Trump vill koma í veg fyrir að nefndin komist í skjöl frá forsetatíð hans Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. október 2021 23:31 Donald Trump er ekki lengur forseti Bandaríkjanna. Scott Olson/Getty Images Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur stefnt rannsóknarnefnd fulltrúardeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar áhlaupið á þinghús Bandaríkjanna í janúar. Trump vill koma í veg fyrir að nefndin komist í skjöl frá forsetatíð hans. Sérstök nefnd fulltrúadeildarinnar rannsakar nú árás stuðningsmanna Trump á bandaríska þinghúsið í janúar og aðdraganda hennar. Meðal þess sem nefndin vill kanna eru skjöl frá forsetatíð Trumps. Trump hefur farið fram á að skjölin njóti sérstakrar forsetaverndar en ríkisstjórn Joe Biden, arftaka Trump á forsetastóli, hefur neitað að verða við þeirri bón. Í frétt CNN segir að Trump leggist gegn því að nefndin fái að skoða um fjörutíu skjöl og hefur hann stefnt nefndinni til þess að koma í veg fyrir að skjölin verði gerð aðgengileg. Búist er við að Þjóðskjalasafn Bandaríkjanna, sem geymir skjölin, afhendi þau í byrjun næsta mánaðar. Segir Trump að gagnabeiðni nefndarinnar sé svo víð að engin lögmætur grundvöllur sé fyrir henni. Þá sé að hans mati ljóst að lög um forsetaskjöl standist ekki stjórnarskrá séu þau túlkuð svo vítt að sitjandi forseti geti lyft forsetavernd af skjölunum örfáum mánuðum eftir að forveri hans lætir af hendi, en Trump vill meina að Biden sé að koma á sig pólitísku höggi með því að koma í veg fyrir að forsetavernd gildi um skjölin. Trump var kærður fyrir embættisbrot vegna árásinnar á þinghúsið en hann var talinn hafa eggjað stuðningsmenn sína til hennar með þrálátum lygum um að stórfelld svik hefðu kostað hann endurkjör. Öldungadeild þingsins sýknaði hann af kærunni. Árás á bandaríska þinghúsið Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Vildi beita ráðuneytinu til að halda völdum eftir kosningar Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, vildi skipta um starfandi dómsmálaráðherra á síðustu vikum forsetatíðar sinnar og skipa vinveittan mann til að beita ráðuneytinu til snúa niðurstöðum forsetakosninganna sem hann tapaði. Æðstu starfsmenn ráðuneytisins hótuðu því að hætta í massavís og það gerði æðsti lögmaður Hvíta hússins einnig. 7. október 2021 22:30 Trump krefst þess að komast aftur á Twitter Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur höfðað mál gegn Twitter í Texas. Hann krefst þess að verða hleypt aftur inn á samfélagsmiðilinn eftir að hafa verið bannaður þar í kjölfar árásarinnar á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar. 2. október 2021 16:30 Stefna nánum bandamönnum Trump vegna árásarinnar á þinghúsið Þingnefnd sem rannsakar árás stuðningsmanna Donald Trump á bandaríska þinghúsið í janúar hefur stefnt fjórum ráðgjöfum og embættismönnum hans til að bera vitni og afhenda gögn. Á meðal þeirra sem er stefnt er Mark Meadows, fyrrverandi skrifstofustjóri Hvíta hússins. 24. september 2021 11:50 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Sérstök nefnd fulltrúadeildarinnar rannsakar nú árás stuðningsmanna Trump á bandaríska þinghúsið í janúar og aðdraganda hennar. Meðal þess sem nefndin vill kanna eru skjöl frá forsetatíð Trumps. Trump hefur farið fram á að skjölin njóti sérstakrar forsetaverndar en ríkisstjórn Joe Biden, arftaka Trump á forsetastóli, hefur neitað að verða við þeirri bón. Í frétt CNN segir að Trump leggist gegn því að nefndin fái að skoða um fjörutíu skjöl og hefur hann stefnt nefndinni til þess að koma í veg fyrir að skjölin verði gerð aðgengileg. Búist er við að Þjóðskjalasafn Bandaríkjanna, sem geymir skjölin, afhendi þau í byrjun næsta mánaðar. Segir Trump að gagnabeiðni nefndarinnar sé svo víð að engin lögmætur grundvöllur sé fyrir henni. Þá sé að hans mati ljóst að lög um forsetaskjöl standist ekki stjórnarskrá séu þau túlkuð svo vítt að sitjandi forseti geti lyft forsetavernd af skjölunum örfáum mánuðum eftir að forveri hans lætir af hendi, en Trump vill meina að Biden sé að koma á sig pólitísku höggi með því að koma í veg fyrir að forsetavernd gildi um skjölin. Trump var kærður fyrir embættisbrot vegna árásinnar á þinghúsið en hann var talinn hafa eggjað stuðningsmenn sína til hennar með þrálátum lygum um að stórfelld svik hefðu kostað hann endurkjör. Öldungadeild þingsins sýknaði hann af kærunni.
Árás á bandaríska þinghúsið Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Vildi beita ráðuneytinu til að halda völdum eftir kosningar Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, vildi skipta um starfandi dómsmálaráðherra á síðustu vikum forsetatíðar sinnar og skipa vinveittan mann til að beita ráðuneytinu til snúa niðurstöðum forsetakosninganna sem hann tapaði. Æðstu starfsmenn ráðuneytisins hótuðu því að hætta í massavís og það gerði æðsti lögmaður Hvíta hússins einnig. 7. október 2021 22:30 Trump krefst þess að komast aftur á Twitter Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur höfðað mál gegn Twitter í Texas. Hann krefst þess að verða hleypt aftur inn á samfélagsmiðilinn eftir að hafa verið bannaður þar í kjölfar árásarinnar á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar. 2. október 2021 16:30 Stefna nánum bandamönnum Trump vegna árásarinnar á þinghúsið Þingnefnd sem rannsakar árás stuðningsmanna Donald Trump á bandaríska þinghúsið í janúar hefur stefnt fjórum ráðgjöfum og embættismönnum hans til að bera vitni og afhenda gögn. Á meðal þeirra sem er stefnt er Mark Meadows, fyrrverandi skrifstofustjóri Hvíta hússins. 24. september 2021 11:50 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Vildi beita ráðuneytinu til að halda völdum eftir kosningar Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, vildi skipta um starfandi dómsmálaráðherra á síðustu vikum forsetatíðar sinnar og skipa vinveittan mann til að beita ráðuneytinu til snúa niðurstöðum forsetakosninganna sem hann tapaði. Æðstu starfsmenn ráðuneytisins hótuðu því að hætta í massavís og það gerði æðsti lögmaður Hvíta hússins einnig. 7. október 2021 22:30
Trump krefst þess að komast aftur á Twitter Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur höfðað mál gegn Twitter í Texas. Hann krefst þess að verða hleypt aftur inn á samfélagsmiðilinn eftir að hafa verið bannaður þar í kjölfar árásarinnar á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar. 2. október 2021 16:30
Stefna nánum bandamönnum Trump vegna árásarinnar á þinghúsið Þingnefnd sem rannsakar árás stuðningsmanna Donald Trump á bandaríska þinghúsið í janúar hefur stefnt fjórum ráðgjöfum og embættismönnum hans til að bera vitni og afhenda gögn. Á meðal þeirra sem er stefnt er Mark Meadows, fyrrverandi skrifstofustjóri Hvíta hússins. 24. september 2021 11:50