Brugðumst Solskjær á einum versta degi á okkar ferli Sindri Sverrisson skrifar 29. október 2021 14:00 Harry Maguire brúnaþungur á leiknum gegn Liverpool á sunnudaginn. Getty/Alex Livesey Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, segir að með niðurlægjandi 5-0 tapinu gegn Liverpool á sunnudag hafi leikmenn United brugðist knattspyrnustjóranum Ole Gunnari Solskjær og öllum sem að félaginu komi. „Þetta er búið að vera erfitt og svekkjandi. Þegar maður horfir til baka á úrslitin og frammistöðuna þá var þetta niðurlæging. Langt frá því að vera nógu gott fyrir þetta félag,“ sagði Maguire við Sky Sports í dag. „Ég er viss um að þetta er einn mesti lágpunktur ferilsins hjá okkur leikmönnunum öllum. Maður fer heim til sín og sefur ekki mikið því hugsanirnar streyma. „Ef ég hefði bara gert þetta.“ Í hreinskilni sagt þá fór ég bara heim og horfðist í augu við sjálfan mig og hvað ég gæti gert betur, og tek sjálfur fulla ábyrgð,“ sagði Maguire. United mætir Tottenham síðdegis á morgun og þrátt fyrir orðróma um að Solskjær yrði rekinn eftir tapið á sunnudag, og vangaveltur um hugsanlega arftaka hans, þá verður Norðmaðurinn þar við stjórnvölinn. „Við brugðumst stjóranum okkar í leiknum við Liverpool. Við brugðumst stuðningsmönnum, félaginu og okkur sjálfum. Við verðum að axla fulla ábyrgð á því. Skuldum við honum [Solskjær] góða frammistöðu? Að sjálfsögðu gerum við það,“ sagði Maguire. United hefur þegar fengið á sig 15 mörk í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð, og ef 3-2 sigurinn gegn Atalanta í Meistaradeildinni er talinn með hefur liðið fengið á sig 11 mörk í síðustu þremur leikjum sínum. „Við höfum fengið allt of mörg mörk á okkur. Ég ber mikla ábyrgð á því. Ég ber ábyrgð á minni eigin frammistöðu og líka á varnarframmistöðu liðsins. Ég er fyrirliði og hef verið fastamaður í vörninni í yfir tvö ár. Við höfum átt fína spretti en í augnablikinu erum við ekki að verjast nógu vel. Ég hef ekki spilað nógu vel og ég ætla mér að komast í það form sem ég var í síðustu tvær leiktíðir, fyrir meiðslin,“ sagði Maguire en hann meiddist í kálfa í leik gegn Aston Villa í september. Enski boltinn Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Sjá meira
„Þetta er búið að vera erfitt og svekkjandi. Þegar maður horfir til baka á úrslitin og frammistöðuna þá var þetta niðurlæging. Langt frá því að vera nógu gott fyrir þetta félag,“ sagði Maguire við Sky Sports í dag. „Ég er viss um að þetta er einn mesti lágpunktur ferilsins hjá okkur leikmönnunum öllum. Maður fer heim til sín og sefur ekki mikið því hugsanirnar streyma. „Ef ég hefði bara gert þetta.“ Í hreinskilni sagt þá fór ég bara heim og horfðist í augu við sjálfan mig og hvað ég gæti gert betur, og tek sjálfur fulla ábyrgð,“ sagði Maguire. United mætir Tottenham síðdegis á morgun og þrátt fyrir orðróma um að Solskjær yrði rekinn eftir tapið á sunnudag, og vangaveltur um hugsanlega arftaka hans, þá verður Norðmaðurinn þar við stjórnvölinn. „Við brugðumst stjóranum okkar í leiknum við Liverpool. Við brugðumst stuðningsmönnum, félaginu og okkur sjálfum. Við verðum að axla fulla ábyrgð á því. Skuldum við honum [Solskjær] góða frammistöðu? Að sjálfsögðu gerum við það,“ sagði Maguire. United hefur þegar fengið á sig 15 mörk í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð, og ef 3-2 sigurinn gegn Atalanta í Meistaradeildinni er talinn með hefur liðið fengið á sig 11 mörk í síðustu þremur leikjum sínum. „Við höfum fengið allt of mörg mörk á okkur. Ég ber mikla ábyrgð á því. Ég ber ábyrgð á minni eigin frammistöðu og líka á varnarframmistöðu liðsins. Ég er fyrirliði og hef verið fastamaður í vörninni í yfir tvö ár. Við höfum átt fína spretti en í augnablikinu erum við ekki að verjast nógu vel. Ég hef ekki spilað nógu vel og ég ætla mér að komast í það form sem ég var í síðustu tvær leiktíðir, fyrir meiðslin,“ sagði Maguire en hann meiddist í kálfa í leik gegn Aston Villa í september.
Enski boltinn Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Sjá meira