? Í nýju stjórnarskránni er vondu og úreltu fyrirkomulaginu breytt og valdinu til að úrskurða um lögmæti kosninga komið fyrir hjá sjálfstæðri úrskurðanefnd. Niðurstöðum nefndarinnar má svo skjóta til dómstóla. Það að Alþingi hafi hunsað niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um að leggja skuli nýju stjórnarskrána til grundvallar sem stjórnarskrá Íslands í nær áratug, eykur enn á alvarleika þess brots sem virðist vera í uppsiglingu hjá Alþingi. Alþingi hefur með öðrum orðum tekið sér vald umfram það sem borgarar þessa lands vilja veita þinginu. Þessi valdtaka þingsins gengur þvert á þá grundvallarreglu að þjóðin sé uppspretta alls opinbers valds. Tækifæri sem aldrei kemur aftur Ef fram fer sem horfir mun þingfólk, sem hefur verulegra og persónulegra hagsmuna að gæta, mynda meiri hluta um þá niðurstöðu að það sjálft sé rétt kjörið. Þrátt fyrir alvarleg lögbrot og óvissu um hver sé rétt lýðræðisleg niðurstaða í kosningunum (sem þýðir að óvíst er hverjir séu rétt kjörnir þingmenn og hverjir ekki). Varla er hægt að gefa lýðræðinu harkalegra hringspark í andlitið. Það er í sannleika sagt ótrúlega illa komið fyrir okkar litlu þjóð. Útlit er fyrir að atburðarás muni eiga sér stað sem mun marka áralanga þrætu og illindi og grafa enn frekar undan takmörkuðu trausti almennings til löggjafans. Slíkt má ekki gerast. Ég skora því hér með á allar þær manneskjur sem fengið hafa sæti á Alþingi Íslendinga að taka sér stöðu með lýðræði og mannréttindum í fyrirhugaðri atkvæðagreiðslu. Hvert og eitt hafið þið skyldu til að fylgja eigin sannfæringu og lögum, óháð þeim stjórnmálaflokkum sem til tilheyrið. Þið eruð sjálfstætt fólk. Tækifæri til að breyta rétt í þessu máli mun ekki koma aftur, en afleiðingar þess að láta ólögmæta framkvæmd ráða niðurstöðu kosninga munu hins vegar fylgja þjóðinni um ókomna tíð. Lýðræðið og kjósendur verða að fá að njóta vafans á Íslandi – annars má draga stórlega í efa að kjósendur á Íslandi njóti lýðræðis í raun. Höfundur er lögfræðingur og formaður Stjórnarskrárfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Oddsdóttir Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Stjórnarskrá Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt gildandi stjórnarskrá eru alþingismenn eingöngu bundnir við sannfæringu sína. Sem borgarar eru þeir einnig bundnir við gildandi lög í landinu. Fimmtudaginn 25. nóvember fer fram söguleg atkvæðagreiðsla á Alþingi. Þá mun hver einasta manneskja sem þar situr þurfa að taka afstöðu til þess hvort hún og aðrir þingmenn séu rétt kjörnir sem fulltrúar á löggjafarsamkundu Íslands. Þessi atkvæðagreiðsla mun fara fram í skugga tveggja staðreynda.Í fyrsta lagi þeirrar staðreyndar að kosningalög voru brotin í Norðvesturkjördæmi. Það sem verra er þá fólust lögbrotin ekki í smáatriðum eða tæknilegum annmörkum heldur brotum gegn öryggisreglum sem er ætlað að tryggja að treysta megi niðurstöðu kosninga.Í öðru lagi liggur fyrir sú staðreynd að það ríkir alger óvissa um hver sé rétt niðurstaða úr kosningunum í heilu kjördæmi. Við einfaldlega vitum ekki hver hinn lýðræðislegi vilji kjósenda í Norðvesturkjördæmi var vegna þess að atkvæðin voru ekki meðhöndluð með þeim hætti sem lög kveða á um. Fyrir liggur að talning skilaði einni niðurstöðu sem var tilkynnt sem lokaniðurstaða. Eftir að atkvæðin höfðu verið skilin eftir í margar klukkustundir óvarin og aðgengileg í trássi við skýrar lagareglur skilaði svo önnur talning niðurstöðu sem orsakaði grundvallarbreytingu á því hverjir skyldu setjast á Alþingi. Lagareglum um rétt umboðsmanna til að hafa eftirlit við seinni talningu var ekki fylgt. Við munum aldrei vita hvað gerðist þarna í millitíðinni né hversu mikil áhrif þetta hafði á niðurstöðuna. Sem dæmu um óvissuþættina hefur ekki fengist útskýrt með fullnægjandi hætti hvernig það gerðist að níu atkvæði af 50 voru í röngum bunka eftir tvítalningu kvöldið áður. Í lögum um alþingiskosningar segir að ef gallar séu á kosningum sem ætla má að áhrif hafi haft á úrslit kosningarinnar skuli Alþingi gera kosninguna ógilda og þá skuli ný kosning fara fram í kjördæmi ef kosnings heils lista er ógild. Öfug sönnunarbyrði Framganga stjórnmálafólks í fjölmiðlum síðustu daga vekur ótta um að fyrrnefnd grundvallarregla kosningalaga verði að engu höfð í þeirri sögulegu atkvæðagreiðslu sem senn fer fram. Þar halda sumir því fram að fyrst ekki sé hægt að sanna að um svindl hafi verið að ræða sé í lagi að láta talningu sem kom út úr ólögmætri framkvæmd gilda. Þannig virðist vera gerð tilraun til að beita meginreglu sakamála um að maður skuli saklaus talinn uns sekt hans sé sönnuð. Sú regla gildir þó ekki í kosningum. Í kosningum slær sjálft hjarta lýðræðisins og því verður réttlætinu ekki aðeins að vera fullnægt heldur þarf ásýndin einnig að benda til þess að réttlætinu sé fullnægt. Sönnunarbyrðin ætti að sjálfsögðu að vera á þann hátt að sannað sé með óyggjandi hætti að ekki hafi verið misfarið með atkvæði. Svo er ekki í því tilfelli sem hér er til skoðunar, og það vitum við öll sem fylgst höfum með framvindu málsins. Hér teflir um grundvallarstoð lýðræðisins sem er traust borgaranna til þess að fólkið sem fer með löggjafavaldið hafi verið falið slíkt vald með lögmætum hætti. Spurningarnar sem krauma undir þessu máli eru stórar og mikilvægar. Til dæmis: Hvers virði eru lög sem sett eru í skjóli ólögmætis? Getur Alþingi gefið þau skilaboð að það sé í lagi að brjóta lög, án þess að slík skilaboð hafi afgerandi áhrif á það hvernig borgarar landsins upplifi skyldu sína til að fylgja lögum? Mannréttindadómstóllinn hunsaður Sú aðferð sem gildandi stjórnskipun býður upp á varðandi það að úrskurða um gildi alþingiskosninga samræmist ekki grundvallarreglum réttarríkisins. Í fyrsta lagi skortir á það að gætt sé að sjónarmiðum um vanhæfi og í annan stað er ekki hægt að skjóta úrlausn Alþingis til óháðs úrskurðaaðila. Þessir vanktantar eru í boði úreltrar stjórnarskrár landsins. Stjórnarskrá sem var ætíð ætlað að vera til bráðabirgða en hefur þó ekki fengist almennilega endurskoðuð vegna tregðu Alþingis sjálfs. Aðferðin sem notuð er á Íslandi við að úrskurða um gildi kosninga gengur í berhögg við aðrar greinar stjórnarskrár Íslands og Mannréttindasáttmála Evrópu, enda er hún ekki í samræmi við grundvallarkenningar um aðgreiningu valds. Aðferðin gengur þvert á 3. grein I. samningsviðauka við Mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt til frjálsra kosninga. Mannréttindasáttmálinn hefur verið lögfestur hérlendis og hafa ákvæði sáttmálans skýra tengingu við mannréttindakafla gildandi stjórnarskrár. Verður þar af leiðandi að túlka ákvæði stjórnarskrár í samræmi við Mannréttindasáttmálann sem er „lifandi löggjöf“ að því leyti að Mannréttindadómstóll Evrópu túlkar ákvæði sáttmálans og færir þeim þar með það efnislega innihald sem þau fela í sér hverju sinni. Fyrir liggur nýr dómur yfirdeildar Mannréttindadómstólsins gegn Belgíu í máli nr. 310/15 sem féll þann 10. júlí 2020. Í málinu var til skoðunar sams konar fyrirkomulag og Alþingi viðhefur um þessar mundir, til að úrskurða um gildi kosninganna sem fram fóru 25. september 2021. Var fyrirkomulagið talið brjóta gegn fyrrgreindri grein Mannréttindasáttmálans um rétt til frjálsra kosninga. Þá var talið að brotið hefði verið gegn ákvæði 13. gr. sáttmálans sem fjallar um réttinn til virkra réttarúrræða þar sem kæranda stóðu ekki til boða nein önnur virk úrræði til að láta reyna á rétt sinn. Tekið er fram 47. málsgrein dóms Mannréttindadómstólsins að það fyrirkomulag sem viðhaft sé á Íslandi uppfylli ekki rétt borgara til virks réttarúrræðis. Stjórnmálafólk sem hefur tjáð sig undanfarna daga hefur hálfpartinn yppt öxlum yfir þeirri staðreynd að Mannréttindadómstóll Evrópu hefur kveðið upp áfellisdóm yfir kerfi þar sem alþingismenn fara sjálfir með þetta úrskurðavald. Það er eins og þau átti sig ekki á því að þar með er búið að úrskurða að sú atburðarás sem á sér stað um þessar mundir stenst ekki gagnvart landslögum okkar Íslendinga. Fyrir vikið er enn mikilvægara að Alþingi leyfi kjósendum að njóta vafans og leiði fram vilja þeirra með óyggjandi hætti með því fara að þeim reglum sem gilda eiga þegar um ræðir alvarlega ágalla á kosningum. Annars er réttur borgara þessa lands til frjálsra kosninga að engu hafður. Það er því miður stutt síðan Alþingi myndaði síðast meiri hluta um ákvörðun sem fól í sér lögbrot. Þetta var við skipun dómara í Landsrétt, en þrátt fyrir viðvaranir tók Alþingi þar ákvörðun sem leiddi til áfellisdóms Mannréttindamstólsins. Þetta lögbrot Alþingis kostaði umtalsverða fjármuni og bitnaði með neikvæðum hætti á trausti borgaranna til dómskerfisins. Auk þess var hoggið skarð í orðspor Íslands á alþjóðavettvangi. Nú er stóra spurningin þessi: Ætlar meiri hluti þingmanna að gera það að sínu fyrsta verki í störfum sínum fyrir þjóðina að taka þátt í því að gera íslenska ríkið aftur brotlegt gegn Mannréttindasáttmála Evrópu? Hvar er nýja stjórnarskráin? Í nýju stjórnarskránni er vondu og úreltu fyrirkomulaginu breytt og valdinu til að úrskurða um lögmæti kosninga komið fyrir hjá sjálfstæðri úrskurðanefnd. Niðurstöðum nefndarinnar má svo skjóta til dómstóla. Það að Alþingi hafi hunsað niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um að leggja skuli nýju stjórnarskrána til grundvallar sem stjórnarskrá Íslands í nær áratug, eykur enn á alvarleika þess brots sem virðist vera í uppsiglingu hjá Alþingi. Alþingi hefur með öðrum orðum tekið sér vald umfram það sem borgarar þessa lands vilja veita þinginu. Þessi valdtaka þingsins gengur þvert á þá grundvallarreglu að þjóðin sé uppspretta alls opinbers valds. Tækifæri sem aldrei kemur aftur Ef fram fer sem horfir mun þingfólk, sem hefur verulegra og persónulegra hagsmuna að gæta, mynda meiri hluta um þá niðurstöðu að það sjálft sé rétt kjörið. Þrátt fyrir alvarleg lögbrot og óvissu um hver sé rétt lýðræðisleg niðurstaða í kosningunum (sem þýðir að óvíst er hverjir séu rétt kjörnir þingmenn og hverjir ekki). Varla er hægt að gefa lýðræðinu harkalegra hringspark í andlitið. Það er í sannleika sagt ótrúlega illa komið fyrir okkar litlu þjóð. Útlit er fyrir að atburðarás muni eiga sér stað sem mun marka áralanga þrætu og illindi og grafa enn frekar undan takmörkuðu trausti almennings til löggjafans. Slíkt má ekki gerast. Ég skora því hér með á allar þær manneskjur sem fengið hafa sæti á Alþingi Íslendinga að taka sér stöðu með lýðræði og mannréttindum í fyrirhugaðri atkvæðagreiðslu. Hvert og eitt hafið þið skyldu til að fylgja eigin sannfæringu og lögum, óháð þeim stjórnmálaflokkum sem til tilheyrið. Þið eruð sjálfstætt fólk. Tækifæri til að breyta rétt í þessu máli mun ekki koma aftur, en afleiðingar þess að láta ólögmæta framkvæmd ráða niðurstöðu kosninga munu hins vegar fylgja þjóðinni um ókomna tíð. Lýðræðið og kjósendur verða að fá að njóta vafans á Íslandi – annars má draga stórlega í efa að kjósendur á Íslandi njóti lýðræðis í raun. Höfundur er lögfræðingur og formaður Stjórnarskrárfélagsins.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun