Áfengi í landsliðsferð sagt hafa fellt Eið Smára | KSÍ svarar ekki Sindri Sverrisson skrifar 24. nóvember 2021 09:53 Eiður Smári Guðjohnsen var rétt innan við ár í starfi sem aðstoðarlandsliðsþjálfari karla í fótbolta. vísir/vilhelm Forráðamenn og stjórnarfólk KSÍ vill ekki eða hefur ekki tjáð sig um ástæður þess að Eiður Smári Guðjohnsen er ekki lengur aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta. Tilkynnt var um það seint í gærkvöld að uppsagnarákvæði í samningi á milli KSÍ og Eiðs hefði verið nýtt. Haft var eftir Eiði að síðasta ár hefði verið mjög krefjandi innan sem utan vallar, bæði fyrir hann og KSÍ. „Samkomulag um starfslok mín voru tekin með hagsmuni mína, landsliðsins og KSÍ að leiðarljósi,“ sagði Eiður sem áminntur var í sumar og sendur í leyfi vegna hegðunar sinnar undir áhrifum áfengis. Í yfirlýsingunni er ákvörðunin sögð sameiginleg ákvörðun KSÍ og Eiðs. Endanleg niðurstaða virðist hafa fengist á fundi bráðabirgðastjórnar sem fram fór síðdegis í gær. Samkvæmt heimildum DV tengjast endalok Eiðs gleðskap landsliðsins eftir að undankeppni HM lauk í Skopje í Norður-Makedóníu fyrr í þessum mánuði. Þar mun KSÍ hafa boðið upp á áfengi fyrir leikmenn, þjálfara og starfsfólk KSÍ sem var með í för. DV tekur þó fram að samkvæmt heimildum hafi Eiður „ekki farið yfir nein mörk“ í ferðinni. Hafði verið áminntur Eiður hafði hins vegar eins og fyrr segir verið áminntur fyrr á þessu ári, eftir að myndskeið af honum fór í dreifingu á netinu þar sem hann var drukkinn í miðborg Reykjavíkur að kasta af sér vatni utandyra. Nokkrum vikum áður hafði Eiður virst undir áhrifum áfengis þegar hann mætti sem sérfræðingur í þáttinn Völlinn í Sjónvarpi Símans, þar sem mörk og atvik í ensku úrvalsdeildinni eru til umfjöllunar. Þar hefur hann haldið áfram í hlutverki sérfræðings. Formaður KSÍ svarar ekki Vísir hefur ítrekað í morgun reynt að ná tali af formanni KSÍ, Vöndu Sigurgeirsdóttur, í morgun en hún hefur ekki svarað. Ásgrímur Helgi Einarsson, stjórnarmaður KSÍ og formaður landsliðsnefndar, vísaði einungis í yfirlýsingu en kvaðst ekki vilja tjá sig um ástæður ákvarðanarinnar. Aðspurður af hverju áfengi hefði verið leyft í landsliðsferðinni, og það í boði KSÍ, svaraði Ásgrímur: „Ég ætla ekki að tjá mig um þetta mál; hvað skeði í ferðinni eða ástæður fyrir þessu.“ Vísaði hann á Ómar Smárason, deildarstjóra samskiptadeildar KSÍ, en ekki hefur náðst í Ómar í morgun. Ekki hefur heldur náðst í Arnar Þór Viðarsson og ekki annað vitað en að hann sé áfram aðalþjálfari A-landsliðsins þó að sem stendur sé hann án aðstoðarþjálfara. Fótbolti KSÍ Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Körfubolti Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Fleiri fréttir Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Í beinni: Danmörk - Spánn | Evrópumeistararnir mæta á Parken Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Sjá meira
Tilkynnt var um það seint í gærkvöld að uppsagnarákvæði í samningi á milli KSÍ og Eiðs hefði verið nýtt. Haft var eftir Eiði að síðasta ár hefði verið mjög krefjandi innan sem utan vallar, bæði fyrir hann og KSÍ. „Samkomulag um starfslok mín voru tekin með hagsmuni mína, landsliðsins og KSÍ að leiðarljósi,“ sagði Eiður sem áminntur var í sumar og sendur í leyfi vegna hegðunar sinnar undir áhrifum áfengis. Í yfirlýsingunni er ákvörðunin sögð sameiginleg ákvörðun KSÍ og Eiðs. Endanleg niðurstaða virðist hafa fengist á fundi bráðabirgðastjórnar sem fram fór síðdegis í gær. Samkvæmt heimildum DV tengjast endalok Eiðs gleðskap landsliðsins eftir að undankeppni HM lauk í Skopje í Norður-Makedóníu fyrr í þessum mánuði. Þar mun KSÍ hafa boðið upp á áfengi fyrir leikmenn, þjálfara og starfsfólk KSÍ sem var með í för. DV tekur þó fram að samkvæmt heimildum hafi Eiður „ekki farið yfir nein mörk“ í ferðinni. Hafði verið áminntur Eiður hafði hins vegar eins og fyrr segir verið áminntur fyrr á þessu ári, eftir að myndskeið af honum fór í dreifingu á netinu þar sem hann var drukkinn í miðborg Reykjavíkur að kasta af sér vatni utandyra. Nokkrum vikum áður hafði Eiður virst undir áhrifum áfengis þegar hann mætti sem sérfræðingur í þáttinn Völlinn í Sjónvarpi Símans, þar sem mörk og atvik í ensku úrvalsdeildinni eru til umfjöllunar. Þar hefur hann haldið áfram í hlutverki sérfræðings. Formaður KSÍ svarar ekki Vísir hefur ítrekað í morgun reynt að ná tali af formanni KSÍ, Vöndu Sigurgeirsdóttur, í morgun en hún hefur ekki svarað. Ásgrímur Helgi Einarsson, stjórnarmaður KSÍ og formaður landsliðsnefndar, vísaði einungis í yfirlýsingu en kvaðst ekki vilja tjá sig um ástæður ákvarðanarinnar. Aðspurður af hverju áfengi hefði verið leyft í landsliðsferðinni, og það í boði KSÍ, svaraði Ásgrímur: „Ég ætla ekki að tjá mig um þetta mál; hvað skeði í ferðinni eða ástæður fyrir þessu.“ Vísaði hann á Ómar Smárason, deildarstjóra samskiptadeildar KSÍ, en ekki hefur náðst í Ómar í morgun. Ekki hefur heldur náðst í Arnar Þór Viðarsson og ekki annað vitað en að hann sé áfram aðalþjálfari A-landsliðsins þó að sem stendur sé hann án aðstoðarþjálfara.
Fótbolti KSÍ Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Körfubolti Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Fleiri fréttir Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Í beinni: Danmörk - Spánn | Evrópumeistararnir mæta á Parken Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Sjá meira