Grænar hindranir Svavar Halldórsson skrifar 15. október 2021 07:00 Flestir stjórnmálaflokkar virðast sammála um að framtíð Íslands sé best borgið með áherslu á sjálfbærni og græna atvinnuuppbyggingu. Ekki er raunverulegur ágreiningur um að hraða skuli orkuskiptum í samgöngum; byrja á bifreiðum, svo vinnuvélum, skipum og flugvélum, eftir því sem tækninni fleygir fram. Spurning er ekki hvort, heldur hvenær, allar samgöngur á Íslandi verða umhverfisvænar. Verðmæti úr hugviti Nýverið vöktu Samtök iðnaðarins athygli á því að áframhaldandi hagsæld hér á landi sé háð því að útflutningstekjur aukist á grundvelli meiri verðmætasköpunar sem byggir á hugviti. Við þurfum að stækka pottinn um 300 milljarða á næstu árum. Á sama vettvangi var bent á að hugverkaiðnaður er orðinn að fjórðu stoð íslenskrar gjaldeyrisöflunar. Það er jákvæð þróun sem skilar sér í góðum störfum, hamlar gegn atvinnuleysi og bætir hag þjóðarbúsins. Ljóst er að nýsköpun og uppbygging á grænum iðnaði er það sem vænlegast er til að tryggja áfram góð lífskjör á Íslandi á komandi árum. Umhverfisvæn fjárfesting Erlendir og innlendir fjárfestar horfa nú mjög til umhverfisvænna kosta um allan heim. Þessi þróun er áberandi bæði austan hafs og vestan, sem og í Asíu. Hreinleiki Íslands og græn orka á samkeppnishæfu verði, veita okkur forskot. Tækifærin liggja bókstaflega undir hverjum steini, eins og vöxtur í þörungaræktun og annarri líftækni síðustu misseri ber órækt vitni um. En þessi tækifæri verður að grípa. Hið opinbera má ekki standa í veginum með því að draga lappirnar í aðlögun regluverks og uppbyggingu innviða. Tækifæri undir hverjum steini Hagnýting grænna tækifæra er háð því að Alþingi og ríkisstofnanir standi sig. Tafir við samþykkt rammaáætlunar, lagningu nýrrar Suðurnesjalínu og annarrar uppbyggingar orkuinnviða geta reynst dýrkeyptar. Erfitt er að setja nákvæman verðmiða á slíkt tap, en ljóst að fjárfestar í grænni framtíð taka skilvirkni hins opinbera með í reikninginn við sínar ákvarðarnir. Fyrirsjáanlegt regluumhverfi og trúverðugar áætlanir um langtímauppbyggingu orkuinnviða skiptir miklu máli þegar fjárfestar velja nýjum fyrirtækjum stað. Hlutverk hins opinbera Orkuskipti í samgöngum á landi, láði og legi, nýr umhverfisvænni landbúnaður og nýsköpun í grænni líftækni eru mikilvægur hluti af okkar framlagi til loftslags- og umhverfismála á heimsvísu. Hið opinbera hefur auðvitað ákveðið hlutverk í þeirri vegferð. Það er fyrst og fremst um að byggja upp innviði og umgjörð þar sem einstaklingar og fyrirtæki geta blómstrað. En til þess að svo megi verða þarf að leggja aukna áherslu á skilvirkni og langtímahugsun í orku- og innviðamálum. Það er ótækt að þeir sem vilja byggja hér upp umhverfisvæn atvinnutækifæri þurfi stöðugt að klöngrast yfir grænar hindranir hins opinbera. Höfundur er sérfræðingur í matarmenningu, stefnumótun og markaðsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Halldórsson Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Flestir stjórnmálaflokkar virðast sammála um að framtíð Íslands sé best borgið með áherslu á sjálfbærni og græna atvinnuuppbyggingu. Ekki er raunverulegur ágreiningur um að hraða skuli orkuskiptum í samgöngum; byrja á bifreiðum, svo vinnuvélum, skipum og flugvélum, eftir því sem tækninni fleygir fram. Spurning er ekki hvort, heldur hvenær, allar samgöngur á Íslandi verða umhverfisvænar. Verðmæti úr hugviti Nýverið vöktu Samtök iðnaðarins athygli á því að áframhaldandi hagsæld hér á landi sé háð því að útflutningstekjur aukist á grundvelli meiri verðmætasköpunar sem byggir á hugviti. Við þurfum að stækka pottinn um 300 milljarða á næstu árum. Á sama vettvangi var bent á að hugverkaiðnaður er orðinn að fjórðu stoð íslenskrar gjaldeyrisöflunar. Það er jákvæð þróun sem skilar sér í góðum störfum, hamlar gegn atvinnuleysi og bætir hag þjóðarbúsins. Ljóst er að nýsköpun og uppbygging á grænum iðnaði er það sem vænlegast er til að tryggja áfram góð lífskjör á Íslandi á komandi árum. Umhverfisvæn fjárfesting Erlendir og innlendir fjárfestar horfa nú mjög til umhverfisvænna kosta um allan heim. Þessi þróun er áberandi bæði austan hafs og vestan, sem og í Asíu. Hreinleiki Íslands og græn orka á samkeppnishæfu verði, veita okkur forskot. Tækifærin liggja bókstaflega undir hverjum steini, eins og vöxtur í þörungaræktun og annarri líftækni síðustu misseri ber órækt vitni um. En þessi tækifæri verður að grípa. Hið opinbera má ekki standa í veginum með því að draga lappirnar í aðlögun regluverks og uppbyggingu innviða. Tækifæri undir hverjum steini Hagnýting grænna tækifæra er háð því að Alþingi og ríkisstofnanir standi sig. Tafir við samþykkt rammaáætlunar, lagningu nýrrar Suðurnesjalínu og annarrar uppbyggingar orkuinnviða geta reynst dýrkeyptar. Erfitt er að setja nákvæman verðmiða á slíkt tap, en ljóst að fjárfestar í grænni framtíð taka skilvirkni hins opinbera með í reikninginn við sínar ákvarðarnir. Fyrirsjáanlegt regluumhverfi og trúverðugar áætlanir um langtímauppbyggingu orkuinnviða skiptir miklu máli þegar fjárfestar velja nýjum fyrirtækjum stað. Hlutverk hins opinbera Orkuskipti í samgöngum á landi, láði og legi, nýr umhverfisvænni landbúnaður og nýsköpun í grænni líftækni eru mikilvægur hluti af okkar framlagi til loftslags- og umhverfismála á heimsvísu. Hið opinbera hefur auðvitað ákveðið hlutverk í þeirri vegferð. Það er fyrst og fremst um að byggja upp innviði og umgjörð þar sem einstaklingar og fyrirtæki geta blómstrað. En til þess að svo megi verða þarf að leggja aukna áherslu á skilvirkni og langtímahugsun í orku- og innviðamálum. Það er ótækt að þeir sem vilja byggja hér upp umhverfisvæn atvinnutækifæri þurfi stöðugt að klöngrast yfir grænar hindranir hins opinbera. Höfundur er sérfræðingur í matarmenningu, stefnumótun og markaðsmálum.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun