Var nauðgað í fullri lest á meðan aðrir farþegar sátu hjá Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. október 2021 09:23 Árásin stóð yfir í átta mínútur áður en lögreglumaður kom um borð og handtók árásarmanninn. Getty/Bastiaan Slabbers Lestarfarþegar í Fíladelfíu sátu hjá og gerðu ekkert á meðan konu var nauðgað í lestarvagninum á miðvikudagskvöld. Ekki einn farþeganna brást við á meðan á árásinni stóð og enginn hringdi í neyðarlínuna að sögn yfirvalda í Fíladelfíu. Árásarmaðurinn, sem yfirvöld segja heita Fiston Ngoy, settist niður við hlið konunnar um klukkan tíu á miðvikudagskvöld en lestin var á vesturleið í átt að umferðarmiðstöðinni í Fíladelfíu. Að sögn Andrews Busch, talsmanns samgöngustofu Suðaustur-Pennsylvaníu (SEPTA), hafði Ngoy reynt að snerta konuna nokkrum sinnum áður en árásin hófst. Konan hafi reynt að ýta Ngoy af sér en hann hafi náð að rífa fötin utan af henni. Að sögn Busch varði árásin í um átta mínútur en enginn samferðamanna þeirra greip inn í. New York Times greinir frá. „Mér býður við þeim sem hjálpuðu þessari konu ekki,“ sagði Timothy Bernhardt, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Upper Darby, á blaðamannafundi í gær. „Fólkið sem var í þessum lestarvagni þarf að horfa í spegil og spyrja sjálft sig hvers vegna það skipti sér ekki af og hvers vegna það gerði ekkert.“ Farþegar sagðir hafa tekið árásina upp á myndband Ngoy, sem er 35 ára gamall, hefur verið ákærður fyrir nauðgun, kynferðisofbeldi og grófa ósæmilega árás án samþykkis, auk annarra brota. Að sögn yfirvalda var Ngoy heimilislaus og óvopnaður þegar hann framdi árásina. Hann situr nú á bak við lás og slá í Delaware County fangageymslunni og hefur 180 þúsund dollara, eða 23 milljóna króna, lausnartrygging verið lögð á herðar honum. Ngoy var ekki kominn með lögmann í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum sem komu fram á blaðamannafundi í gærkvöldi voru nokkrir farþegar til viðbótar í lestarvagninum en ekki ljóst hve margir. Að sögn Bernhardts eru rannsakendur enn að reyna að komast að því hvað þeir voru nákvæmlega margir. Vagninn hafi ekki, að sögn Bernhardts, verið stútfullur en hefðu farþegarnir tekið höndum saman og gripið inn í árásina í sameiningu hefðu þeir getað stöðvað hana. Að hans sögn hafi lögreglan fengið ábendingar um að einhverjir farþeganna hefðu tekið árásina upp á farsíma sína en lögreglan hafi þó ekki fengið það staðfest. Það hafi svo verið starfsmaður lestarinnar sem hafi farið um borð í lestarvagninn, séð hvað hafi gengið á og hringt í neyðarlínuna. „Svo fór lögreglumaður um borð í lestina, gómaði manninn í miðri árás og handtók hann.“ Samfarþegar konunnar gætu endað á að bera réttarstöðu sakbornings hafi þeir tekið árásina upp á myndband en það er alfarið í höndum lögreglunnar hvort samfarþegarnir verði sóttir til saka. Fyrir hvað þeir yrðu ákærðir liggi þó ekki fyrir. Bandaríkin Erlend sakamál Kynferðisofbeldi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Árásarmaðurinn, sem yfirvöld segja heita Fiston Ngoy, settist niður við hlið konunnar um klukkan tíu á miðvikudagskvöld en lestin var á vesturleið í átt að umferðarmiðstöðinni í Fíladelfíu. Að sögn Andrews Busch, talsmanns samgöngustofu Suðaustur-Pennsylvaníu (SEPTA), hafði Ngoy reynt að snerta konuna nokkrum sinnum áður en árásin hófst. Konan hafi reynt að ýta Ngoy af sér en hann hafi náð að rífa fötin utan af henni. Að sögn Busch varði árásin í um átta mínútur en enginn samferðamanna þeirra greip inn í. New York Times greinir frá. „Mér býður við þeim sem hjálpuðu þessari konu ekki,“ sagði Timothy Bernhardt, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Upper Darby, á blaðamannafundi í gær. „Fólkið sem var í þessum lestarvagni þarf að horfa í spegil og spyrja sjálft sig hvers vegna það skipti sér ekki af og hvers vegna það gerði ekkert.“ Farþegar sagðir hafa tekið árásina upp á myndband Ngoy, sem er 35 ára gamall, hefur verið ákærður fyrir nauðgun, kynferðisofbeldi og grófa ósæmilega árás án samþykkis, auk annarra brota. Að sögn yfirvalda var Ngoy heimilislaus og óvopnaður þegar hann framdi árásina. Hann situr nú á bak við lás og slá í Delaware County fangageymslunni og hefur 180 þúsund dollara, eða 23 milljóna króna, lausnartrygging verið lögð á herðar honum. Ngoy var ekki kominn með lögmann í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum sem komu fram á blaðamannafundi í gærkvöldi voru nokkrir farþegar til viðbótar í lestarvagninum en ekki ljóst hve margir. Að sögn Bernhardts eru rannsakendur enn að reyna að komast að því hvað þeir voru nákvæmlega margir. Vagninn hafi ekki, að sögn Bernhardts, verið stútfullur en hefðu farþegarnir tekið höndum saman og gripið inn í árásina í sameiningu hefðu þeir getað stöðvað hana. Að hans sögn hafi lögreglan fengið ábendingar um að einhverjir farþeganna hefðu tekið árásina upp á farsíma sína en lögreglan hafi þó ekki fengið það staðfest. Það hafi svo verið starfsmaður lestarinnar sem hafi farið um borð í lestarvagninn, séð hvað hafi gengið á og hringt í neyðarlínuna. „Svo fór lögreglumaður um borð í lestina, gómaði manninn í miðri árás og handtók hann.“ Samfarþegar konunnar gætu endað á að bera réttarstöðu sakbornings hafi þeir tekið árásina upp á myndband en það er alfarið í höndum lögreglunnar hvort samfarþegarnir verði sóttir til saka. Fyrir hvað þeir yrðu ákærðir liggi þó ekki fyrir.
Bandaríkin Erlend sakamál Kynferðisofbeldi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira