Sport

Kamaru Usman meistari í veltivigt

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
USMAN
UFC Twitter

Kamaru Usman bar sigurorð af andstæðingi sínum, Colby Covington, í UFC 268 í New York í gærkvöldi. Usman vann bardagann á dómaraákvörðun.

Usman og Covington hafa áður mæst. Það var fyrir 22 mánuðum síðan en þá vann Usman líka á dómaraákvörðun. Covington var ekki sáttur við þá ákvörðun og hefur mótmælt henni síðan en Usman tók af allan vafa í nótt hvor er betri bardagamaður þessa stundina.

Keppt var í fimm lotum og voru allir dómararnir sammála um lokakvörðuna að úrskurða Usman sigurvegara. Dómararnir skorðu bardagann 48-47, 48-47 og 49-46. Usman náði að slá Covington tvisvar sinnum í gólfið í annarri lotu en síðari loturnar voru mun jafnari.

Usman, sem kemur frá Nígeríu, er búinn að keppa 21 sinni í blönduðum bardagalistum undir merkjum UFC en hefur einungis tapað einu sinni. Það var fyrir átta árum síðan gegn Jose Caceres en síðan hefur hann unnið 19 bardaga í röð. Þetta er í fimmta sinn í röð sem Usman ver titilinn.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×