„Ég kvíði ekki fyrir framtíðinni.“ Atli Arason skrifar 14. nóvember 2021 23:16 Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari kvenna. Vísir/Bára Dröfn Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, var óánægður með 57 stiga tap gegn Ungverjum á heimavelli í kvöld. „Manni líður ekki vel. Þetta er vont, að láta taka sig í svona kennslustund. Maður er að reyna að sjá eitthvað jákvætt líka en almennt er maður frekar niðurlútur eftir svona rassskellingu,“ sagði Benedikt í viðtali við Vísi eftir leikslok. „Það jákvæða er að við erum með yngsta landsliðið í Evrópu í dag. Ég held að þetta er bara ákveðið ferli sem við erum að ganga í gegnum. Við þurfum kannski bara að fá svona rassskellingar á móti þessum reynslumeiri liðum. Þetta fer í reynslubankann hjá okkur öllum.“ „Það sem ég sé jákvætt við þetta, með alla þá leikmenn sem við getum ekki valið vegna meiðsla og annað. Þá held ég að breiddin í íslenska körfuboltanum er að aukast. Þegar við fáum alla okkar leikmenn aftur, sama hvort það sé úr háskólanum úti í Bandaríkjunum eða úr höfuðmeiðslum eða hnémeiðslum, þá verður íslenskur körfubolti betri, svona í heildina á litið. Það er eitt af því jákvæða sem sé í dag,“ svaraði Benedikt aðspurður út í þetta jákvæða áður en hann kom inn á nýliðana tvo sem voru að spila sínar fyrstu mínútur fyrir landsliðið í þessum leik, þær Elísabeth Ægisdóttir og Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir. „Þær hafa verið flottar í hópnum með okkur. Þær [Elísabeth og Emma] fengu ekki neinn spilatíma í síðasta leik en fengu að vera í kringum þetta og æfa með okkur. Það er ákveðin lærdómur. Svo fá þær í dag sínar fyrstu A-landsliðs mínútur, 17 og 18 ára. Þessir nýliðar eru allt [Elísabeth, Emma, Dagný Lísa og Anna Ingunn] framtíðar landsliðsmenn. Þær þurfa reynsluna en sú reynsla kemur ekki nema þú sért í hóp. Þetta verkefni á eftir að nýtast þeim, ég kvíði ekki fyrir framtíðinni.“ Benedikt bendir á ungverska liðið er einfaldlega betra en það er íslenska í dag. „Við vorum að spila á móti liði sem er bara miklu sterkara en við. Þær voru í kvöld þremur númerum stærri en við, sama hvort það var hæð, gæði eða eitthvað annað.“ „Þær voru í 50-50 leik við Spán á fimmtudaginn og Spánn er númer tvö á heimslistanum. Þetta er ofboðslega gott landslið. Ég er ekki til í að kvitta undir að við séum svona hræðilega lélegar í körfubolta. Við erum bara að spila við heimsklassa lið og getu munurinn skein klárlega í gegn.“ Benedikt vandaði alþjóðlega körfuboltasambandinu ekki kveðjurnar að lokum. „Þetta kerfi hjá FIBA er þannig að hvetjandi er fyrir stærri liðin að slátra þeim minni. Þó að úrslitin hafi verið ráðin undir rest og við að spila á reynsluminni leikmönnum þá voru þær bara að keyra á Kananum sínum ásamt sínum helstu leikmönnum til að reyna að vinna þetta eins stórt og mögulegt er, upp á heildar stigaskor sem telur í rest. Þetta var vont fyrir okkur í leikslok,“ sagði Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands. EM 2023 í körfubolta Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
„Manni líður ekki vel. Þetta er vont, að láta taka sig í svona kennslustund. Maður er að reyna að sjá eitthvað jákvætt líka en almennt er maður frekar niðurlútur eftir svona rassskellingu,“ sagði Benedikt í viðtali við Vísi eftir leikslok. „Það jákvæða er að við erum með yngsta landsliðið í Evrópu í dag. Ég held að þetta er bara ákveðið ferli sem við erum að ganga í gegnum. Við þurfum kannski bara að fá svona rassskellingar á móti þessum reynslumeiri liðum. Þetta fer í reynslubankann hjá okkur öllum.“ „Það sem ég sé jákvætt við þetta, með alla þá leikmenn sem við getum ekki valið vegna meiðsla og annað. Þá held ég að breiddin í íslenska körfuboltanum er að aukast. Þegar við fáum alla okkar leikmenn aftur, sama hvort það sé úr háskólanum úti í Bandaríkjunum eða úr höfuðmeiðslum eða hnémeiðslum, þá verður íslenskur körfubolti betri, svona í heildina á litið. Það er eitt af því jákvæða sem sé í dag,“ svaraði Benedikt aðspurður út í þetta jákvæða áður en hann kom inn á nýliðana tvo sem voru að spila sínar fyrstu mínútur fyrir landsliðið í þessum leik, þær Elísabeth Ægisdóttir og Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir. „Þær hafa verið flottar í hópnum með okkur. Þær [Elísabeth og Emma] fengu ekki neinn spilatíma í síðasta leik en fengu að vera í kringum þetta og æfa með okkur. Það er ákveðin lærdómur. Svo fá þær í dag sínar fyrstu A-landsliðs mínútur, 17 og 18 ára. Þessir nýliðar eru allt [Elísabeth, Emma, Dagný Lísa og Anna Ingunn] framtíðar landsliðsmenn. Þær þurfa reynsluna en sú reynsla kemur ekki nema þú sért í hóp. Þetta verkefni á eftir að nýtast þeim, ég kvíði ekki fyrir framtíðinni.“ Benedikt bendir á ungverska liðið er einfaldlega betra en það er íslenska í dag. „Við vorum að spila á móti liði sem er bara miklu sterkara en við. Þær voru í kvöld þremur númerum stærri en við, sama hvort það var hæð, gæði eða eitthvað annað.“ „Þær voru í 50-50 leik við Spán á fimmtudaginn og Spánn er númer tvö á heimslistanum. Þetta er ofboðslega gott landslið. Ég er ekki til í að kvitta undir að við séum svona hræðilega lélegar í körfubolta. Við erum bara að spila við heimsklassa lið og getu munurinn skein klárlega í gegn.“ Benedikt vandaði alþjóðlega körfuboltasambandinu ekki kveðjurnar að lokum. „Þetta kerfi hjá FIBA er þannig að hvetjandi er fyrir stærri liðin að slátra þeim minni. Þó að úrslitin hafi verið ráðin undir rest og við að spila á reynsluminni leikmönnum þá voru þær bara að keyra á Kananum sínum ásamt sínum helstu leikmönnum til að reyna að vinna þetta eins stórt og mögulegt er, upp á heildar stigaskor sem telur í rest. Þetta var vont fyrir okkur í leikslok,“ sagði Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands.
EM 2023 í körfubolta Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira