Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Stjarnan 20-25 | Stjarnan enn með fullt hús stiga Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. október 2021 22:26 Stjarnan vann góðan sigur í kvöld. Vísir/Elín Björg Stjarnan er enn með fullt hús stiga eftir nokkuð sannfærandi fimm marka sigur gegn Selfyssingum í Set-höllinni á Selfossi, 25-20. Leikurinn fór nokkuð hægt af stað og bæði lið áttu erfitt með að komast í gang sóknarlega. Heimamenn voru þó fyrri til að finna taktinn og komust í 5-1 þegar um tíu mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik. Patrekur Jóhannesson tók þá leikhlé fyrir gestina og næstu mínútur hélst munurinn í fjórum til fimm mörkum. Þegar um 12 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik var staðan 10-5, Selfyssingum í vil, en eftir það gekk ekkert í sóknarleik heimamanna. Gestirnir gengu á lagið og skoruðu sex mörk gegn aðeins einu marki Selfyssinga. Staðan var því jöfn þegar flautað var til hálfleiks, 11-11. Heimamenn náðu í raun aldrei að finna taktinn á ný sóknarlega í seinni hálfleik og Stjörnumenn gengu á lagið. Gestirnir náðu fljótt þriggja marka forskoti, og heimamenn virtust ekki eiga nein svör, hvorki sóknarlega, ná varnarlega. Stjarnan vann að lokum nokkð sannfærandi fimm marka sigur, 25-20, og er því enn með fullt hús stiga í Olís-deild karla eftir fjóra leiki. Selfyssingar hafa hins vegar aðeins sótt tvö stig í sínum fimm leikjum, og þurfa virkilega að fara að snúa genginu við ef þeir ætla sér ekki að missa önnur lið of langt fram úr sér. Af hverju vann Stjarnan? Eftir afleita byrjun tóku Stjörnumenn við sér og breyttu um skipulag. Þeir tóku Hergeir Grímsson úr umferð og það virtist ekki einn einast leikmaður Selfyssinga vita hvaða hlutverki hann gegndi. Hverjir stóðu upp úr? Adam Thorstensen kom sterkur inn í mark Stjörnunnar og tók þá bolta sem hann átti að taka og nokkra umfram það. Hornamaðurinn Leó Snær Pétursson spilaði stóran hluta leiksins í hægri skyttu og leysti það vel eftir hikandi byrjun. Hvað gekk illa? Gestunum gekk illa að klára sóknir fyrstu 15 mínútur leiksins. Heimamönnum gekk illa að spila handbolta almennt næstu 45 mínútur. Hvað gerist næst? Selfyssingar halda út í heim þar sem þeir mæta slóvenska liðinu Jeruzalem Ormoz í seinni viðureign liðanna í annarri umferð Evrópubikarkeppninnar um helgina. Næsti deildarleikur Selfyssinga er föstudaginn 29. október þegar Grótta mætir í Set-höllina. Stjarnan fær verðugt verkefni í næstu umferð, en liðið tekur á móti Íslandsmeisturum Vals fimmtudaginn 28. október í TM-höllinni. Þarna er um að ræða toppslag, en liðin eru sem stendur hlið við hlið í fyrsta og öðru sæti deildarinnar, bæði með fullt hús stiga. Patrekur: Sóknarleikurinn var mjög vandræðalegur á köflum Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með stigin tvö í kvöld, sérstaklega eftir erfiða byrjun sinna manna.Vísir/Hulda Margrét „Ég er ánægður að vinna hérna með fimm mörkum. Við gerðum þetta bara vel og héldum ró okkar þó að við höfum verið arfaslakir í byrjun,“ sagði Patrekur í leikslok. „Við breyttum um skipulag og tökum Hergeir út og þeir voru ekki með lausnir við því. Það var lykillinn að sigrinum.“ „Síðan var Adam náttúrulega virkilega góður í markinu þegar hann kemur inn. Við vinnum þetta á góðum varnarleik og svo var sjö á sex þar sem við sláum þá svolítið úr leiknum með því. Ég er bara virkilega ánægður.“ Sóknarleikur Stjörnunnar var ekki til útflutnings fyrstu 15 mínútur leiksins, en Patrekur segir að þegar vörnin hafi dottið í gang hafi sóknarleikurinn fylgt með. „Sóknarleikurinn okkar var alveg skelfilegur framan af, og kannski eins og sóknarleikur Selfyssinga seinustu 45 mínúturnar þannig að þetta snérist bara við.“ „En ég er ánægður með að við héldum ró. Eins og allir sem að fylgjast með vita þá erum við með þannig séð nýja menn í flestum stöðum. Leó [Snær Pétursson] er hornamaður en spilar í skyttunni. Við þurftum að leysa það og gerðum það bara vel.“ „En ég er sammála því að sóknarleikurinn var mjög vandræðalegur á köflum, en við unnum þá bara á góðri vörn og Adam tekur bolta sem hann á að taka og líka eitthvað sem hann á þannig séð ekki að taka.“ „Sóknarlega þá skorum við 25 þannig að við vorum með betri sóknarleik en Selfoss.“ Petrekur ræddi svo aðeins nánar um Leó Snær í skyttustöðunni. „Hann er bara að leysa af, Pétur Árni fer bráðum að koma. Tandri er ekki með, Bjöggi er ekki með og fleiri sem vantar. Þetta var bara fín lausn og ég hef alveg notað Leó í undirbúningnum. Þá fékk hann einn æfingaleik á móti FH og stóð sig mjög vel.“ „Ég hafði svo sem engar áhyggjur af honum þarna inná. Hann er klókur og það virkaði vel í dag.“ Stjarnan mætir Val í næsta leik sínum í Olís-deildinni í toppslag, en bæði lið hafa unnið alla fjóra leiki sína til þessa. Patrekur segist þó ekki vera farinn að huga að þeim leik. „Ég er ekki byrjaður að hugsa um hann, en það leggjast allir leikir vel í mig. Ég bara hlakka til að undirbúa það verkefni því Valsararnir eru þéttir og allt það. Þeir spila frábæran handbolta.“ „Ég leggst yfir það núna og ég hef gaman að því að glíma við það, en núna er ég bara að hugsa um þennan leik. Ég gleðst yfir þessum sigri gegn mínum gömlu félögum því það er ekkert auðvelt að vinna hérna.“ Olís-deild karla UMF Selfoss Stjarnan
Stjarnan er enn með fullt hús stiga eftir nokkuð sannfærandi fimm marka sigur gegn Selfyssingum í Set-höllinni á Selfossi, 25-20. Leikurinn fór nokkuð hægt af stað og bæði lið áttu erfitt með að komast í gang sóknarlega. Heimamenn voru þó fyrri til að finna taktinn og komust í 5-1 þegar um tíu mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik. Patrekur Jóhannesson tók þá leikhlé fyrir gestina og næstu mínútur hélst munurinn í fjórum til fimm mörkum. Þegar um 12 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik var staðan 10-5, Selfyssingum í vil, en eftir það gekk ekkert í sóknarleik heimamanna. Gestirnir gengu á lagið og skoruðu sex mörk gegn aðeins einu marki Selfyssinga. Staðan var því jöfn þegar flautað var til hálfleiks, 11-11. Heimamenn náðu í raun aldrei að finna taktinn á ný sóknarlega í seinni hálfleik og Stjörnumenn gengu á lagið. Gestirnir náðu fljótt þriggja marka forskoti, og heimamenn virtust ekki eiga nein svör, hvorki sóknarlega, ná varnarlega. Stjarnan vann að lokum nokkð sannfærandi fimm marka sigur, 25-20, og er því enn með fullt hús stiga í Olís-deild karla eftir fjóra leiki. Selfyssingar hafa hins vegar aðeins sótt tvö stig í sínum fimm leikjum, og þurfa virkilega að fara að snúa genginu við ef þeir ætla sér ekki að missa önnur lið of langt fram úr sér. Af hverju vann Stjarnan? Eftir afleita byrjun tóku Stjörnumenn við sér og breyttu um skipulag. Þeir tóku Hergeir Grímsson úr umferð og það virtist ekki einn einast leikmaður Selfyssinga vita hvaða hlutverki hann gegndi. Hverjir stóðu upp úr? Adam Thorstensen kom sterkur inn í mark Stjörnunnar og tók þá bolta sem hann átti að taka og nokkra umfram það. Hornamaðurinn Leó Snær Pétursson spilaði stóran hluta leiksins í hægri skyttu og leysti það vel eftir hikandi byrjun. Hvað gekk illa? Gestunum gekk illa að klára sóknir fyrstu 15 mínútur leiksins. Heimamönnum gekk illa að spila handbolta almennt næstu 45 mínútur. Hvað gerist næst? Selfyssingar halda út í heim þar sem þeir mæta slóvenska liðinu Jeruzalem Ormoz í seinni viðureign liðanna í annarri umferð Evrópubikarkeppninnar um helgina. Næsti deildarleikur Selfyssinga er föstudaginn 29. október þegar Grótta mætir í Set-höllina. Stjarnan fær verðugt verkefni í næstu umferð, en liðið tekur á móti Íslandsmeisturum Vals fimmtudaginn 28. október í TM-höllinni. Þarna er um að ræða toppslag, en liðin eru sem stendur hlið við hlið í fyrsta og öðru sæti deildarinnar, bæði með fullt hús stiga. Patrekur: Sóknarleikurinn var mjög vandræðalegur á köflum Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með stigin tvö í kvöld, sérstaklega eftir erfiða byrjun sinna manna.Vísir/Hulda Margrét „Ég er ánægður að vinna hérna með fimm mörkum. Við gerðum þetta bara vel og héldum ró okkar þó að við höfum verið arfaslakir í byrjun,“ sagði Patrekur í leikslok. „Við breyttum um skipulag og tökum Hergeir út og þeir voru ekki með lausnir við því. Það var lykillinn að sigrinum.“ „Síðan var Adam náttúrulega virkilega góður í markinu þegar hann kemur inn. Við vinnum þetta á góðum varnarleik og svo var sjö á sex þar sem við sláum þá svolítið úr leiknum með því. Ég er bara virkilega ánægður.“ Sóknarleikur Stjörnunnar var ekki til útflutnings fyrstu 15 mínútur leiksins, en Patrekur segir að þegar vörnin hafi dottið í gang hafi sóknarleikurinn fylgt með. „Sóknarleikurinn okkar var alveg skelfilegur framan af, og kannski eins og sóknarleikur Selfyssinga seinustu 45 mínúturnar þannig að þetta snérist bara við.“ „En ég er ánægður með að við héldum ró. Eins og allir sem að fylgjast með vita þá erum við með þannig séð nýja menn í flestum stöðum. Leó [Snær Pétursson] er hornamaður en spilar í skyttunni. Við þurftum að leysa það og gerðum það bara vel.“ „En ég er sammála því að sóknarleikurinn var mjög vandræðalegur á köflum, en við unnum þá bara á góðri vörn og Adam tekur bolta sem hann á að taka og líka eitthvað sem hann á þannig séð ekki að taka.“ „Sóknarlega þá skorum við 25 þannig að við vorum með betri sóknarleik en Selfoss.“ Petrekur ræddi svo aðeins nánar um Leó Snær í skyttustöðunni. „Hann er bara að leysa af, Pétur Árni fer bráðum að koma. Tandri er ekki með, Bjöggi er ekki með og fleiri sem vantar. Þetta var bara fín lausn og ég hef alveg notað Leó í undirbúningnum. Þá fékk hann einn æfingaleik á móti FH og stóð sig mjög vel.“ „Ég hafði svo sem engar áhyggjur af honum þarna inná. Hann er klókur og það virkaði vel í dag.“ Stjarnan mætir Val í næsta leik sínum í Olís-deildinni í toppslag, en bæði lið hafa unnið alla fjóra leiki sína til þessa. Patrekur segist þó ekki vera farinn að huga að þeim leik. „Ég er ekki byrjaður að hugsa um hann, en það leggjast allir leikir vel í mig. Ég bara hlakka til að undirbúa það verkefni því Valsararnir eru þéttir og allt það. Þeir spila frábæran handbolta.“ „Ég leggst yfir það núna og ég hef gaman að því að glíma við það, en núna er ég bara að hugsa um þennan leik. Ég gleðst yfir þessum sigri gegn mínum gömlu félögum því það er ekkert auðvelt að vinna hérna.“
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti