Loftslagsáætlun Bidens í vanda Árni Sæberg skrifar 16. október 2021 12:58 Joe Biden var harðorður í garð repúblikana á Bandaríkjaþingi í ávarpi í Hvíta húsinu í dag. AP/Evan Vucci Metnaðarfull loftslagsaðgerðaáætlun Joes Biden Bandaríkjaforseta virðist vera að sigla í strand. Fjármögnun orkuskipta, sem var einn burðarstólpa áætlunarinnar, verður líklega felld út úr fjárlagafrumvarpi sem nú er í meðferð í öldungadeild Bandaríkjaþings. Að sögn The New York Times vinna starfsmenn Hvíta hússins nú að breytingum á fjárlagafrumvarpinu vegna andstöðu öldungadeildarþingmannsins Joe Manchin við það. Manchin er miðjumaður sem er fulltrúi Vestur-Virginíufylkis en kolaiðnaður er ríkinu mikilvægur. Sökum lítils meirihluta Demókrata á þinginu þarf forsetinn stuðning hvers einasta Demókrata til að koma frumvörpum í gegnum þingið. „Manchin hefur talað opinberlega um áhyggjur sínar af því að greiða einkafyrirtækjum peninga skattgreiðenda fyrir eitthvað sem þau eru að gera nú þegar,“ segir Sam Runyon, talsmaður Manchins, við Reuters. „Hann heldur áfram stuðningi við baráttuna gegn loftslagsbreytingum á meðan hann ver sjálfstæði Bandaríkjanna í orkumálum og tryggir stöðugleika í orkumálum,“ bætir hann við. Biden er í erfiðri stöðu Auk Manchins hefur öldungardeildarþingmaðurinn Kyrsten Sinema mótmælt eyrnamerkingu Bidens á þremur og hálfri billjón (e. trillion) Bandaríkjadala til félags- og umhverfismála. Biden þarf því að finna jafnvægi milli kostnaðar og aðgerða til þess að forðast klofning í Demókrataflokknum. Frjálslyndari þingmenn flokksins hafa farið fram á að forsetinn standi við kosningaloforð sín í umhverfismálum. Biden hefur þegar stungið upp á því að lækka fjárframlög til málaflokksins úr þremur og hálfri billjón í tvær billjónir. Bandaríkin Loftslagsmál Joe Biden Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Innlent Fleiri fréttir Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Sjá meira
Að sögn The New York Times vinna starfsmenn Hvíta hússins nú að breytingum á fjárlagafrumvarpinu vegna andstöðu öldungadeildarþingmannsins Joe Manchin við það. Manchin er miðjumaður sem er fulltrúi Vestur-Virginíufylkis en kolaiðnaður er ríkinu mikilvægur. Sökum lítils meirihluta Demókrata á þinginu þarf forsetinn stuðning hvers einasta Demókrata til að koma frumvörpum í gegnum þingið. „Manchin hefur talað opinberlega um áhyggjur sínar af því að greiða einkafyrirtækjum peninga skattgreiðenda fyrir eitthvað sem þau eru að gera nú þegar,“ segir Sam Runyon, talsmaður Manchins, við Reuters. „Hann heldur áfram stuðningi við baráttuna gegn loftslagsbreytingum á meðan hann ver sjálfstæði Bandaríkjanna í orkumálum og tryggir stöðugleika í orkumálum,“ bætir hann við. Biden er í erfiðri stöðu Auk Manchins hefur öldungardeildarþingmaðurinn Kyrsten Sinema mótmælt eyrnamerkingu Bidens á þremur og hálfri billjón (e. trillion) Bandaríkjadala til félags- og umhverfismála. Biden þarf því að finna jafnvægi milli kostnaðar og aðgerða til þess að forðast klofning í Demókrataflokknum. Frjálslyndari þingmenn flokksins hafa farið fram á að forsetinn standi við kosningaloforð sín í umhverfismálum. Biden hefur þegar stungið upp á því að lækka fjárframlög til málaflokksins úr þremur og hálfri billjón í tvær billjónir.
Bandaríkin Loftslagsmál Joe Biden Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Innlent Fleiri fréttir Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Sjá meira