Viðbjóðsleg herbergi íslensku stelpnanna í Belgrad: „Mýs hlaupandi hérna út um allt hótel“ Sindri Sverrisson skrifar 23. nóvember 2021 11:01 Íslensku stelpurnar fögnuðu frábærum sigri í gær, þrátt fyrir músaganginn sem verið hefur á hóteli liðsins í Belgrad. Skjáskot/Twitter og HSÍ Íslensku stelpurnar í U17-landsliðinu í handbolta hafa þurft að búa við óboðlegar aðstæður á hóteli sínu í Serbíu þar sem þær eru staddar til að spila um sæti á EM 2023. „Það er ekkert leyndarmál að það eru mýs hlaupandi hérna út um allt hótel. Það er ekkert bara á einu herbergi, heldur bara á öllu hótelinu. Þetta er auðvitað óboðlegt,“ segir Ágúst Jóhannsson, þjálfari íslenska liðsins, í samtali við RÚV. Haukagoðsögnin Harpa Melsteð á dóttur í liðinu, Thelmu Melsteð Björgvinsdóttur, og birti hún myndskeið á Twitter af hótelinu í Belgrad þar sem sjá má mús læðast um á einu hótelherbergjanna. Óþrifnaður, táneglur og fleira gums var eitthvað sem maður sá í mööörgum landsliðsferðum í gegnum tíðina Ég get sagt ykkur að ég hefði ekki hvílst í 1 sek ef það hefði verið músagangur í herberginu mínu eins og U-18 landsliðið okkar er að upplifa í Serbíu,ekki boðlegt pic.twitter.com/9pOmAtfpJp— Harpa Melsteð (@harpamel) November 22, 2021 „Við erum auðvitað búin að kvarta og það er verið að vinna í málinu. En þetta er bara algjör viðbjóður,“ sagði Ágúst við RÚV. Ágúst segir að músagangurinn hafi auðvitað áhrif á ástand leikmanna og geri þeim erfiðara fyrir með að hvílast. Það kom þó ekki að sök í gær þegar Ísland vann fyrsta leik sinn á mótinu, þar sem fjögur lið berjast um eitt sæti á EM 2023. Ísland vann Slóveníu 24-21 á meðan að heimakonur í Serbíu unnu Slóvakíu 30-20. Lilja Ágústsdóttir fór fyrir íslenska liðinu og skoraði átta mörk en staðan var jöfn í hálfleik, 9-9. Í dag mætir Ísland liði Slóvakíu en Serbía og Slóvenía mætast. Á fimmtudaginn ræðst svo hvaða lið mun eiga fulltrúa á EM U17 og EM U19 árið 2023, þegar lokaleikirnir fara fram. Handbolti Serbía Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Í beinni: Króatía - Portúgal | Reyna að fylgja Portúgölum áfram Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Fleiri fréttir Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Sjá meira
„Það er ekkert leyndarmál að það eru mýs hlaupandi hérna út um allt hótel. Það er ekkert bara á einu herbergi, heldur bara á öllu hótelinu. Þetta er auðvitað óboðlegt,“ segir Ágúst Jóhannsson, þjálfari íslenska liðsins, í samtali við RÚV. Haukagoðsögnin Harpa Melsteð á dóttur í liðinu, Thelmu Melsteð Björgvinsdóttur, og birti hún myndskeið á Twitter af hótelinu í Belgrad þar sem sjá má mús læðast um á einu hótelherbergjanna. Óþrifnaður, táneglur og fleira gums var eitthvað sem maður sá í mööörgum landsliðsferðum í gegnum tíðina Ég get sagt ykkur að ég hefði ekki hvílst í 1 sek ef það hefði verið músagangur í herberginu mínu eins og U-18 landsliðið okkar er að upplifa í Serbíu,ekki boðlegt pic.twitter.com/9pOmAtfpJp— Harpa Melsteð (@harpamel) November 22, 2021 „Við erum auðvitað búin að kvarta og það er verið að vinna í málinu. En þetta er bara algjör viðbjóður,“ sagði Ágúst við RÚV. Ágúst segir að músagangurinn hafi auðvitað áhrif á ástand leikmanna og geri þeim erfiðara fyrir með að hvílast. Það kom þó ekki að sök í gær þegar Ísland vann fyrsta leik sinn á mótinu, þar sem fjögur lið berjast um eitt sæti á EM 2023. Ísland vann Slóveníu 24-21 á meðan að heimakonur í Serbíu unnu Slóvakíu 30-20. Lilja Ágústsdóttir fór fyrir íslenska liðinu og skoraði átta mörk en staðan var jöfn í hálfleik, 9-9. Í dag mætir Ísland liði Slóvakíu en Serbía og Slóvenía mætast. Á fimmtudaginn ræðst svo hvaða lið mun eiga fulltrúa á EM U17 og EM U19 árið 2023, þegar lokaleikirnir fara fram.
Handbolti Serbía Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Í beinni: Króatía - Portúgal | Reyna að fylgja Portúgölum áfram Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Fleiri fréttir Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Sjá meira