Pfizer segir nýtt veirulyf veita mikla vörn gegn veikindum og dauða Samúel Karl Ólason skrifar 5. nóvember 2021 13:07 Vísindamenn Pfizer segja lyfið veita mikla vörn gegn alvarlegum veikindum og dauða vegna Covid-19. Þetta eru ekki pillurnar sem um ræðir. Getty/Pavlo Gonchar Forsvarsmenn lyfjafyrirtækisins Pfizer segja starfsmenn þess hafa þróað nýtt veirulyf sem dragi verulega úr alvarlegum veikindum og dauðsföllum vegna Covid-19. Pfizer segir rannsóknir starfsmanna fyrirtækisins sýna að lyfið hafi 89 prósenta virkni. Smitaðir myndu taka lyfið í pilluformi í fimm daga og á það að koma í veg fyrir að kórónuveiran geti fjölgað sér. Flest öll önnur lyf gegn Covid-19 eru veitt í æð. 775 óbólusettir aðilar tóku þátt í rannsókn Pfizer. Minna en eitt prósent þeirra sem tóku lyfið þurftu á sjúkrahús og enginn dó. Innan hópsins sem fékk lyfleysu þurftu sjö prósent á sjúkrahús og sjö dóu. Rannsókn Pfizer verður kynnt eftirlitsstofnunum samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Þá vilja forsvarsmenn fyrirtækisins að notkun lyfsins verði heimiluðu eins fljótt og auðið er. Ákvörðun um það gæti legið fyrir nokkrum vikum eftir að Pfizer sækir um heimild. Kalla lyfið Paxlovid Fáist leyfi ætlar Pfizer að selja lyfið undir nafninu Paxlovid. Það tilheyrir flokki lyfja sem hafa gerbylt meðferð við HIV og lifrarbólgu C. Lyfjafyrirtæki um heiminn allan hafa lagt mikið púður í þróun lyfja sem þessara við Covid-19. Eins og sagt er í frétt Washington Post eru veirulyfin ekki ætluð til þess að koma í veg fyrir að fólk smitist af Covid-19. Bóluefni eru besta vörnin gegn því. Þessi lyf á að nota þegar fólk veikist. Ríkisstjórn Bretlands heimilaði í gær notkun veirulyfsins molnupiravir en það á einnig að draga verulega úr alvarlegum veikindum og dauða. Það lyf er framleitt af Merck. Sjá einnig: Bretar hefja notkun lyfs sem gæti markað þáttaskil í baráttunni við Covid Í viðtali við AP segir Dr. Mikael Dolsten, æðsti vísindamaður Pfizer, að vísindamennirnir hafi bundið miklar vonir við lyfið en sjaldgæft sé að sjá lyf með jafn mikla virknir og Paxlovid. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Lyf Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Sjá meira
Smitaðir myndu taka lyfið í pilluformi í fimm daga og á það að koma í veg fyrir að kórónuveiran geti fjölgað sér. Flest öll önnur lyf gegn Covid-19 eru veitt í æð. 775 óbólusettir aðilar tóku þátt í rannsókn Pfizer. Minna en eitt prósent þeirra sem tóku lyfið þurftu á sjúkrahús og enginn dó. Innan hópsins sem fékk lyfleysu þurftu sjö prósent á sjúkrahús og sjö dóu. Rannsókn Pfizer verður kynnt eftirlitsstofnunum samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Þá vilja forsvarsmenn fyrirtækisins að notkun lyfsins verði heimiluðu eins fljótt og auðið er. Ákvörðun um það gæti legið fyrir nokkrum vikum eftir að Pfizer sækir um heimild. Kalla lyfið Paxlovid Fáist leyfi ætlar Pfizer að selja lyfið undir nafninu Paxlovid. Það tilheyrir flokki lyfja sem hafa gerbylt meðferð við HIV og lifrarbólgu C. Lyfjafyrirtæki um heiminn allan hafa lagt mikið púður í þróun lyfja sem þessara við Covid-19. Eins og sagt er í frétt Washington Post eru veirulyfin ekki ætluð til þess að koma í veg fyrir að fólk smitist af Covid-19. Bóluefni eru besta vörnin gegn því. Þessi lyf á að nota þegar fólk veikist. Ríkisstjórn Bretlands heimilaði í gær notkun veirulyfsins molnupiravir en það á einnig að draga verulega úr alvarlegum veikindum og dauða. Það lyf er framleitt af Merck. Sjá einnig: Bretar hefja notkun lyfs sem gæti markað þáttaskil í baráttunni við Covid Í viðtali við AP segir Dr. Mikael Dolsten, æðsti vísindamaður Pfizer, að vísindamennirnir hafi bundið miklar vonir við lyfið en sjaldgæft sé að sjá lyf með jafn mikla virknir og Paxlovid.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Lyf Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Sjá meira