Amnesty hvetur Beckham til að kynna sér stöðu mála Katar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. október 2021 07:00 Svo virðist sem David Beckham, sendiherra UNICEF, verði eitt aðal andlit HM 2022 sem fram fer í Katar. Mike Marsland/Getty Images David Beckham verður eitt af andlitum HM 2022 í knattspyrnu sem og sendiherra mótsins sem fram fer í Katar. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa hvatt hann til að kynna sér bága stöðu mannréttinda í landinu. Beckham gerði garðinn frægan sem leikmaður Manchester United, Real Madríd og enska landsliðinu. Í dag er hann eigandi Inter Miami í MLS-deildinni í Bandaríkjunum ásamt því að vera fyrirsæta, áhrifavaldur og nú sendiherra sem og andlit HM sem fram fer í Katar. Verður hann tilkynntur sem sendiherra mótsins í næsta mánuði samkvæmt Sky Sports. Hefur hann fengið mikla gagnrýni fyrir þar sem bág staða verkafólks og almenn mannréttindabrot í landinu hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri. Þá er Beckham sendiherra UNICEF og talið að nýtt hlutverk hans brjóti í bága gegn stöðu hans hjá UNICEF. David Beckham is under fire over reports he has signed a deal worth £150m over 10 years to become the face of the 2022 World Cup in Qatar and an ambassador for the emirate.— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 25, 2021 Katar hefur verið mikið í sviðsljósinu vegna mótsins þar sem reisa hefur þurft fjölda mannvirkja til þess að hægt sé að halda mótið í landinu. „Það kemur ekki á óvar tað David Beckham vilji vera hluti af jafn stórum viðburði og HM er. Við hvetjum hann hins vegar til að kynna sér grafalvarlega stöðu mannréttinda í landinu ásamt því að vera tilbúinn að tjá sig um hana,“ segir í yfirlýsingu á vef Amnesty. „Fjöldi mannréttindabrota í landinu er ógnvænlegur. Staða verkafólks í landinu – fólksins sem gerir það mögulegt að halda HM – er einkar slæm. Málfrelsi viðgengst ekki og samkynhneigt fólk á undir högg að sækja.“ „Alþjóðaknattspyrnusambandið spilar mikilvægt hlutverk í því að keyra breytingar í gegn, sérstaklega þegar kemur að málefnum verkafólks tengdum mótinu. Beckham ætti að nota einstaka stöðu sína til þess að minna fólk á það sem gerist í kringum leikvangana en ekki aðeins á vellinum sjálfur,“ segir að endingu í yfirlýsingu samtakanna. Fótbolti HM 2022 í Katar Mannréttindi Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Danmörk - Spánn | Evrópumeistararnir mæta á Parken Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Sjá meira
Beckham gerði garðinn frægan sem leikmaður Manchester United, Real Madríd og enska landsliðinu. Í dag er hann eigandi Inter Miami í MLS-deildinni í Bandaríkjunum ásamt því að vera fyrirsæta, áhrifavaldur og nú sendiherra sem og andlit HM sem fram fer í Katar. Verður hann tilkynntur sem sendiherra mótsins í næsta mánuði samkvæmt Sky Sports. Hefur hann fengið mikla gagnrýni fyrir þar sem bág staða verkafólks og almenn mannréttindabrot í landinu hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri. Þá er Beckham sendiherra UNICEF og talið að nýtt hlutverk hans brjóti í bága gegn stöðu hans hjá UNICEF. David Beckham is under fire over reports he has signed a deal worth £150m over 10 years to become the face of the 2022 World Cup in Qatar and an ambassador for the emirate.— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 25, 2021 Katar hefur verið mikið í sviðsljósinu vegna mótsins þar sem reisa hefur þurft fjölda mannvirkja til þess að hægt sé að halda mótið í landinu. „Það kemur ekki á óvar tað David Beckham vilji vera hluti af jafn stórum viðburði og HM er. Við hvetjum hann hins vegar til að kynna sér grafalvarlega stöðu mannréttinda í landinu ásamt því að vera tilbúinn að tjá sig um hana,“ segir í yfirlýsingu á vef Amnesty. „Fjöldi mannréttindabrota í landinu er ógnvænlegur. Staða verkafólks í landinu – fólksins sem gerir það mögulegt að halda HM – er einkar slæm. Málfrelsi viðgengst ekki og samkynhneigt fólk á undir högg að sækja.“ „Alþjóðaknattspyrnusambandið spilar mikilvægt hlutverk í því að keyra breytingar í gegn, sérstaklega þegar kemur að málefnum verkafólks tengdum mótinu. Beckham ætti að nota einstaka stöðu sína til þess að minna fólk á það sem gerist í kringum leikvangana en ekki aðeins á vellinum sjálfur,“ segir að endingu í yfirlýsingu samtakanna.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mannréttindi Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Danmörk - Spánn | Evrópumeistararnir mæta á Parken Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Sjá meira