Barnaherbergi tekin í gegn í Fossvogi: „Þetta er æði“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. nóvember 2021 07:01 Soffía Dögg heimsótti Williamson fjölskylduna í öðrum þætti af þriðju þáttaröð Skreytum hús. Skreytum hús Helga Dís og fjölskylda eru búin að vera taka í gegn fallega íbúð í Fossvoginum síðustu mánuði. Eins og svo oft áður voru barnaherbergin hausverkur. Soffía Dögg Garðarsdóttir kíkti því í heimsókn á systkinin Matthew Davíð og Freyju Dís í nýjasta þættinum af Skreytum hús. Helga Dís segir að Matthew Davíð sé ekki ungbarn lengur og því sé kominn tími á að breyta herberginu. „Núna þarf hann að fá svona stóra stráks herbergi og ég kann bara ekki að gera svoleiðis þannig að ég er að stóla á að Soffía hjálpi mér með það.“ Herbergi Freyju Dísar var notað sem geymsla þegar Soffía Dögg byrjaði á verkefninu svo það var alveg óskrifað blað. „Það eina sem Freyja á hér inni er í þessum kassa,“ sagði Helga Dís og benti á pappakassa á gólfinu. Soffía Dögg var hrifin af því að herbergin væru eins að stærð og ákvað að spegla þau svolítið til að tengja þau saman. Hún tók svo ákvörðun um að gera flottan skrautlistavegg í strákaherberginu og útkoman var virkilega vel heppnuð. Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan og við mælum með því að þú horfir á þáttinn áður en þú lest áfram, þar sem lokaútkomuna má finna neðar í greininni. Nýr þáttur af Skreytum hús birtist svo hér á Vísi og á Stöð 2+ efnisveitunni alla miðvikudaga næstu vikur. Klippa: Skreytum hús - Helga Dís og barnaherbergin tvö „Barnaherbergi þurfa auðvitað að vera ævintýraleg og skemmtileg en jafnframt líka þá vil ég ná ákveðinni ró í rýmið,“ sagði Soffía Dögg áður en hún fór af stað í breytingarnar. Herbergin áður en Soffía Dögg fór af stað í breytingarnar.Skreytum hús Í strákaherberginu setti Soffía Dögg upp grindur á veggina fyrir bækur. Matthew Davíð er tvítyngdur og því hafði hún eina grind með bókum á íslensku og aðra fyrir bækur á ensku. „Ég er eiginlega orðin töluvert meira en pínulítið stressuð núna,“ viðurkenndi Soffía Dögg á lokametrunum í breytingunum. En allt hófst þó að lokum og erfiðisvinnan var svo sannarlega þess virði að mati Soffíu Daggar. Soffía Dögg notar oftast leikföng og bækur til að skreyta barnaherbergi og einstaka gerviplöntur og blóm líka.Skreytum hús Skrautlistaveggurinn var málaður blár og setti sterkan svip á herbergið. „Ég ráðlegg ykkur að ef þið ætlið að gera panel-vegg, að gefa ykkur meira en fjóra tíma. Þetta er vel gerlegt, en þetta tekur tíma,“ ráðleggur Soffía Dögg áhorfendum. Vegglistarnir gjörbreyttu herberginu.Skreytum hús Viðbrögð Matthews Davíðs leyndu sér ekki, hann var hoppandi kátur með lokaútkomuna á herberginu og stökk í fangið á Soffíu Dögg. „Þetta er æði,“ sagði Helga Dís þegar hún skoðaði herbergið hans. Strákaherbergið eftir breytingu. Leikborðið er gert úr tveimur náttborðum og borðplötu.Skreytum hús Stelpuherbergið var bleikt og fengu ljósir og bleikir tónar að njóta sín. Falleg blóm og hangandi órói ásamt litlum hillum settu fallegan svip á herbergið. Spegillinn er á móti glugga og kastar birtunni fallega um rýmið.Skreytum hús Gólfmotta og léttar og ljósar gardínur gerðu herbergið enn hlýlegra. Ljósir og bleikir tónar einkenna stelpuherbergið eftir breytinguna.Skreytum hús „Ég er ótrúlega ánægð með allt sem er búið að gera,“ sagði Helga Dís eftir að hún hafði skoðað stelpuherbergið. Stelpuherbergið eftir breytinguna.Skreytum hús Í ítarlegri bloggfærslu á síðunni Skreytum hús er hægt að finna frekari upplýsingar um breytingarnar og þær vörur sem Soffía Dögg notaði til þess að breyta rýminu. Einnig nákvæmar leiðbeiningar um það hvernig skrautlistaveggurinn var gerður. Herbergin eftir breytingarnar.Skreytum hús Soffía Dögg gerði tvö „moodboard“ fyrir breytingarnar til þess að sjá betur fyrir sér lokaútkomuna. Skreytum hús Skreytum hús Hægt er að sjá breytinguna og horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Þættirnir eru sýndir á miðvikudögum hér á Vísi og fara samhliða því inn á Stöð 2+. Tíska og hönnun Hús og heimili Börn og uppeldi Skreytum hús Tengdar fréttir Íbúð Bigga löggu breytt í draumaheimilið: „Ég er agndofa“ „Það er ekki oft sem ég fæ útkall frá lögreglunni,“ segir Soffía Dögg Garðarsdóttir þáttastjórnandi Skreytum hús. Í fyrsta þættinum í nýrri þáttaröð gerir hún íbúð að draumaheimili. 27. október 2021 07:00 Soffía Dögg fer af stað með nýja þáttaröð af Skreytum hús Í næstu viku fer af stað hér á Vísi þriðja þáttaröðin af Skreytum hús. Soffía Dögg Garðarsdóttir er spennt að fara aftur af stað. Hundruð einstaklinga sóttu um að taka þátt og voru valin nokkur rými sem Soffía Dögg tekur í gegn í þáttunum. 21. október 2021 15:01 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Fleiri fréttir Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Soffía Dögg Garðarsdóttir kíkti því í heimsókn á systkinin Matthew Davíð og Freyju Dís í nýjasta þættinum af Skreytum hús. Helga Dís segir að Matthew Davíð sé ekki ungbarn lengur og því sé kominn tími á að breyta herberginu. „Núna þarf hann að fá svona stóra stráks herbergi og ég kann bara ekki að gera svoleiðis þannig að ég er að stóla á að Soffía hjálpi mér með það.“ Herbergi Freyju Dísar var notað sem geymsla þegar Soffía Dögg byrjaði á verkefninu svo það var alveg óskrifað blað. „Það eina sem Freyja á hér inni er í þessum kassa,“ sagði Helga Dís og benti á pappakassa á gólfinu. Soffía Dögg var hrifin af því að herbergin væru eins að stærð og ákvað að spegla þau svolítið til að tengja þau saman. Hún tók svo ákvörðun um að gera flottan skrautlistavegg í strákaherberginu og útkoman var virkilega vel heppnuð. Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan og við mælum með því að þú horfir á þáttinn áður en þú lest áfram, þar sem lokaútkomuna má finna neðar í greininni. Nýr þáttur af Skreytum hús birtist svo hér á Vísi og á Stöð 2+ efnisveitunni alla miðvikudaga næstu vikur. Klippa: Skreytum hús - Helga Dís og barnaherbergin tvö „Barnaherbergi þurfa auðvitað að vera ævintýraleg og skemmtileg en jafnframt líka þá vil ég ná ákveðinni ró í rýmið,“ sagði Soffía Dögg áður en hún fór af stað í breytingarnar. Herbergin áður en Soffía Dögg fór af stað í breytingarnar.Skreytum hús Í strákaherberginu setti Soffía Dögg upp grindur á veggina fyrir bækur. Matthew Davíð er tvítyngdur og því hafði hún eina grind með bókum á íslensku og aðra fyrir bækur á ensku. „Ég er eiginlega orðin töluvert meira en pínulítið stressuð núna,“ viðurkenndi Soffía Dögg á lokametrunum í breytingunum. En allt hófst þó að lokum og erfiðisvinnan var svo sannarlega þess virði að mati Soffíu Daggar. Soffía Dögg notar oftast leikföng og bækur til að skreyta barnaherbergi og einstaka gerviplöntur og blóm líka.Skreytum hús Skrautlistaveggurinn var málaður blár og setti sterkan svip á herbergið. „Ég ráðlegg ykkur að ef þið ætlið að gera panel-vegg, að gefa ykkur meira en fjóra tíma. Þetta er vel gerlegt, en þetta tekur tíma,“ ráðleggur Soffía Dögg áhorfendum. Vegglistarnir gjörbreyttu herberginu.Skreytum hús Viðbrögð Matthews Davíðs leyndu sér ekki, hann var hoppandi kátur með lokaútkomuna á herberginu og stökk í fangið á Soffíu Dögg. „Þetta er æði,“ sagði Helga Dís þegar hún skoðaði herbergið hans. Strákaherbergið eftir breytingu. Leikborðið er gert úr tveimur náttborðum og borðplötu.Skreytum hús Stelpuherbergið var bleikt og fengu ljósir og bleikir tónar að njóta sín. Falleg blóm og hangandi órói ásamt litlum hillum settu fallegan svip á herbergið. Spegillinn er á móti glugga og kastar birtunni fallega um rýmið.Skreytum hús Gólfmotta og léttar og ljósar gardínur gerðu herbergið enn hlýlegra. Ljósir og bleikir tónar einkenna stelpuherbergið eftir breytinguna.Skreytum hús „Ég er ótrúlega ánægð með allt sem er búið að gera,“ sagði Helga Dís eftir að hún hafði skoðað stelpuherbergið. Stelpuherbergið eftir breytinguna.Skreytum hús Í ítarlegri bloggfærslu á síðunni Skreytum hús er hægt að finna frekari upplýsingar um breytingarnar og þær vörur sem Soffía Dögg notaði til þess að breyta rýminu. Einnig nákvæmar leiðbeiningar um það hvernig skrautlistaveggurinn var gerður. Herbergin eftir breytingarnar.Skreytum hús Soffía Dögg gerði tvö „moodboard“ fyrir breytingarnar til þess að sjá betur fyrir sér lokaútkomuna. Skreytum hús Skreytum hús Hægt er að sjá breytinguna og horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Þættirnir eru sýndir á miðvikudögum hér á Vísi og fara samhliða því inn á Stöð 2+.
Tíska og hönnun Hús og heimili Börn og uppeldi Skreytum hús Tengdar fréttir Íbúð Bigga löggu breytt í draumaheimilið: „Ég er agndofa“ „Það er ekki oft sem ég fæ útkall frá lögreglunni,“ segir Soffía Dögg Garðarsdóttir þáttastjórnandi Skreytum hús. Í fyrsta þættinum í nýrri þáttaröð gerir hún íbúð að draumaheimili. 27. október 2021 07:00 Soffía Dögg fer af stað með nýja þáttaröð af Skreytum hús Í næstu viku fer af stað hér á Vísi þriðja þáttaröðin af Skreytum hús. Soffía Dögg Garðarsdóttir er spennt að fara aftur af stað. Hundruð einstaklinga sóttu um að taka þátt og voru valin nokkur rými sem Soffía Dögg tekur í gegn í þáttunum. 21. október 2021 15:01 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Fleiri fréttir Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Íbúð Bigga löggu breytt í draumaheimilið: „Ég er agndofa“ „Það er ekki oft sem ég fæ útkall frá lögreglunni,“ segir Soffía Dögg Garðarsdóttir þáttastjórnandi Skreytum hús. Í fyrsta þættinum í nýrri þáttaröð gerir hún íbúð að draumaheimili. 27. október 2021 07:00
Soffía Dögg fer af stað með nýja þáttaröð af Skreytum hús Í næstu viku fer af stað hér á Vísi þriðja þáttaröðin af Skreytum hús. Soffía Dögg Garðarsdóttir er spennt að fara aftur af stað. Hundruð einstaklinga sóttu um að taka þátt og voru valin nokkur rými sem Soffía Dögg tekur í gegn í þáttunum. 21. október 2021 15:01