Slökkviliðsstjórinn segir Travis hafa átt að stöðva tónleikana Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. nóvember 2021 23:47 Travis Scott hefði átt að stöðva tónleikana að mati slökkviliðsstjórans í Houston. AP/AMY HARRIS Slökkviliðsstjórinn í Houston í Texas segir að rapparinn Travis Scott hefði átt að stöðva tónleikana sína á Astroworld tónlistarhátíðinni á föstudag þegar hann varð var við að eitthvað væri að á tónleikunum. Átta fórust á þeim, á aldrinum fjórtán til 27 ára. „Allir sem stóðu að tónleikunum eru ábyrgir. Allt frá tónlistarmanninum og niður,“ sagði Samuel Pena, slökkviliðsstjóri í Houston í samtali við NBC í dag. Átta fórust á tónleikum Travis Scott í borginni á föstudag og hundruð til viðbotar slösuðust þegar mikil geðshræring greip um sig meðal tónleikagesta. Travis gaf út yfirlýsingu daginn eftir tónleikana og sagðist miður sín vegna mannfallsins. Hann ætti í samtali við fjölskyldur hinna látnu. Myndbönd frá tónleikunum, sem hafa farið í dreifingu á netið, hafa hins vegar sýnt myrka mynd af ástandinu á tónleikunum. Sjást tónleikagestir þar reyna að ná athygil Travis og annarra starfsmanna á viðburðinum sem hafi hundsað hjálparbænir gestanna. Á einu myndbandi virðist Travis sjá tónleikagesti bera á milli sín meðvitundarlausan líkama eins gests áður en hann heldur áfram að syngja. Kylie Jennar, kærasta Travis, sagði í yfirlýsingu að þau hafi ekki verið meðvituð um mannfallið fyrr en eftir tónleikana. Meðal þeirra sem særðist alvarlega á tónleikunum er níu ára drengur sem er sagður berjast fyrir lífu sínu eftir að hann varð undir í mannhafinu. Talið er að þau sem létust hafi orðið undir nærri sviðinu um klukkan 21:30 að staðartíma á föstudagskvöld. Travis hélt tónleikunum áfram í um fjörutíu mínútur eftir það en endaði tónleikana fimmtán til tuttugu mínútum áður en þeir áttu að enda samkvæmt auglýsingunni. „Á einum tímapunkti var sjúkrabíll að reyna að komast í gegn um mannmergðina. Listamaðurinn hefur stjórn á hópnum,“ sagði Pena í samtali við NBC í dag. „Ef listamaðurinn tekur eftir því að eitthvað er í gangi getur hann algjörlega stoppað sýninguna, kveikt ljósin og sagt: Við ætlum ekki að halda áfram fyrr en það er búið að leysa úr þessu.“ Bandaríkin Tengdar fréttir Birta nöfn þeirra sem létust á tónleikum Travis Scott Yfirvöld í Houston í Texas hafa nú birt nöfn þeirra átta sem létust á tónleikum bandaríska rapparans Travis Scott í borginni um helgina. Mikið öngþveiti varð meðal tónleikagesta þegar rapparinn steig á svið, með þeim afleiðingum að átta létust og hundruð slösuðust, sum alvarlega. 9. nóvember 2021 20:39 Fjöldi fólks höfðar mál á hendur Travis Scott vegna tónleika þar sem átta létust Bandaríski rapparinn Travis Scott stendur frammi fyrir fjölda málsókna eftir að minnst átta létu lífið og hundruð slösuðust í örtröð sem varð á tónleikum hans á tónlistarhátíðinni Astroworld í Texas um helgina. 8. nóvember 2021 23:37 Lögregla rannsakar dauða átta sem tróðust undir á tónleikum Lögreglan í Houston í Texas hefur hafið rannsókn á dauða átta sem tróðust undir á tónleikum á tónleikahátíðinni Astroworld á föstudag. Hinir látnu voru á aldrinum fjórtán til 27 ára. 7. nóvember 2021 09:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Sjá meira
„Allir sem stóðu að tónleikunum eru ábyrgir. Allt frá tónlistarmanninum og niður,“ sagði Samuel Pena, slökkviliðsstjóri í Houston í samtali við NBC í dag. Átta fórust á tónleikum Travis Scott í borginni á föstudag og hundruð til viðbotar slösuðust þegar mikil geðshræring greip um sig meðal tónleikagesta. Travis gaf út yfirlýsingu daginn eftir tónleikana og sagðist miður sín vegna mannfallsins. Hann ætti í samtali við fjölskyldur hinna látnu. Myndbönd frá tónleikunum, sem hafa farið í dreifingu á netið, hafa hins vegar sýnt myrka mynd af ástandinu á tónleikunum. Sjást tónleikagestir þar reyna að ná athygil Travis og annarra starfsmanna á viðburðinum sem hafi hundsað hjálparbænir gestanna. Á einu myndbandi virðist Travis sjá tónleikagesti bera á milli sín meðvitundarlausan líkama eins gests áður en hann heldur áfram að syngja. Kylie Jennar, kærasta Travis, sagði í yfirlýsingu að þau hafi ekki verið meðvituð um mannfallið fyrr en eftir tónleikana. Meðal þeirra sem særðist alvarlega á tónleikunum er níu ára drengur sem er sagður berjast fyrir lífu sínu eftir að hann varð undir í mannhafinu. Talið er að þau sem létust hafi orðið undir nærri sviðinu um klukkan 21:30 að staðartíma á föstudagskvöld. Travis hélt tónleikunum áfram í um fjörutíu mínútur eftir það en endaði tónleikana fimmtán til tuttugu mínútum áður en þeir áttu að enda samkvæmt auglýsingunni. „Á einum tímapunkti var sjúkrabíll að reyna að komast í gegn um mannmergðina. Listamaðurinn hefur stjórn á hópnum,“ sagði Pena í samtali við NBC í dag. „Ef listamaðurinn tekur eftir því að eitthvað er í gangi getur hann algjörlega stoppað sýninguna, kveikt ljósin og sagt: Við ætlum ekki að halda áfram fyrr en það er búið að leysa úr þessu.“
Bandaríkin Tengdar fréttir Birta nöfn þeirra sem létust á tónleikum Travis Scott Yfirvöld í Houston í Texas hafa nú birt nöfn þeirra átta sem létust á tónleikum bandaríska rapparans Travis Scott í borginni um helgina. Mikið öngþveiti varð meðal tónleikagesta þegar rapparinn steig á svið, með þeim afleiðingum að átta létust og hundruð slösuðust, sum alvarlega. 9. nóvember 2021 20:39 Fjöldi fólks höfðar mál á hendur Travis Scott vegna tónleika þar sem átta létust Bandaríski rapparinn Travis Scott stendur frammi fyrir fjölda málsókna eftir að minnst átta létu lífið og hundruð slösuðust í örtröð sem varð á tónleikum hans á tónlistarhátíðinni Astroworld í Texas um helgina. 8. nóvember 2021 23:37 Lögregla rannsakar dauða átta sem tróðust undir á tónleikum Lögreglan í Houston í Texas hefur hafið rannsókn á dauða átta sem tróðust undir á tónleikum á tónleikahátíðinni Astroworld á föstudag. Hinir látnu voru á aldrinum fjórtán til 27 ára. 7. nóvember 2021 09:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Sjá meira
Birta nöfn þeirra sem létust á tónleikum Travis Scott Yfirvöld í Houston í Texas hafa nú birt nöfn þeirra átta sem létust á tónleikum bandaríska rapparans Travis Scott í borginni um helgina. Mikið öngþveiti varð meðal tónleikagesta þegar rapparinn steig á svið, með þeim afleiðingum að átta létust og hundruð slösuðust, sum alvarlega. 9. nóvember 2021 20:39
Fjöldi fólks höfðar mál á hendur Travis Scott vegna tónleika þar sem átta létust Bandaríski rapparinn Travis Scott stendur frammi fyrir fjölda málsókna eftir að minnst átta létu lífið og hundruð slösuðust í örtröð sem varð á tónleikum hans á tónlistarhátíðinni Astroworld í Texas um helgina. 8. nóvember 2021 23:37
Lögregla rannsakar dauða átta sem tróðust undir á tónleikum Lögreglan í Houston í Texas hefur hafið rannsókn á dauða átta sem tróðust undir á tónleikum á tónleikahátíðinni Astroworld á föstudag. Hinir látnu voru á aldrinum fjórtán til 27 ára. 7. nóvember 2021 09:00