Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Valur 23-31 | Stjörnuframmistaða Vals í seinni hálfleik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. október 2021 20:33 Thea Imani Sturludóttir var markahæst á vellinum með níu mörk. vísir/vilhelm Valur tyllti sér á topp Olís-deildar kvenna með sigri á Stjörnunni, 23-31, í Garðabænum í kvöld. Valskonur hafa unnið alla þrjá leiki sína á tímabilinu á meðan Stjörnukonur eru aðeins með tvö stig eftir fjóra leiki. Stjarnan var tveimur mörkum yfir eftir fyrri hálfleikinn, 15-13. Í þeim seinni var Valur miklu sterkari aðilinn, vann seinni hann, 18-8, og leikinn, 23-31. Sara Sif Helgadóttir átti stórleik í marki Vals og varði 22 skot, eða 49 prósent þeirra skota sem hún fékk á sig. Thea Imani Sturludóttir skoraði níu mörk fyrir Valskonur og Auður Ester Gestsdóttir og Mariam Eradze sitt hvor sex mörkin. Eva Björk Davíðsdóttir skoraði sjö mörk fyrir Stjörnuna og Darija Zacevic varði átján skot í markinu (38 prósent). Sara Sif Helgadóttir varði 22 skot í marki Vals.vísir/vilhelm Stjarnan byrjaði leikinn betur, spilaði góða sókn og skoraði mikið eftir hraðaupphlaup. Valskonur voru lengi í gang, sérstaklega í vörninni, en áttu góðan kafla um miðbik fyrri hálfleiks. Valur skoraði þá þrjú mörk í röð og náði tveggja marka forskoti, 7-9. Sara Sif varði mjög vel á þessum kafla og Valsóknin gekk vel. Eftir erfiðar mínútur um miðjan fyrri hálfleik endaði Stjarnan hann betur. Liðið skoraði fjögur mörk í röð og náði mest þriggja marka forskoti. Staðan í hálfleik var 15-13, Stjörnunni í vil. Valur byrjaði seinni hálfleikinn miklu betur, skoraði sjö af fyrstu átta mörkum hans og komst fjórum mörkum yfir, 16-20. Sóknarleikur Valskvenna gekk smurt á meðan Stjörnukonur áttu í mestu vandræðum með að opna Stjörnuvörnina og koma boltanum framhjá Söru Sif. Auður Ester Gestsdóttir skorar eitt sex marka sinna.vísir/vilhelm Þegar þrettán mínútur voru eftir gat Stjarnan minnkað muninn í eitt mark en skot Ásthildar Berthu Bjarkadóttur fór hins vegar í stöngina. Nær áttu Stjörnukonur ekki eftir að komast í leiknum. Mariam tók yfir í Valssókninni, skoraði fjögur mörk í röð og kom gestunum sex mörkum yfir, 20-26. Og þá var björninn unninn. Stjörnukonur gáfust nánast upp á lokakaflanum á meðan Valskonur slógu ekkert af og unnu á endanum átta marka sigur, 23-31. Mariam Eradze skoraði fjögur mörk í röð þegar Valur tók fram úr.vísir/vilhelm Af hverju vann Valur? Eftir ágætan fyrri hálfleik spilaði Valur frábærlega í þeim seinni, á báðum endum vallarins. Vörnin var gríðarlega sterk og Sara Sif varði vel. Og í sókninni lögðu margar í púkkið. Stjörnukonur áttu engin svör og litu illa út í seinni hálfleik. Hverjar stóðu upp úr? Sara Sif getur átt leiki þar sem er nánast ómögulegt að skora hjá henni og leikurinn í kvöld var einn af þeim. Hún varði 22 skot, þar af þrettán í seinni hálfleik. Lítið gekk hjá Theu í fyrri hálfleik þar sem hún klikkaði á átta af ellefu skotum sínum. Hún hætti hins vegar aldrei og lék vel í seinni hálfleik. Auður Ester var frábær í hægra horninu, Mariam átti góðan kafla í sókninni í seinni hálfleik og var öflug í vörninni og Elín Rósa Magnúsdóttir stýrði Valssókninni með stæl. Þá var Hildigunnur Einarsdóttir sterk í vörn og sókn. Darija varði vel í marki Stjörnunnar, sérstaklega í fyrri hálfleik. Eva Björk lék mjög vel í fyrri hálfleik en datt niður í þeim seinni. Darija Zacevic var besti leikmaður Stjörnunnar í leiknum.vísir/vilhelm Hvað gekk illa? Eftir mjög góða frammistöðu hjá Stjörnunni í fyrri hálfleik var hálf ótrúlegt að sjá hvernig leikur liðsins hrundi á öllum sviðum í þeim seinni. Skyttur Stjörnunnar náðu sér engan veginn á strik og þær Lena Margrét Valdimarsdóttir, Helena Rut Örvarsdóttir og Katla María Magnúsdóttir skoruðu aðeins þrjú mörk úr samtals nítján skotum. Hvað gerist næst? Laugardaginn 30. október sækir Stjarnan ÍBV heim. Degi síðar fær Valur Hauka í heimsókn. Rakel Dögg: Vorum svolítið fljótar að brotna Rakel Dögg Bragadóttir sagði að Stjörnukonur hefðu verið of fljótar að leggja árar í bát í seinni hálfleiknum.vísir/vilhelm Rakel Dögg Bragadóttur, þjálfara Stjörnunnar, var orða vant eftir tapið fyrir Val. „Ég hef eiginlega ekki svör fyrir þig núna. Ég veit ekki hvað gerði það að verkum að við hrundum niður í seinni hálfleik. Ég þarf að rúlla betur yfir leikinn áður en ég kem með gáfuleg svör,“ sagði Rakel í leikslok. Hún var mjög ánægð með hvernig Stjarnan spilaði í fyrri hálfleik. „Frábær fyrri hálfleikur en það voru samt þættir sem við vildum laga, sérstaklega í vörninni. En þetta fór þvert á það sem við ætluðum okkur að gera. En fyrri hálfleikurinn var frábær, við sýndum góða spilamennsku og getum tekið það með okkur,“ sagði Rakel. Valskonur komu grimmar til leiks í seinni hálfleiks og náðu undirtökunum. En þegar rúmar tíu mínútur voru eftir gátu Stjörnukonur minnkað muninn í eitt mark. Það gekk ekki, Valur skoraði fjögur mörk í röð og kláraði leikinn. „Við vorum svolítið fljótar að brotna í dag. Það var erfitt að byrja seinni hálfleikinn illa en við gerðum vel í að koma til baka. En undir lokin tókum við of margar óskynsamlegar ákvarðanir. En það var aðallega varnarleikurinn sem var í ólagi. Við fengum alltof mörg mörk á okkur,“ sagði Rakel. Stjarnan er bara með tvö stig eftir fyrstu fjóra leiki sína í Olís-deildinni. Þrátt fyrir það hefur Rakel ekki áhyggjur af stöðu Garðbæinga. „Við erum með gott lið og höfum átt mjög góða kafla í þessum leikjum. Við höfum átt gríðarlega erfiða leiki. Fyrirfram er ekki óeðlilegt að vera bara með tvö stig en auðvitað er maður alltaf svekktur eftir tapleiki. En sem betur fer er bara október og nóg eftir af tímabilinu,“ sagði Rakel að lokum. Ágúst: Fannst við spila feykilega vel í seinni hálfleik, bæði í vörn og sókn Ágúst Jóhannsson og stelpurnar hans eru á toppi Olís-deildarinnar.vísir/vilhelm Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var að vonum ánægður eftir átta marka sigur á Stjörnunni í kvöld. Valur var tveimur mörkum undir í hálfleik, 15-13, en vann seinni hálfleikinn með tíu mörkum, 18-8. „Það voru engin læti. Við fórum bara yfir þetta í rólegheitunum. Mér fannst við geta fínpússað nokkur atriði, bæði í vörn og sókn,“ sagði Ágúst um hálfleiksræðuna. „Stelpurnar komu mjög beittar og einbeittar inn í seinni hálfleikinn. Við fínpússuðum línusendingar og skiluðum okkur betur til baka en í fyrri hálfleik. Mér fannst gæðin í spilamennskunni vera frábær í seinni hálfleik.“ Ágúst var ánægður með Valsliðið á öllum sviðum leiksins í seinni hálfleik. „Varnarleikurinn var frábær og Sara [Sif Helgadóttir] virkilega góð fyrir aftan. Svo komu margar með framlag í sókn. Mariam [Eradze] kom mjög öflug inn þegar Thea [Imani Sturludóttir] var orðin þreytt. Elín Rósa [Magnúsdóttir] stýrði leiknum gríðarlega og fór svo að skora. Við spiluðum vel á breiddinni. Það vantar 4-5 lykilmenn en við erum með góða breidd og stelpurnar gerðu þetta virkilega vel,“ sagði Ágúst. Eins og hann sagði eru skörð höggin í Valsliðið sem er tiltölulega nýkomið heim eftir erfiða Evrópuleiki. „Mér fannst liðið svolítið þungt og þreytt í fyrri hálfleiknum og slen yfir okkur. Við reyndum að skerpa á því og að við tækjum þrjátíu mínútur af fullum krafti,“ sagði Ágúst. „Gæðin í spilamennskunni voru góð í seinni hálfleik. Svo fannst mér leikurinn að mörgu leyti mjög skemmtilegur, sérstaklega í fyrri hálfleik. Hann var mjög hraður en það dró aðeins af Stjörnunni í seinni hálfleik. Við lömdum vel á þeim og Sara varði virkilega vel í markinu. Mér fannst við spila feykilega vel í seinni hálfleik, bæði í vörn og sókn.“ Olís-deild kvenna Stjarnan Valur
Valur tyllti sér á topp Olís-deildar kvenna með sigri á Stjörnunni, 23-31, í Garðabænum í kvöld. Valskonur hafa unnið alla þrjá leiki sína á tímabilinu á meðan Stjörnukonur eru aðeins með tvö stig eftir fjóra leiki. Stjarnan var tveimur mörkum yfir eftir fyrri hálfleikinn, 15-13. Í þeim seinni var Valur miklu sterkari aðilinn, vann seinni hann, 18-8, og leikinn, 23-31. Sara Sif Helgadóttir átti stórleik í marki Vals og varði 22 skot, eða 49 prósent þeirra skota sem hún fékk á sig. Thea Imani Sturludóttir skoraði níu mörk fyrir Valskonur og Auður Ester Gestsdóttir og Mariam Eradze sitt hvor sex mörkin. Eva Björk Davíðsdóttir skoraði sjö mörk fyrir Stjörnuna og Darija Zacevic varði átján skot í markinu (38 prósent). Sara Sif Helgadóttir varði 22 skot í marki Vals.vísir/vilhelm Stjarnan byrjaði leikinn betur, spilaði góða sókn og skoraði mikið eftir hraðaupphlaup. Valskonur voru lengi í gang, sérstaklega í vörninni, en áttu góðan kafla um miðbik fyrri hálfleiks. Valur skoraði þá þrjú mörk í röð og náði tveggja marka forskoti, 7-9. Sara Sif varði mjög vel á þessum kafla og Valsóknin gekk vel. Eftir erfiðar mínútur um miðjan fyrri hálfleik endaði Stjarnan hann betur. Liðið skoraði fjögur mörk í röð og náði mest þriggja marka forskoti. Staðan í hálfleik var 15-13, Stjörnunni í vil. Valur byrjaði seinni hálfleikinn miklu betur, skoraði sjö af fyrstu átta mörkum hans og komst fjórum mörkum yfir, 16-20. Sóknarleikur Valskvenna gekk smurt á meðan Stjörnukonur áttu í mestu vandræðum með að opna Stjörnuvörnina og koma boltanum framhjá Söru Sif. Auður Ester Gestsdóttir skorar eitt sex marka sinna.vísir/vilhelm Þegar þrettán mínútur voru eftir gat Stjarnan minnkað muninn í eitt mark en skot Ásthildar Berthu Bjarkadóttur fór hins vegar í stöngina. Nær áttu Stjörnukonur ekki eftir að komast í leiknum. Mariam tók yfir í Valssókninni, skoraði fjögur mörk í röð og kom gestunum sex mörkum yfir, 20-26. Og þá var björninn unninn. Stjörnukonur gáfust nánast upp á lokakaflanum á meðan Valskonur slógu ekkert af og unnu á endanum átta marka sigur, 23-31. Mariam Eradze skoraði fjögur mörk í röð þegar Valur tók fram úr.vísir/vilhelm Af hverju vann Valur? Eftir ágætan fyrri hálfleik spilaði Valur frábærlega í þeim seinni, á báðum endum vallarins. Vörnin var gríðarlega sterk og Sara Sif varði vel. Og í sókninni lögðu margar í púkkið. Stjörnukonur áttu engin svör og litu illa út í seinni hálfleik. Hverjar stóðu upp úr? Sara Sif getur átt leiki þar sem er nánast ómögulegt að skora hjá henni og leikurinn í kvöld var einn af þeim. Hún varði 22 skot, þar af þrettán í seinni hálfleik. Lítið gekk hjá Theu í fyrri hálfleik þar sem hún klikkaði á átta af ellefu skotum sínum. Hún hætti hins vegar aldrei og lék vel í seinni hálfleik. Auður Ester var frábær í hægra horninu, Mariam átti góðan kafla í sókninni í seinni hálfleik og var öflug í vörninni og Elín Rósa Magnúsdóttir stýrði Valssókninni með stæl. Þá var Hildigunnur Einarsdóttir sterk í vörn og sókn. Darija varði vel í marki Stjörnunnar, sérstaklega í fyrri hálfleik. Eva Björk lék mjög vel í fyrri hálfleik en datt niður í þeim seinni. Darija Zacevic var besti leikmaður Stjörnunnar í leiknum.vísir/vilhelm Hvað gekk illa? Eftir mjög góða frammistöðu hjá Stjörnunni í fyrri hálfleik var hálf ótrúlegt að sjá hvernig leikur liðsins hrundi á öllum sviðum í þeim seinni. Skyttur Stjörnunnar náðu sér engan veginn á strik og þær Lena Margrét Valdimarsdóttir, Helena Rut Örvarsdóttir og Katla María Magnúsdóttir skoruðu aðeins þrjú mörk úr samtals nítján skotum. Hvað gerist næst? Laugardaginn 30. október sækir Stjarnan ÍBV heim. Degi síðar fær Valur Hauka í heimsókn. Rakel Dögg: Vorum svolítið fljótar að brotna Rakel Dögg Bragadóttir sagði að Stjörnukonur hefðu verið of fljótar að leggja árar í bát í seinni hálfleiknum.vísir/vilhelm Rakel Dögg Bragadóttur, þjálfara Stjörnunnar, var orða vant eftir tapið fyrir Val. „Ég hef eiginlega ekki svör fyrir þig núna. Ég veit ekki hvað gerði það að verkum að við hrundum niður í seinni hálfleik. Ég þarf að rúlla betur yfir leikinn áður en ég kem með gáfuleg svör,“ sagði Rakel í leikslok. Hún var mjög ánægð með hvernig Stjarnan spilaði í fyrri hálfleik. „Frábær fyrri hálfleikur en það voru samt þættir sem við vildum laga, sérstaklega í vörninni. En þetta fór þvert á það sem við ætluðum okkur að gera. En fyrri hálfleikurinn var frábær, við sýndum góða spilamennsku og getum tekið það með okkur,“ sagði Rakel. Valskonur komu grimmar til leiks í seinni hálfleiks og náðu undirtökunum. En þegar rúmar tíu mínútur voru eftir gátu Stjörnukonur minnkað muninn í eitt mark. Það gekk ekki, Valur skoraði fjögur mörk í röð og kláraði leikinn. „Við vorum svolítið fljótar að brotna í dag. Það var erfitt að byrja seinni hálfleikinn illa en við gerðum vel í að koma til baka. En undir lokin tókum við of margar óskynsamlegar ákvarðanir. En það var aðallega varnarleikurinn sem var í ólagi. Við fengum alltof mörg mörk á okkur,“ sagði Rakel. Stjarnan er bara með tvö stig eftir fyrstu fjóra leiki sína í Olís-deildinni. Þrátt fyrir það hefur Rakel ekki áhyggjur af stöðu Garðbæinga. „Við erum með gott lið og höfum átt mjög góða kafla í þessum leikjum. Við höfum átt gríðarlega erfiða leiki. Fyrirfram er ekki óeðlilegt að vera bara með tvö stig en auðvitað er maður alltaf svekktur eftir tapleiki. En sem betur fer er bara október og nóg eftir af tímabilinu,“ sagði Rakel að lokum. Ágúst: Fannst við spila feykilega vel í seinni hálfleik, bæði í vörn og sókn Ágúst Jóhannsson og stelpurnar hans eru á toppi Olís-deildarinnar.vísir/vilhelm Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var að vonum ánægður eftir átta marka sigur á Stjörnunni í kvöld. Valur var tveimur mörkum undir í hálfleik, 15-13, en vann seinni hálfleikinn með tíu mörkum, 18-8. „Það voru engin læti. Við fórum bara yfir þetta í rólegheitunum. Mér fannst við geta fínpússað nokkur atriði, bæði í vörn og sókn,“ sagði Ágúst um hálfleiksræðuna. „Stelpurnar komu mjög beittar og einbeittar inn í seinni hálfleikinn. Við fínpússuðum línusendingar og skiluðum okkur betur til baka en í fyrri hálfleik. Mér fannst gæðin í spilamennskunni vera frábær í seinni hálfleik.“ Ágúst var ánægður með Valsliðið á öllum sviðum leiksins í seinni hálfleik. „Varnarleikurinn var frábær og Sara [Sif Helgadóttir] virkilega góð fyrir aftan. Svo komu margar með framlag í sókn. Mariam [Eradze] kom mjög öflug inn þegar Thea [Imani Sturludóttir] var orðin þreytt. Elín Rósa [Magnúsdóttir] stýrði leiknum gríðarlega og fór svo að skora. Við spiluðum vel á breiddinni. Það vantar 4-5 lykilmenn en við erum með góða breidd og stelpurnar gerðu þetta virkilega vel,“ sagði Ágúst. Eins og hann sagði eru skörð höggin í Valsliðið sem er tiltölulega nýkomið heim eftir erfiða Evrópuleiki. „Mér fannst liðið svolítið þungt og þreytt í fyrri hálfleiknum og slen yfir okkur. Við reyndum að skerpa á því og að við tækjum þrjátíu mínútur af fullum krafti,“ sagði Ágúst. „Gæðin í spilamennskunni voru góð í seinni hálfleik. Svo fannst mér leikurinn að mörgu leyti mjög skemmtilegur, sérstaklega í fyrri hálfleik. Hann var mjög hraður en það dró aðeins af Stjörnunni í seinni hálfleik. Við lömdum vel á þeim og Sara varði virkilega vel í markinu. Mér fannst við spila feykilega vel í seinni hálfleik, bæði í vörn og sókn.“