Var rænt á síðasta ári og hafði fé verið sett til höfuðs honum Atli Ísleifsson skrifar 22. október 2021 10:45 Sænskir fjölmiðlar segja morðið á Einári sé talið tengjast bæði hnífstungu fyrr í mánuðinum, þar sem Einár var handtekinn, og mannrán á Einár á síðasta ári. EPA Sænski rapparinn Einár, sem skotinn var til bana í gærkvöldi, átti þrátt fyrir ungan aldur fortíð innan heims sænskra glæpagengja. Honum hafði áður verið rænt af hópi manna. Fé hafði verið sett til höfuðs honum nokkrum vikum áður en honum var ráðinn bani. Sænskir fjölmiðlar greindu frá því í nótt að hinn nítján ára Einár, sem hét réttu nafni Nils Kurt Erik Einar Grönberg, hafi verið skotinn í Hammarby sjöstad í Stokkhólmi í gærkvöldi. Á hann að hafa verið skotinn af 1,5 metra færi í höfuð og bringu. Tveir menn sáust hlaupa af vettvangi en enginn hefur enn verið handtekinn vegna málsins. Einár hafði áður við komið við sögu lögreglu, síðast fyrir hálfum mánuði í tengslum við hnífstungu á næturklúbbnum Nosh and Chow á Norrlandsgötu í Stokkhólmi. Þar hafði maður verið stunginn og þrír verið handteknir, þar ef tveir þekktir tónlistarmenn. Einár var einn þeirra. Þeim var öllum sleppt en höfðu stöðu sakbornings í málinu. Frá vettvangi morðsins í Hammarby sjöstad.EPA Rænt af öðrum rappara Sænskir fjölmiðlar rifja í dag upp tengsl Einárs við glæpasamtök. Þar kemur fram að honum hafi verið rænt af Haval, keppinauti Einárs í heimi sænskrar rapptónlistar, og félögum hans á vordögum 2020. Var Einár þá bundinn og myndir teknar af honum sem ætlað var að niðurlægja hann. Haval hlaut dóm fyrir ránið. Skömmu fyrir mannránið hafði þriðji rapparinn, Yasin, gert tilraun til að ræna Einár og hlaut hann einnig dóm fyrir. Aftonbladet segir að morðið á Einár sé talið tengjast bæði hnífstungunni fyrr í mánuðinum og mannráninu á Einár á síðasta ári. Kann að tengjast greiðslu sem aldrei barst Mannræningjarnir eiga að hafa á sínum tíma krafist þriggja milljóna sænskra króna, um 45 milljóna íslenskra króna greiðslu – greiðslu sem aldrei barst. Þetta kann að hafa verið ástæða morðsins og ástæða þess að rapparanum hafi borist hótanir síðustu vikurnar. Ennfremur segir að í júlí síðastliðinn hafi 26 manns með tengsl við glæpasamtök sem kennd eru við Vårby, hverfi suðvestur af Stokkhólmi, verið dæmdir fyrir ýmsa glæpi. Margir þeirra tengdust mannráninu á Einár og mannránstilrauninni á síðasta ári. Yasin var einn þeirra sem hlaut dóm, tíu mánaða fangelsi fyrir aðild að mannráni. Rapparinn Einár naut mikilla vinsælda í heimalandinu og var með milljónir spilana á Spotify.EPA Móðir Einárs kærði málið Einár sjálfur kærði ekki mannránið og var það þess í stað móðir hans, leikkonan Lena Nilsson, sem tilkynnti mannránið á syni sínum til lögreglu. Rapparinn Einár naut mikilla vinsælda í heimalandinu og var með milljónir spilana á Spotify. Hann vann til tveggja verðlauna á sænsku tónlistarhátíðinni Grammis á síðasta ári – annars vegar sem nýliði ársins og svo hip hop-tónlistarmaður ársins. Einar fæddist í Stokkhómi árið 2002 og sló í gegn sextán ára gamall með laginu Katten í trakten sem náði efsta sæti sænska vinsældalistans. Sama ár, 2019, gaf hann út sína fyrstu plötu, Första klass. Textar í lögum hans voru svokallað gangsterrap þar sem hann fjallaði um vopn, eiturlyf og glæpi. Svíþjóð Tónlist Tengdar fréttir Einn vinsælasti rappari Svíþjóðar skotinn til bana Sænski rapparinn Einár var skotinn til bana í Hammarby sjöstad í Stokkhólmi í gærkvöldi. Sænskir fjölmiðlar greina frá því að heimildarmenn segi Einár hafa ítrekað verið hótað. Morðið er talið tengjast átökum glæpagengja í sænsku höfuðborginni. 22. október 2021 07:07 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Sænskir fjölmiðlar greindu frá því í nótt að hinn nítján ára Einár, sem hét réttu nafni Nils Kurt Erik Einar Grönberg, hafi verið skotinn í Hammarby sjöstad í Stokkhólmi í gærkvöldi. Á hann að hafa verið skotinn af 1,5 metra færi í höfuð og bringu. Tveir menn sáust hlaupa af vettvangi en enginn hefur enn verið handtekinn vegna málsins. Einár hafði áður við komið við sögu lögreglu, síðast fyrir hálfum mánuði í tengslum við hnífstungu á næturklúbbnum Nosh and Chow á Norrlandsgötu í Stokkhólmi. Þar hafði maður verið stunginn og þrír verið handteknir, þar ef tveir þekktir tónlistarmenn. Einár var einn þeirra. Þeim var öllum sleppt en höfðu stöðu sakbornings í málinu. Frá vettvangi morðsins í Hammarby sjöstad.EPA Rænt af öðrum rappara Sænskir fjölmiðlar rifja í dag upp tengsl Einárs við glæpasamtök. Þar kemur fram að honum hafi verið rænt af Haval, keppinauti Einárs í heimi sænskrar rapptónlistar, og félögum hans á vordögum 2020. Var Einár þá bundinn og myndir teknar af honum sem ætlað var að niðurlægja hann. Haval hlaut dóm fyrir ránið. Skömmu fyrir mannránið hafði þriðji rapparinn, Yasin, gert tilraun til að ræna Einár og hlaut hann einnig dóm fyrir. Aftonbladet segir að morðið á Einár sé talið tengjast bæði hnífstungunni fyrr í mánuðinum og mannráninu á Einár á síðasta ári. Kann að tengjast greiðslu sem aldrei barst Mannræningjarnir eiga að hafa á sínum tíma krafist þriggja milljóna sænskra króna, um 45 milljóna íslenskra króna greiðslu – greiðslu sem aldrei barst. Þetta kann að hafa verið ástæða morðsins og ástæða þess að rapparanum hafi borist hótanir síðustu vikurnar. Ennfremur segir að í júlí síðastliðinn hafi 26 manns með tengsl við glæpasamtök sem kennd eru við Vårby, hverfi suðvestur af Stokkhólmi, verið dæmdir fyrir ýmsa glæpi. Margir þeirra tengdust mannráninu á Einár og mannránstilrauninni á síðasta ári. Yasin var einn þeirra sem hlaut dóm, tíu mánaða fangelsi fyrir aðild að mannráni. Rapparinn Einár naut mikilla vinsælda í heimalandinu og var með milljónir spilana á Spotify.EPA Móðir Einárs kærði málið Einár sjálfur kærði ekki mannránið og var það þess í stað móðir hans, leikkonan Lena Nilsson, sem tilkynnti mannránið á syni sínum til lögreglu. Rapparinn Einár naut mikilla vinsælda í heimalandinu og var með milljónir spilana á Spotify. Hann vann til tveggja verðlauna á sænsku tónlistarhátíðinni Grammis á síðasta ári – annars vegar sem nýliði ársins og svo hip hop-tónlistarmaður ársins. Einar fæddist í Stokkhómi árið 2002 og sló í gegn sextán ára gamall með laginu Katten í trakten sem náði efsta sæti sænska vinsældalistans. Sama ár, 2019, gaf hann út sína fyrstu plötu, Första klass. Textar í lögum hans voru svokallað gangsterrap þar sem hann fjallaði um vopn, eiturlyf og glæpi.
Svíþjóð Tónlist Tengdar fréttir Einn vinsælasti rappari Svíþjóðar skotinn til bana Sænski rapparinn Einár var skotinn til bana í Hammarby sjöstad í Stokkhólmi í gærkvöldi. Sænskir fjölmiðlar greina frá því að heimildarmenn segi Einár hafa ítrekað verið hótað. Morðið er talið tengjast átökum glæpagengja í sænsku höfuðborginni. 22. október 2021 07:07 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Einn vinsælasti rappari Svíþjóðar skotinn til bana Sænski rapparinn Einár var skotinn til bana í Hammarby sjöstad í Stokkhólmi í gærkvöldi. Sænskir fjölmiðlar greina frá því að heimildarmenn segi Einár hafa ítrekað verið hótað. Morðið er talið tengjast átökum glæpagengja í sænsku höfuðborginni. 22. október 2021 07:07