Herforingjastjórnin ætli að sleppa 5.600 stjórnarandstæðingum lausum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. október 2021 13:47 Samband Suðaustur-Asíuríkja hefur bannað Min Aung Hlaing að mæta á næstu ráðstefnu sambandsins. EPA-EFE/ALEXANDER ZEMLIANICHENKO Herforingjastjórnin í Mjanmar segist ætla að sleppa 5.600 pólitískum föngum lausum. Þetta var tilkynnt aðeins dögum eftir að yfirherforingjanum var meinað að mæta á leiðtogafund Sambands Suðaustur-Asíuríkja fyrir að takast ekki að koma á friði í landinu. Alls hafa 7.300 verið handtekin, eða handtökuskipun gefin út á hendur þeim, fyrir að taka þátt í að mótmæla valdaráni hersins frá því að herinn tók völd í Mjanmar í febrúar. Herinn hefur nú lofað því að hluta þeirra verði sleppt úr haldi og handtökuskipanir felldar niður. Þetta var tilkynnt af ríkissjónvarpinu í morgun en óvíst er hvenær föngunum verður sleppt. Meðal þeirra sem eru í haldi hersins eru læknar, kjörnir stjórnmálamenn, mótmælendur og blaðamenn samkvæmt upplýsingum frá Samtökum pólitískra fanga í Mjanmar (AAPP). Í tilvikum þar sem hinir eftirlýstu hafa ekki fundist af hernum hafa ættingjar þeirra verið handteknir, þar á meðal börn. Minnst 1.178 hafa fallið í áttökum við mjanmarska herinn frá því að hann tók völd, þar á meðal 131 í haldi. Þá hafa fregnir um pyntingar í fangelsum flogið hátt. Frá því í vor hefur Samband Suðaustur-Asíuríkja leitt alþjóðlegar samningaviðræður við núverandi stjórnvöld í Mjanmar. Sambandið samþykkti aðgerðaáætlun með herforingjastjórninni í Apríl um hvernig væri hægt að koma á friði í landinu. Meðal skilyrðanna sem sambandið setti var að Erywan Yusof, varautanríkisráðherra Brúnei, myndi fara fyrir hönd sambandsins til Mjanmar og leiða þar sáttaviðræður. Yusof afskrifaði ferðina í síðustu viku þegar herforingjastjórnin tilkynnti að hann fengi ekki að hitta Aung San Suu Kyi, lýðræðislega kjörinn leiðtoga landsins sem hefur verið í haldi hersins frá því í febrúar. Sambandið ákvað í kjölfarið að yfirherforingi herforingjastjórnarinnar í Mjanmar, Min Aung Hlaing, fengi því ekki að taka þátt á næstu ráðstefnu sambandsins en Joe Biden Bandaríkjaforseti verður viðstaddur ráðstefnunni. Mjanmar Tengdar fréttir Mjanmarski herinn handtekur lækna þrátt fyrir metfjölda smitaðra Mjanmarski herinn hefur handtekið fjölda lækna sem hafa starfað í framlínunni í baráttunni gegn Covid-19. Læknarnir hafa starfað sjálfstætt með kórónuveirusjúklingur en heilbrigðiskerfið er að þolmörkum komið í landinu þar sem fjöldi smitaðra hækkar með verjum deginum sem líður. 22. júlí 2021 10:48 Sameinuðu þjóðirnar kalla eftir vopnasölubanni á Mjanmar Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir því að allri vopnasölu til Mjanmar verði hætt vegna blóðugs valdaráns sem herinn framdi fyrr á þessu ári. Kallið er talið nokkuð óeðlilegt og fá dæmi eru til um að Sameinuðu þjóðirnar grípi til þessa ráðs. 19. júní 2021 07:43 Suu Kyi dregin fyrir dóm Réttarhöld yfir Aung San Suu Kyi, sem herinn í Búrma steypti af stóli í febrúar, hófust í dag. Mannréttindasamtök telja ákærurnar uppspuna og að herforingjastjórnin vilji ryðja henni úr vegi. 14. júní 2021 11:58 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira
Alls hafa 7.300 verið handtekin, eða handtökuskipun gefin út á hendur þeim, fyrir að taka þátt í að mótmæla valdaráni hersins frá því að herinn tók völd í Mjanmar í febrúar. Herinn hefur nú lofað því að hluta þeirra verði sleppt úr haldi og handtökuskipanir felldar niður. Þetta var tilkynnt af ríkissjónvarpinu í morgun en óvíst er hvenær föngunum verður sleppt. Meðal þeirra sem eru í haldi hersins eru læknar, kjörnir stjórnmálamenn, mótmælendur og blaðamenn samkvæmt upplýsingum frá Samtökum pólitískra fanga í Mjanmar (AAPP). Í tilvikum þar sem hinir eftirlýstu hafa ekki fundist af hernum hafa ættingjar þeirra verið handteknir, þar á meðal börn. Minnst 1.178 hafa fallið í áttökum við mjanmarska herinn frá því að hann tók völd, þar á meðal 131 í haldi. Þá hafa fregnir um pyntingar í fangelsum flogið hátt. Frá því í vor hefur Samband Suðaustur-Asíuríkja leitt alþjóðlegar samningaviðræður við núverandi stjórnvöld í Mjanmar. Sambandið samþykkti aðgerðaáætlun með herforingjastjórninni í Apríl um hvernig væri hægt að koma á friði í landinu. Meðal skilyrðanna sem sambandið setti var að Erywan Yusof, varautanríkisráðherra Brúnei, myndi fara fyrir hönd sambandsins til Mjanmar og leiða þar sáttaviðræður. Yusof afskrifaði ferðina í síðustu viku þegar herforingjastjórnin tilkynnti að hann fengi ekki að hitta Aung San Suu Kyi, lýðræðislega kjörinn leiðtoga landsins sem hefur verið í haldi hersins frá því í febrúar. Sambandið ákvað í kjölfarið að yfirherforingi herforingjastjórnarinnar í Mjanmar, Min Aung Hlaing, fengi því ekki að taka þátt á næstu ráðstefnu sambandsins en Joe Biden Bandaríkjaforseti verður viðstaddur ráðstefnunni.
Mjanmar Tengdar fréttir Mjanmarski herinn handtekur lækna þrátt fyrir metfjölda smitaðra Mjanmarski herinn hefur handtekið fjölda lækna sem hafa starfað í framlínunni í baráttunni gegn Covid-19. Læknarnir hafa starfað sjálfstætt með kórónuveirusjúklingur en heilbrigðiskerfið er að þolmörkum komið í landinu þar sem fjöldi smitaðra hækkar með verjum deginum sem líður. 22. júlí 2021 10:48 Sameinuðu þjóðirnar kalla eftir vopnasölubanni á Mjanmar Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir því að allri vopnasölu til Mjanmar verði hætt vegna blóðugs valdaráns sem herinn framdi fyrr á þessu ári. Kallið er talið nokkuð óeðlilegt og fá dæmi eru til um að Sameinuðu þjóðirnar grípi til þessa ráðs. 19. júní 2021 07:43 Suu Kyi dregin fyrir dóm Réttarhöld yfir Aung San Suu Kyi, sem herinn í Búrma steypti af stóli í febrúar, hófust í dag. Mannréttindasamtök telja ákærurnar uppspuna og að herforingjastjórnin vilji ryðja henni úr vegi. 14. júní 2021 11:58 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira
Mjanmarski herinn handtekur lækna þrátt fyrir metfjölda smitaðra Mjanmarski herinn hefur handtekið fjölda lækna sem hafa starfað í framlínunni í baráttunni gegn Covid-19. Læknarnir hafa starfað sjálfstætt með kórónuveirusjúklingur en heilbrigðiskerfið er að þolmörkum komið í landinu þar sem fjöldi smitaðra hækkar með verjum deginum sem líður. 22. júlí 2021 10:48
Sameinuðu þjóðirnar kalla eftir vopnasölubanni á Mjanmar Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir því að allri vopnasölu til Mjanmar verði hætt vegna blóðugs valdaráns sem herinn framdi fyrr á þessu ári. Kallið er talið nokkuð óeðlilegt og fá dæmi eru til um að Sameinuðu þjóðirnar grípi til þessa ráðs. 19. júní 2021 07:43
Suu Kyi dregin fyrir dóm Réttarhöld yfir Aung San Suu Kyi, sem herinn í Búrma steypti af stóli í febrúar, hófust í dag. Mannréttindasamtök telja ákærurnar uppspuna og að herforingjastjórnin vilji ryðja henni úr vegi. 14. júní 2021 11:58