Rannsaka skyndilegt andlát fulltrúa í nefnd gegn spillingu Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2021 14:48 Anton Poliakov í úkraínska þinginu í júlí. Hann lést skyndilega í leigubíl í Kænugarði föstudaginn 8. október 2021. Vísir/Getty Úkraínska lögreglan rannsakar nú skyndilegt andlát ungs þingmanns í leigubíl í höfuðborginni Kænugarði í dag. Þingmaðurinn átti sæti í þingnefnd gegn spillingu. Anton Poliakov veiktist skyndilega og lést í leigubíl. Saksóknarar segja að hann hafi fengið hjartaáfall. Lögreglumenn fundu hann meðvitundarlausan í leigubílnum þegar þeir stöðvuðu ökumanninn vegna umferðarlagabrots. Poliakov var 33 ára gamall. Lögreglustjórinn í Kænugarði segir að lögregla telji að Poliakov hafi látist af náttúrulegum orsökum en ekki sé hægt að fullyrða það með fullri vissu. Rannsókn sé í gangi á dauða hans. Poliakov tilheyrði flokknum Fyrir framtíðina sem hefur verið bendlaður við Ihor Kolomoiskí, einn auðugasta mann Úkraínu. Hann sagði skilið við Þjóna þjóðarinnar, flokk Volodýmýrs Zelenskíj, forseta, vegna ágreinings um stefnumál, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Poliakov var einn af þeim þingmönnum sem lögðu fram þúsundir breytingatillagna við frumvarp um bankamál sem var talið ganga gegn hagsmunum Kolmoiskí. Leigubílstjórinn segir að Poliakov hafi komið í bílinn við stoppistöð utan við miðborgina. Skömmu síðar hafi hann kvartað undan veikindum. Að sögn lögreglu hafði Poliakov verið á veitingahúsi og drukkið áfengi áður. Eftir það hafi hann farið upp í bíl með öðrum karlmanni og ekið um í eina og hálfa klukkustund. Hann hafi ekki farið heim til sín þar sem hann átti í einhvers konar erjum við sambýliskonu sína sem er einnig þingmaður sem yfirgaf flokk forsetans. Óþekktur árásarmaður réðst á Poliakov þannig að hann þurfti á læknisaðstoð að halda í september í fyrra. Zelenskíj forseti og flokkur hans hafa reynt að takmarka völd hóps auðmanna sem eru jafnan kallaðir ólígarkar í Úkraínu. Óþekktir menn reyndu að ráða einn nánasta ráðgjafa forsetans af dögum í síðasta mánuði. Úkraína Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Anton Poliakov veiktist skyndilega og lést í leigubíl. Saksóknarar segja að hann hafi fengið hjartaáfall. Lögreglumenn fundu hann meðvitundarlausan í leigubílnum þegar þeir stöðvuðu ökumanninn vegna umferðarlagabrots. Poliakov var 33 ára gamall. Lögreglustjórinn í Kænugarði segir að lögregla telji að Poliakov hafi látist af náttúrulegum orsökum en ekki sé hægt að fullyrða það með fullri vissu. Rannsókn sé í gangi á dauða hans. Poliakov tilheyrði flokknum Fyrir framtíðina sem hefur verið bendlaður við Ihor Kolomoiskí, einn auðugasta mann Úkraínu. Hann sagði skilið við Þjóna þjóðarinnar, flokk Volodýmýrs Zelenskíj, forseta, vegna ágreinings um stefnumál, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Poliakov var einn af þeim þingmönnum sem lögðu fram þúsundir breytingatillagna við frumvarp um bankamál sem var talið ganga gegn hagsmunum Kolmoiskí. Leigubílstjórinn segir að Poliakov hafi komið í bílinn við stoppistöð utan við miðborgina. Skömmu síðar hafi hann kvartað undan veikindum. Að sögn lögreglu hafði Poliakov verið á veitingahúsi og drukkið áfengi áður. Eftir það hafi hann farið upp í bíl með öðrum karlmanni og ekið um í eina og hálfa klukkustund. Hann hafi ekki farið heim til sín þar sem hann átti í einhvers konar erjum við sambýliskonu sína sem er einnig þingmaður sem yfirgaf flokk forsetans. Óþekktur árásarmaður réðst á Poliakov þannig að hann þurfti á læknisaðstoð að halda í september í fyrra. Zelenskíj forseti og flokkur hans hafa reynt að takmarka völd hóps auðmanna sem eru jafnan kallaðir ólígarkar í Úkraínu. Óþekktir menn reyndu að ráða einn nánasta ráðgjafa forsetans af dögum í síðasta mánuði.
Úkraína Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira