Selur hlutabréf til að borga tvö þúsund milljarða í skatta Samúel Karl Ólason skrifar 8. nóvember 2021 14:59 Elon Musk, stofnandi Tesla og auðugasti maður heims. AP/Jae C. Hong Elon Musk, auðugasti maður heims, spurði nýverið tugi milljóna fylgjendur sína á Twitter að því hvort hann ætti að selja tíu prósent hlutabréfa sinna í Tesla, bílafyrirtækinu sem hann stofnaði. Musk sagðist ætla að una ákvörðun Twitter, en 58 prósent þeirra sem tóku þátt sögðu honum að selja. Nú er þó komið í ljós að Musk stendur frammi fyrir gífurlega háum skattareikningi og hefði líklegast þurft að selja hlutabréf sín hvort sem er. Reikningurinn er upp á fimmtán milljarða dala, sem samsvarar tæpum tveimur billjónum króna, eða tvö þúsund milljörðum króna (2.000.000.000.000). Hann er, samkvæmt frétt CNBC, til kominn vegna hlutabréfakaupréttar Musks frá árinu 2012. Sjá einnig: Selur tíu prósent af hlut sínum í Tesla... ef hann er maður orða sinna Musk fær hvorki laun né bónusa frá Tesla og er auður hans tilkominn vegna hlutabréfaeigna hans í fyrirtækinu, sem hefur aukist gífurlega í virði á undanförnum árum. Árið 2012 fékk hann kauprétt á 22,8 milljónum hluta á 6,24 dali stykkið. Hluturinn var metinn á 1.222,09 dali við lokun markaða vestanhafs á föstudaginn. Það felur í sér hagnað upp á 28 milljarða dala fyrir Musk (3,7 billjónir króna). Musk sagði sjálfur um helgina að þar sem hann fengi ekki laun frá Tesla væri eina leið hans til að greiða skatta að selja hlutabréf. Hann hefur þó ekki staðfest upphæð greiðslunnar sem hann þarf að greiða. CNBC segir einnig frá því að á ráðstefnu í september hafi Musk sagt að vegna þess að kaupréttur hans á hlutabréfum væri að renna út snemma á næsta ári myndi hann líklega selja mikið magn hlutabfréfa á síðasta fjórðungi þessa árs. Tesla Bandaríkin Tengdar fréttir Musk hefur skoðanakönnun á því hvort hann eigi að selja 10 prósent í Tesla Frumkvöðullinn og viðskiptajöfurinn Elon Musk hefur efnt til skoðanakannanar á Twitter þar sem hann spyr 62 milljón fylgjendur sínar hvort hann eigi að selja 10 prósent af hlutabréfum sínum í Tesla. 6. nóvember 2021 20:48 Ekki Tesla heldur SpaceX sem muni gera Musk að billjónamæringi Það verður ekki bílafyrirtækið Tesla sem mun mögulega gera Elon Musk, auðugasta mann heims, að fyrsta billjónamæringnum (í dölum talið) heldur geimfyrirtækið SpaceX. Greinendur bandaríska fjárfestingabankans Morgan Stanley telja að SpaceX muni hafa gífurleg áhrif á heiminn og geimferðir. 19. október 2021 21:53 Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Nú er þó komið í ljós að Musk stendur frammi fyrir gífurlega háum skattareikningi og hefði líklegast þurft að selja hlutabréf sín hvort sem er. Reikningurinn er upp á fimmtán milljarða dala, sem samsvarar tæpum tveimur billjónum króna, eða tvö þúsund milljörðum króna (2.000.000.000.000). Hann er, samkvæmt frétt CNBC, til kominn vegna hlutabréfakaupréttar Musks frá árinu 2012. Sjá einnig: Selur tíu prósent af hlut sínum í Tesla... ef hann er maður orða sinna Musk fær hvorki laun né bónusa frá Tesla og er auður hans tilkominn vegna hlutabréfaeigna hans í fyrirtækinu, sem hefur aukist gífurlega í virði á undanförnum árum. Árið 2012 fékk hann kauprétt á 22,8 milljónum hluta á 6,24 dali stykkið. Hluturinn var metinn á 1.222,09 dali við lokun markaða vestanhafs á föstudaginn. Það felur í sér hagnað upp á 28 milljarða dala fyrir Musk (3,7 billjónir króna). Musk sagði sjálfur um helgina að þar sem hann fengi ekki laun frá Tesla væri eina leið hans til að greiða skatta að selja hlutabréf. Hann hefur þó ekki staðfest upphæð greiðslunnar sem hann þarf að greiða. CNBC segir einnig frá því að á ráðstefnu í september hafi Musk sagt að vegna þess að kaupréttur hans á hlutabréfum væri að renna út snemma á næsta ári myndi hann líklega selja mikið magn hlutabfréfa á síðasta fjórðungi þessa árs.
Tesla Bandaríkin Tengdar fréttir Musk hefur skoðanakönnun á því hvort hann eigi að selja 10 prósent í Tesla Frumkvöðullinn og viðskiptajöfurinn Elon Musk hefur efnt til skoðanakannanar á Twitter þar sem hann spyr 62 milljón fylgjendur sínar hvort hann eigi að selja 10 prósent af hlutabréfum sínum í Tesla. 6. nóvember 2021 20:48 Ekki Tesla heldur SpaceX sem muni gera Musk að billjónamæringi Það verður ekki bílafyrirtækið Tesla sem mun mögulega gera Elon Musk, auðugasta mann heims, að fyrsta billjónamæringnum (í dölum talið) heldur geimfyrirtækið SpaceX. Greinendur bandaríska fjárfestingabankans Morgan Stanley telja að SpaceX muni hafa gífurleg áhrif á heiminn og geimferðir. 19. október 2021 21:53 Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Musk hefur skoðanakönnun á því hvort hann eigi að selja 10 prósent í Tesla Frumkvöðullinn og viðskiptajöfurinn Elon Musk hefur efnt til skoðanakannanar á Twitter þar sem hann spyr 62 milljón fylgjendur sínar hvort hann eigi að selja 10 prósent af hlutabréfum sínum í Tesla. 6. nóvember 2021 20:48
Ekki Tesla heldur SpaceX sem muni gera Musk að billjónamæringi Það verður ekki bílafyrirtækið Tesla sem mun mögulega gera Elon Musk, auðugasta mann heims, að fyrsta billjónamæringnum (í dölum talið) heldur geimfyrirtækið SpaceX. Greinendur bandaríska fjárfestingabankans Morgan Stanley telja að SpaceX muni hafa gífurleg áhrif á heiminn og geimferðir. 19. október 2021 21:53