Eitt fyrir mig og annað fyrir þig – Kjarasamningar og verðbólga Haukur V. Alfreðsson skrifar 19. október 2021 07:30 Reglulega, að því virðist í öllu árferði, er einhver í fjölmiðlum að biðla til verkalýðsfélaga og launamanna að sýna hófsemi við gerð kjarasamninga. Hugsunin virðist vera að ef margir fái launahækkun þá hækki rekstrarkostnaður og þar með séu fyrirtæki nauðbeygð til að hækka vöruverð sem leiðir til verðbólgu. Þessi tugga er yfirleitt lögð fram af hálauna fólki, t.d. hjá Samtökum atvinnulífsins, seðlabankastjóra, ríkisstjórninni o.fl. og í því felst mikil hræsni. Margt smátt gerir eitt stórt Ef að hækkun lægstu launa er til þess fallin að auka verðbólgu hlýtur slíkt hið sama að eiga við um há laun. En þetta er aldrei nefnt. Króna í rekstrarkostnað hlýtur að vera eins, og hærri laun eru jú fleiri krónur. Svo að einstaklingar sem hafa sjálfir samið um há laun hafa valdið verðbólgu, og eflaust í meira mæli en þeir lægra launuðu. Þetta segir okkur að þegar aðilar sem eru með hærri laun en umræddir kjarasamningar stefna í tala svona eru þeir jafnframt að segja „Ég vil há laun fyrir mig og mér þykir sjálfsagt að semja um þau án þess að huga að verðbólgu og samfélagsáhrifum. Hinsvegar finnst mér að þeir sem eru fjárhagslega verr settir en ég eigi að axla ábyrgð sem ég geri ekki og sætta sig við verri lífskjör“. En er verðbólgan óhjákvæmileg? Nú er gott að muna að núverandi hlutföll milli launakjara láglauna fólks, hálauna fólks og arðsemi fyrirtækja er ekki náttúrulögmál. Það þýðir að launastökkið á milli starfsmanns á plani og yfirmanns er ekki fast. Það gæti verið hærra en það gæti einnig verið lægra. Afkoma eigenda gæti einnig verið önnur. Það þýðir að hægt væri að hækka lægri laun á kostnað þeirra sem eru á hærri launum án þess að hreyfa neitt við hver rekstrarkostnaður er. Nú eða auka rekstrarkostnað og lækka arðsemi en þó ekki breyta heildinni. Verðbólga þarf því ekki að fylgja hækkun kjarasamninga. Það er þó sennilega óskhyggja að þeir sem standa fyrir utan kjarasamningana séu tilbúnir til að fá verri laun. Að sama skapi er óskhyggja, og í raun fáránleg beiðni, að láglaunafólk sé tilbúið að axla ábyrgð umfram hálauna fólk. Svo hvað er til ráðs? Ef að þú hefur áhyggjur af verðbólgu út frá launakostnaði er sennilega best að byrja á sjálfum þér og leyfa svo öðrum að lifa við sama frelsi og þú leyfir þér. Ef þú ert hægri sinnaður ættirðu að fagna sterkri framgöngu verkalýðsfélaga enda einstaklings framtakið í sínu tærasta formi, þar sem verkalýðsfélög eru bara hópur einstaklinga að beit eigin krafti og færni til að auka eigin hag. Ef þú ert hagfræðilega hugsandi er auðvelt að sjá að hærra notagildi fæst með að auka lægri laun heldur en hærri laun, og ef það skiptir þig máli þá er kannski ágætt að horfa á hversu mikið bilið „á“ að vera milli starfsmannsins, yfirmannsins og eigendans. Höfundi þykir óráðlegt að henda steinum úr glerhúsi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Reglulega, að því virðist í öllu árferði, er einhver í fjölmiðlum að biðla til verkalýðsfélaga og launamanna að sýna hófsemi við gerð kjarasamninga. Hugsunin virðist vera að ef margir fái launahækkun þá hækki rekstrarkostnaður og þar með séu fyrirtæki nauðbeygð til að hækka vöruverð sem leiðir til verðbólgu. Þessi tugga er yfirleitt lögð fram af hálauna fólki, t.d. hjá Samtökum atvinnulífsins, seðlabankastjóra, ríkisstjórninni o.fl. og í því felst mikil hræsni. Margt smátt gerir eitt stórt Ef að hækkun lægstu launa er til þess fallin að auka verðbólgu hlýtur slíkt hið sama að eiga við um há laun. En þetta er aldrei nefnt. Króna í rekstrarkostnað hlýtur að vera eins, og hærri laun eru jú fleiri krónur. Svo að einstaklingar sem hafa sjálfir samið um há laun hafa valdið verðbólgu, og eflaust í meira mæli en þeir lægra launuðu. Þetta segir okkur að þegar aðilar sem eru með hærri laun en umræddir kjarasamningar stefna í tala svona eru þeir jafnframt að segja „Ég vil há laun fyrir mig og mér þykir sjálfsagt að semja um þau án þess að huga að verðbólgu og samfélagsáhrifum. Hinsvegar finnst mér að þeir sem eru fjárhagslega verr settir en ég eigi að axla ábyrgð sem ég geri ekki og sætta sig við verri lífskjör“. En er verðbólgan óhjákvæmileg? Nú er gott að muna að núverandi hlutföll milli launakjara láglauna fólks, hálauna fólks og arðsemi fyrirtækja er ekki náttúrulögmál. Það þýðir að launastökkið á milli starfsmanns á plani og yfirmanns er ekki fast. Það gæti verið hærra en það gæti einnig verið lægra. Afkoma eigenda gæti einnig verið önnur. Það þýðir að hægt væri að hækka lægri laun á kostnað þeirra sem eru á hærri launum án þess að hreyfa neitt við hver rekstrarkostnaður er. Nú eða auka rekstrarkostnað og lækka arðsemi en þó ekki breyta heildinni. Verðbólga þarf því ekki að fylgja hækkun kjarasamninga. Það er þó sennilega óskhyggja að þeir sem standa fyrir utan kjarasamningana séu tilbúnir til að fá verri laun. Að sama skapi er óskhyggja, og í raun fáránleg beiðni, að láglaunafólk sé tilbúið að axla ábyrgð umfram hálauna fólk. Svo hvað er til ráðs? Ef að þú hefur áhyggjur af verðbólgu út frá launakostnaði er sennilega best að byrja á sjálfum þér og leyfa svo öðrum að lifa við sama frelsi og þú leyfir þér. Ef þú ert hægri sinnaður ættirðu að fagna sterkri framgöngu verkalýðsfélaga enda einstaklings framtakið í sínu tærasta formi, þar sem verkalýðsfélög eru bara hópur einstaklinga að beit eigin krafti og færni til að auka eigin hag. Ef þú ert hagfræðilega hugsandi er auðvelt að sjá að hærra notagildi fæst með að auka lægri laun heldur en hærri laun, og ef það skiptir þig máli þá er kannski ágætt að horfa á hversu mikið bilið „á“ að vera milli starfsmannsins, yfirmannsins og eigendans. Höfundi þykir óráðlegt að henda steinum úr glerhúsi
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun