Facebook breytir um nafn Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 28. október 2021 19:07 Facebook er stærsti samfélagsmiðill í heiminum en tæplega þrír milljarðar manna eru virkir á forritinu. AP/Risberg Samfélagmiðlarisinn Facebook hyggst nú breyta um nafn. Nýja nafnið verður "Meta" en nafnbreytingin er liður í áherslubreytingu fyrirtækisins. Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, segir að með nýja nafninu sé ætlað að endurspegla áherslur félagsins á að smíða sýndarheim á netinu (e. metaverse). Zuckerberg gerir ráð fyrir því að allt að milljarður manna muni taka þátt í sýndarheiminum nýja á næstu árum. Þetta kemur fram í frétt AP News. Forrit samfélagsmiðlarisans eins og smáforritið Facebook - sem flestir kannast við, Instagram og Messenger munu enn halda nafni sínu en undir einum hatti; hins nýja Meta. Að sögn Zuckerberg á sýndarheimurinn að vera staður þar sem fólk getur átt í samskiptum, unnið, skapað og stofnandinn bindur vonir við að sýndarheimurinn komi til með að búa til milljónir nýrra stafa á næstu árum. Zuckerberg sér fyrir sér að fólk verði þannig virkir þátttakendur í stað þess að horfa á skjá eins og tíðkast, hver í sínu lagi. Stofnandinn segir að gamla nafn fyrirtækisins endurspegli áherslur fyrirtækisins ekki lengur: „Nú er litið á okkur sem samfélagsmiðlafyrirtæki, en kjarni okkar er fyrirtæki sem smíðar tækni sem tengir fólk saman,“ segir Zuckerberg. Tilkynningin kemur á viðkvæmum tíma fyrir fyrirtækið en fyrrum starfsmaður fyrirtækisins steig fram nýlega, og sagði stjórnendur samfélagsmiðlarisans hafa virt að vettugi ábendingar um að forrit Facebook væru skaðleg börnum og ælu á sundrung. Bandaríkin Samfélagsmiðlar Facebook Meta Tengdar fréttir Facebook veðjar á nýjan sýndarheim Allt að tíu þúsund störf eiga að skapast innan ríkja Evrópusambandsins á næstu fimm árum í tengslum við þróun samfélagsmiðlarisans Facebook á nýjum sýndarheimi. Þar eiga notendur að geta leikið sér, unnið og haft samskipti í sýndarveruleika. 18. október 2021 11:28 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, segir að með nýja nafninu sé ætlað að endurspegla áherslur félagsins á að smíða sýndarheim á netinu (e. metaverse). Zuckerberg gerir ráð fyrir því að allt að milljarður manna muni taka þátt í sýndarheiminum nýja á næstu árum. Þetta kemur fram í frétt AP News. Forrit samfélagsmiðlarisans eins og smáforritið Facebook - sem flestir kannast við, Instagram og Messenger munu enn halda nafni sínu en undir einum hatti; hins nýja Meta. Að sögn Zuckerberg á sýndarheimurinn að vera staður þar sem fólk getur átt í samskiptum, unnið, skapað og stofnandinn bindur vonir við að sýndarheimurinn komi til með að búa til milljónir nýrra stafa á næstu árum. Zuckerberg sér fyrir sér að fólk verði þannig virkir þátttakendur í stað þess að horfa á skjá eins og tíðkast, hver í sínu lagi. Stofnandinn segir að gamla nafn fyrirtækisins endurspegli áherslur fyrirtækisins ekki lengur: „Nú er litið á okkur sem samfélagsmiðlafyrirtæki, en kjarni okkar er fyrirtæki sem smíðar tækni sem tengir fólk saman,“ segir Zuckerberg. Tilkynningin kemur á viðkvæmum tíma fyrir fyrirtækið en fyrrum starfsmaður fyrirtækisins steig fram nýlega, og sagði stjórnendur samfélagsmiðlarisans hafa virt að vettugi ábendingar um að forrit Facebook væru skaðleg börnum og ælu á sundrung.
Bandaríkin Samfélagsmiðlar Facebook Meta Tengdar fréttir Facebook veðjar á nýjan sýndarheim Allt að tíu þúsund störf eiga að skapast innan ríkja Evrópusambandsins á næstu fimm árum í tengslum við þróun samfélagsmiðlarisans Facebook á nýjum sýndarheimi. Þar eiga notendur að geta leikið sér, unnið og haft samskipti í sýndarveruleika. 18. október 2021 11:28 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Facebook veðjar á nýjan sýndarheim Allt að tíu þúsund störf eiga að skapast innan ríkja Evrópusambandsins á næstu fimm árum í tengslum við þróun samfélagsmiðlarisans Facebook á nýjum sýndarheimi. Þar eiga notendur að geta leikið sér, unnið og haft samskipti í sýndarveruleika. 18. október 2021 11:28