Hendo vill að Suárez fái góðar móttökur á Anfield í kvöld en ekki fyrr en eftir leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2021 10:30 Jordan Henderson og Luis Suarez fagna saman marki með Liverpool. EPA/PETER POWELL Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, talaði vel um Luis Suárez á blaðamannafundi fyrir leik Liverpool og Atlético Madrid í Meistaradeildinni sem fer fram á Anfield í kvöld. Henderson segir að Suárez hafi kennt sér og öðrum hjá Liverpool mikið og segist enn vera í góðu sambandi við Úrúgvæmanninn. Luis Suarez deserves a 'nice reception' from Liverpool fans on his return to Anfield with Atletico Madrid, insists Jordan Henderson https://t.co/DAreHjLfTM— MailOnline Sport (@MailSport) November 2, 2021 Það eru margir spenntir að sjá hvað Luis Suárez gerir í þessum leik sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 frá klukkan 19.50 í kvöld. Þetta verður ekki í fyrsta sinn sem Luis Suárez spilar á Anfield síðan að félagið seldi hann til Barcelona. Stuðningsmenn bauluðu á Suárez fyrir stæla hans í eftirminnilegum leik Liverpool og Barcelona í Meistaradeildinni 2019. Liverpool vann leikinn 4-0 og komst áfram. Fyrir tveimur vikum þá lenti Suárez síðan upp á kant við Virgil van Dijk í leik liðanna í Madrid eftir að hafa komið inn á sem varamaður tíu mínútum fyrir leikslok. Henderson var til í að verja sinn gamla liðsfélaga og segir að keppnisskapið sé að hlaupa með hann í gönur. Það er líka þetta keppnisskap sem Henderson segir hafi haft mikil áhrif hjá Liverpool liðinu þann tíma sem Luis Suárez spilaði þar. „Við vitum öll að hann er toppleikmaður og hann hefur verið það í langan tíma. Hann bjó líka til svo margar góðar stundir á tíma sínum hjá Liverpool. Ég lærði mikið af honum þegar hann var hér,“ sagði Jordan Henderson. Jordan Henderson calls for Anfield fans to applaud Luis Suarez https://t.co/MvPPzH1yi5— Anfield Watch (@AnfieldWatch) November 3, 2021 „Við vorum nánir þegar hann var hér og ég held enn góðu sambandi við hann. Við og við þá hringi ég í hann til að kanna hvernig hann hafi það og hvernig gengur hjá fjölskyldunni,“ sagði Henderson. „Ég lærði mikið af honum. Hann hjálpaði okkur mikið á sínum tíma og þá sérstaklega varðandi hugarfarið. Hvernig hann æfði, hvernig hann vildi alltaf vinna og hvernig hann spilaði í gegnum sársaukann. Hann vildi bara komast út á völl til að spila fótbolta og gera sitt besta fyrir liðið,“ sagði Henderson. Jordan Henderson on Luis Suarez:"It would be nice after the game for him to get a nice reception from the crowd." pic.twitter.com/UeHyevMfY5— Anfield Watch (@AnfieldWatch) November 2, 2021 „Hann hjálpaði mér sjálfum mjög mikið og hjálpaði mér að fá meira sjálfstraust. Við tveir náðum vel saman, bæði inn á vellinum sem og utan hans,“ sagði Henderson. Fyrirliði Liverpool liðsins vill að stuðningsmenn Liverpool geymi það þar til eftir leik að klappa fyrir Suárez. „Luis var stórkostlegur hér í mörg ár. Stuðningsmennirnir vita það og munu meta það sem hann gerði fyrir þennan fótboltaklúbb. Ég held að móttökurnar skipti reyndar Luis litlu máli. Það væri samt gaman fyrir hann að fá góðar móttökur frá stuðningsmönnunum eftir leikinn en ekki fyrir það,“ sagði Henderson. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fleiri fréttir Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Sjá meira
Henderson segir að Suárez hafi kennt sér og öðrum hjá Liverpool mikið og segist enn vera í góðu sambandi við Úrúgvæmanninn. Luis Suarez deserves a 'nice reception' from Liverpool fans on his return to Anfield with Atletico Madrid, insists Jordan Henderson https://t.co/DAreHjLfTM— MailOnline Sport (@MailSport) November 2, 2021 Það eru margir spenntir að sjá hvað Luis Suárez gerir í þessum leik sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 frá klukkan 19.50 í kvöld. Þetta verður ekki í fyrsta sinn sem Luis Suárez spilar á Anfield síðan að félagið seldi hann til Barcelona. Stuðningsmenn bauluðu á Suárez fyrir stæla hans í eftirminnilegum leik Liverpool og Barcelona í Meistaradeildinni 2019. Liverpool vann leikinn 4-0 og komst áfram. Fyrir tveimur vikum þá lenti Suárez síðan upp á kant við Virgil van Dijk í leik liðanna í Madrid eftir að hafa komið inn á sem varamaður tíu mínútum fyrir leikslok. Henderson var til í að verja sinn gamla liðsfélaga og segir að keppnisskapið sé að hlaupa með hann í gönur. Það er líka þetta keppnisskap sem Henderson segir hafi haft mikil áhrif hjá Liverpool liðinu þann tíma sem Luis Suárez spilaði þar. „Við vitum öll að hann er toppleikmaður og hann hefur verið það í langan tíma. Hann bjó líka til svo margar góðar stundir á tíma sínum hjá Liverpool. Ég lærði mikið af honum þegar hann var hér,“ sagði Jordan Henderson. Jordan Henderson calls for Anfield fans to applaud Luis Suarez https://t.co/MvPPzH1yi5— Anfield Watch (@AnfieldWatch) November 3, 2021 „Við vorum nánir þegar hann var hér og ég held enn góðu sambandi við hann. Við og við þá hringi ég í hann til að kanna hvernig hann hafi það og hvernig gengur hjá fjölskyldunni,“ sagði Henderson. „Ég lærði mikið af honum. Hann hjálpaði okkur mikið á sínum tíma og þá sérstaklega varðandi hugarfarið. Hvernig hann æfði, hvernig hann vildi alltaf vinna og hvernig hann spilaði í gegnum sársaukann. Hann vildi bara komast út á völl til að spila fótbolta og gera sitt besta fyrir liðið,“ sagði Henderson. Jordan Henderson on Luis Suarez:"It would be nice after the game for him to get a nice reception from the crowd." pic.twitter.com/UeHyevMfY5— Anfield Watch (@AnfieldWatch) November 2, 2021 „Hann hjálpaði mér sjálfum mjög mikið og hjálpaði mér að fá meira sjálfstraust. Við tveir náðum vel saman, bæði inn á vellinum sem og utan hans,“ sagði Henderson. Fyrirliði Liverpool liðsins vill að stuðningsmenn Liverpool geymi það þar til eftir leik að klappa fyrir Suárez. „Luis var stórkostlegur hér í mörg ár. Stuðningsmennirnir vita það og munu meta það sem hann gerði fyrir þennan fótboltaklúbb. Ég held að móttökurnar skipti reyndar Luis litlu máli. Það væri samt gaman fyrir hann að fá góðar móttökur frá stuðningsmönnunum eftir leikinn en ekki fyrir það,“ sagði Henderson.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fleiri fréttir Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Sjá meira