Sekta Ríkisútvarpið, Sýn og Hringbraut vegna auglýsinga Samúel Karl Ólason skrifar 22. október 2021 19:58 Ríkisútvarpið, Sýn og Hringbraut voru sektuð af fjölmiðlanefnd. Vísir/Vilhelm Fjölmiðlanefnd birti undir kvöld nokkrar ákvarðanir þar sem fyrirtæki og fólk var sektað vegna ólögmætra auglýsinga. Ríkisútvarpið, Sýn og Hringbraut voru sektuð en nefndin ákvað að sekta ekki forsvarsmenn tveggja hlaðvarpa þar sem lög voru brotin. Fjölmiðlanefnd sektaði Ríkisútvarpið fyrir að brjóta lög með því að birta auglýsingar í tengslum við Sögur- verðlaunahátíð barnanna. Nefndin metur þann dagskrárlið ætlaðan börnum yngri en tólf ára. Samkvæmt lögum um fjölmiðla eru auglýsingar og fjarkaupainnskot bönnuð í dagskrá fyrir börn á þeim aldri. Í ákvörðun nefndarinnar segir að kvörtun hafi borist frá Sýn hf. og að Ríkisútvarpið hafi verið sektað um hálfa milljón króna vegna brotsins. Fjölmiðlanefnd sektaði einnig Sýn vegna brota á lögum um fjölmiðla um duldar auglýsingar, vöruinnsetningar, bann við viðskiptaboðum fyrir áfengi og kostun efnis í Rauðvín og klakar á Stöð 2 eSport og Vísi. Nefnd eru mörg dæmi um brot fyrr á árinu og því síðasta. Þá segir að Fjölmiðlanefnd hafi ekki talið ástæðu til að falla frá sekt vegna fyrri brota á lögum um fjölmiðla. Þó hafi verið tekið tillit til þess að um tilraunaverkefni í sjónvarpi hér á landi sé að ræða og sjónvarpsþætti með óhefðbundnum efnistökum á sjónvarpsstöð sem sé til þess fallin að höfða til ungs fólks og vekja athygli á rafíþróttum sem áhugamáli og íþróttagrein. Sýn var einnig sektuð um hálfa milljón króna. Vísir er í eigu Sýnar. Hringbraut með hæstu sektina Fjölmiðlanefnd sektaði einnig Hringbraut fyrir brot á lögum um fjölmiðla. Það var fyrir dulin viðskiptaboð og hlutfall viðskiptaboða í þáttunum Einfalt að eldast og Allt annað líf sem sýndir voru í fyrra og árið 2019. Nefndin segir að Hringbraut-Fjölmiðlar ehf. hafi brotið lög um dulin viðskiptaboð í báðum þáttunum. Nefndin komst einnig að þeirri niðurstöðu að báðir þættirnir, Einfalt að eldast og Allt annað Líf, hafi í heild sinni talist til viðskiptaboða. Hringbraut var því sektuð um 750 þúsund krónur fyrir hvern þátt, eða samtals eina og hálfa milljón króna. Fram kom á Vísi fyrr í dag að Fjölmiðlanefnd hefði einnig sektað hlaðvarpið Dr. Football og sent stefnuvott að heimil Hjörvars Hafliðasonar, eiganda hlaðvarpsins. Fjölmiðlanefnd birti einnig úrskurð um að lög um skráningarskyldu fjölmiðla og auglýsingar fyrir happdrættis- og veðmálastarfsemi hefðu verið brotin í hlaðvarpinu Steve Dagskrá. Kvörtun hafi borist frá Íslenskum getraunum vegna auglýsinga fyrir Coolbet á Íslandi. Hlaðvörpin ekki sektuð Ákveðið var að sleppa Steve Dagskrá ehf. við sekt. Að hluta til vegna þess að brugðist var við fyrsta erindi Fjölmiðlanefndar og að reglur hefðu ekki verið brotnar áður í hlaðvarpinu. Fjölmiðlanefnd birti þar að auki úrskurð vegna kvörtunar gegn Huga Halldórssyni, fjölmiðlaveitu hlaðvarpsins FantasyGandalf, sem heitir nú The Mike Show. Þar hafi verið brotið gegn lögum um fjölmiðla og þá sérstaklega skráningarskyldu, bann við viðskiptaboðum fyrir áfengi og bann við viðskiptaboðum fyrir happdrættis- og veðmálastarfsemi, sem ekki hefur leyfi lögum samkvæmt hér á landi. Þar var einnig ákveðið að beita ekki sektum vegna því að stjórnendur hlaðvarpsins brugðust fljótt við erindi Fjölmiðlanefndar. Framsetningu viðskiptaboða hafi verið breytt og auglýsingum um veðmálastarfsemi hætti. Þar að auki hefðu reglur ekki verið brotnar áður í hlaðvarpinu. Fjölmiðlalög Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisútvarpið Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Fjölmiðlanefnd sektaði Ríkisútvarpið fyrir að brjóta lög með því að birta auglýsingar í tengslum við Sögur- verðlaunahátíð barnanna. Nefndin metur þann dagskrárlið ætlaðan börnum yngri en tólf ára. Samkvæmt lögum um fjölmiðla eru auglýsingar og fjarkaupainnskot bönnuð í dagskrá fyrir börn á þeim aldri. Í ákvörðun nefndarinnar segir að kvörtun hafi borist frá Sýn hf. og að Ríkisútvarpið hafi verið sektað um hálfa milljón króna vegna brotsins. Fjölmiðlanefnd sektaði einnig Sýn vegna brota á lögum um fjölmiðla um duldar auglýsingar, vöruinnsetningar, bann við viðskiptaboðum fyrir áfengi og kostun efnis í Rauðvín og klakar á Stöð 2 eSport og Vísi. Nefnd eru mörg dæmi um brot fyrr á árinu og því síðasta. Þá segir að Fjölmiðlanefnd hafi ekki talið ástæðu til að falla frá sekt vegna fyrri brota á lögum um fjölmiðla. Þó hafi verið tekið tillit til þess að um tilraunaverkefni í sjónvarpi hér á landi sé að ræða og sjónvarpsþætti með óhefðbundnum efnistökum á sjónvarpsstöð sem sé til þess fallin að höfða til ungs fólks og vekja athygli á rafíþróttum sem áhugamáli og íþróttagrein. Sýn var einnig sektuð um hálfa milljón króna. Vísir er í eigu Sýnar. Hringbraut með hæstu sektina Fjölmiðlanefnd sektaði einnig Hringbraut fyrir brot á lögum um fjölmiðla. Það var fyrir dulin viðskiptaboð og hlutfall viðskiptaboða í þáttunum Einfalt að eldast og Allt annað líf sem sýndir voru í fyrra og árið 2019. Nefndin segir að Hringbraut-Fjölmiðlar ehf. hafi brotið lög um dulin viðskiptaboð í báðum þáttunum. Nefndin komst einnig að þeirri niðurstöðu að báðir þættirnir, Einfalt að eldast og Allt annað Líf, hafi í heild sinni talist til viðskiptaboða. Hringbraut var því sektuð um 750 þúsund krónur fyrir hvern þátt, eða samtals eina og hálfa milljón króna. Fram kom á Vísi fyrr í dag að Fjölmiðlanefnd hefði einnig sektað hlaðvarpið Dr. Football og sent stefnuvott að heimil Hjörvars Hafliðasonar, eiganda hlaðvarpsins. Fjölmiðlanefnd birti einnig úrskurð um að lög um skráningarskyldu fjölmiðla og auglýsingar fyrir happdrættis- og veðmálastarfsemi hefðu verið brotin í hlaðvarpinu Steve Dagskrá. Kvörtun hafi borist frá Íslenskum getraunum vegna auglýsinga fyrir Coolbet á Íslandi. Hlaðvörpin ekki sektuð Ákveðið var að sleppa Steve Dagskrá ehf. við sekt. Að hluta til vegna þess að brugðist var við fyrsta erindi Fjölmiðlanefndar og að reglur hefðu ekki verið brotnar áður í hlaðvarpinu. Fjölmiðlanefnd birti þar að auki úrskurð vegna kvörtunar gegn Huga Halldórssyni, fjölmiðlaveitu hlaðvarpsins FantasyGandalf, sem heitir nú The Mike Show. Þar hafi verið brotið gegn lögum um fjölmiðla og þá sérstaklega skráningarskyldu, bann við viðskiptaboðum fyrir áfengi og bann við viðskiptaboðum fyrir happdrættis- og veðmálastarfsemi, sem ekki hefur leyfi lögum samkvæmt hér á landi. Þar var einnig ákveðið að beita ekki sektum vegna því að stjórnendur hlaðvarpsins brugðust fljótt við erindi Fjölmiðlanefndar. Framsetningu viðskiptaboða hafi verið breytt og auglýsingum um veðmálastarfsemi hætti. Þar að auki hefðu reglur ekki verið brotnar áður í hlaðvarpinu.
Fjölmiðlalög Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisútvarpið Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira