Súperman og súperstjarna fundu sér ný lið í NFL deildinni í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. nóvember 2021 10:31 Cam Newton tekur hér Súperman fagnið sitt þegar hann lék síðast með liði Carolina Panthers. Hann er núna kominn aftur heim. Getty/Dannie Walls Gærdagurinn var viðburðaríkur í NFL-deildinni þegar tveir af þekktustu leikmönnum hennar fundu sér ný félög. Báðir voru með lausa samninga og gátu því samið þótt að félög megi ekki lengur skiptast á leikmönnum. Stórstjörnurnar voru leikstjórnandinn Cam Newton og útherjinn Odell Beckham Jr. Newton samdi við Carolina Panthers en Beckham yngri við Los Angeles Rams. Breaking: The Panthers announced they have agreed to terms with QB Cam Newton.He's back. pic.twitter.com/I9tcl4DySX— SportsCenter (@SportsCenter) November 11, 2021 Newton átti sín bestu ár hjá Carolina Panthers og þar bjó hann til Súperman viðurnefnið sitt með frábærri frammistöðu. Fyrir átján mánuðum var hann látinn fara en snýr nú aftur í meiðslavandræðum síns gamla félags. Newton lék með New England Patriots í fyrra en var látinn fara rétt fyrir tímabilið. Hann hafði ekki fundið sér nýtt félag fyrr en í gær. Enginn leikstjórnandi í sögu NFL hefur skorað fleiri snertimörk með því að hlaupa með boltann sjálfur í mark en þau eru orðin sjötíu. Hann var kosinn mikilvægasti leikmaður NFL-deildarinnar sem leikmaður Panthers liðsins árið 2015. Breaking: Odell Beckham Jr. is finalizing a deal with the Los Angeles Rams, per @AdamSchefter. pic.twitter.com/OrAPAtGpSa— SportsCenter (@SportsCenter) November 11, 2021 Beckham gekk frá starfslokum við Cleveland Browns eftir erfiða síðustu daga hjá félaginu þar sem faðir hans gagnrýndi meðal annars leikstjórnandann Baker Mayfield opinberlega. Beckham gat valið sér nýtt lið og ákvað að semja við sterkt lið Los Angeles Rams sem er eitt af þeim sem gæti farið alla leið á þessu tímabili. Beckham yngri sló í gegn hjá New York Giants á sínum tíma og fékk súperstjörnusmaning hjá félaginu. Það fór að halla undan fæti eftir það og honum var skipt til Cleveland Browns árið 2019. Lífið hjá Browns var aftur á móti erfitt, Beckham var mikið meiddur og lítið gekk upp hjá honum þegar hann spilaði. Þetta tímabil hefur verið afar slakt hjá Beckham sem hefur ekki skorað snertimark og hans fólk hélt því fram að leikstjórnandinn Baker Mayfield vildi ekki senda á hann boltann. NFL Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Fleiri fréttir Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Sjá meira
Stórstjörnurnar voru leikstjórnandinn Cam Newton og útherjinn Odell Beckham Jr. Newton samdi við Carolina Panthers en Beckham yngri við Los Angeles Rams. Breaking: The Panthers announced they have agreed to terms with QB Cam Newton.He's back. pic.twitter.com/I9tcl4DySX— SportsCenter (@SportsCenter) November 11, 2021 Newton átti sín bestu ár hjá Carolina Panthers og þar bjó hann til Súperman viðurnefnið sitt með frábærri frammistöðu. Fyrir átján mánuðum var hann látinn fara en snýr nú aftur í meiðslavandræðum síns gamla félags. Newton lék með New England Patriots í fyrra en var látinn fara rétt fyrir tímabilið. Hann hafði ekki fundið sér nýtt félag fyrr en í gær. Enginn leikstjórnandi í sögu NFL hefur skorað fleiri snertimörk með því að hlaupa með boltann sjálfur í mark en þau eru orðin sjötíu. Hann var kosinn mikilvægasti leikmaður NFL-deildarinnar sem leikmaður Panthers liðsins árið 2015. Breaking: Odell Beckham Jr. is finalizing a deal with the Los Angeles Rams, per @AdamSchefter. pic.twitter.com/OrAPAtGpSa— SportsCenter (@SportsCenter) November 11, 2021 Beckham gekk frá starfslokum við Cleveland Browns eftir erfiða síðustu daga hjá félaginu þar sem faðir hans gagnrýndi meðal annars leikstjórnandann Baker Mayfield opinberlega. Beckham gat valið sér nýtt lið og ákvað að semja við sterkt lið Los Angeles Rams sem er eitt af þeim sem gæti farið alla leið á þessu tímabili. Beckham yngri sló í gegn hjá New York Giants á sínum tíma og fékk súperstjörnusmaning hjá félaginu. Það fór að halla undan fæti eftir það og honum var skipt til Cleveland Browns árið 2019. Lífið hjá Browns var aftur á móti erfitt, Beckham var mikið meiddur og lítið gekk upp hjá honum þegar hann spilaði. Þetta tímabil hefur verið afar slakt hjá Beckham sem hefur ekki skorað snertimark og hans fólk hélt því fram að leikstjórnandinn Baker Mayfield vildi ekki senda á hann boltann.
NFL Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Fleiri fréttir Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Sjá meira