Vínlandskortið reyndist falsað Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2021 15:50 Kortið á að hafa verið teiknað árið xxxx en hefur verið mjög umdeilt frá því það var opinberað. Getty/VCG Wilson Allt frá því það var opinberað í Yale háskólanum í Bandaríkjunum árið 1965 hefur vínlandskortið svokallaða verið umdeilt. Kortið átti að vera frá 1440 og sýna meðal annars hluta Norður-Ameríku og það að víkingar hefðu kannað vesturhluta Atlantshafsins. Kristófer Kólumbus sigldi til Ameríku árið 1492. Mörgum þótti kortið ótrúverðugt og hafa margar tilraunir verið gerðar sem varpað hafa rýrð á trúverðugleika þess. Fræðimenn hafa um árabil verið meira og minna sannfærðir um að kortið sé falsað. Nú hefur það verið staðfest fyrir fullt og allt. Forsvarsmenn Yale bundu enda á rúmlega hálfs áratuga deilur fyrr í mánuðinum en yfirlýsingin hefur ekki ratað í fréttir erlendis fyrr en nú nýverið. Í yfirlýsingu frá Yale segir að ný greining sanni fyrir fullt og allt að kortið sé falsað. Það hafi verið sannað með því að nota nýjustu tækni til að greina kortið og nánar tiltekið blekið sem notað var til að teikna það. Sú greining leiddi í ljós að blekið var fyrst framleitt á þriðja áratug síðustu aldar. „Vínlandskortið er falsað,“ er haft eftir Raymon Clemens, sem stýrir bókasafni Yale þar sem kortið hefur verið hýst. „Það er enginn vafi hér. Þessi nýja greining ætti að ljúka málinu.“ Greining Yale hefur einnig leitt í ljós að fölsun kortsins var vísvitandi. Einhver hafi markvisst ætlað sér að reyna að gabba fólk til að halda að kortið væri raunverulegt. Sérstaklega með því að reyna að láta líta út fyrir að kortið hefði verið teiknað á sama tíma og ritið Speculum Historiale var ritað á kálfaskinn. New York Times segir að vísindamenn Yale ætli sér að skrifa grein þar sem þeir fara yfir rannsókn þeirra og niðurstöðurnar. Sögu kortsins má rekja allt til ársins 1957 þegar Laurence Witten, safnari í New Haven Conneticut keypti kortið af ónafngreindum aðila í Evrópu. Hann seldi það svo til Paul Mellon sem gaf það til Yale. Háskólinn opinberaði svo kortið árið 1965, eins og áður hefur komið fram. Það var árið 1960 sem ummerki um byggð víkinga fundust í L‘Anse aux Meadows á Nýfundalandi. Kanada Bandaríkin Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Kristófer Kólumbus sigldi til Ameríku árið 1492. Mörgum þótti kortið ótrúverðugt og hafa margar tilraunir verið gerðar sem varpað hafa rýrð á trúverðugleika þess. Fræðimenn hafa um árabil verið meira og minna sannfærðir um að kortið sé falsað. Nú hefur það verið staðfest fyrir fullt og allt. Forsvarsmenn Yale bundu enda á rúmlega hálfs áratuga deilur fyrr í mánuðinum en yfirlýsingin hefur ekki ratað í fréttir erlendis fyrr en nú nýverið. Í yfirlýsingu frá Yale segir að ný greining sanni fyrir fullt og allt að kortið sé falsað. Það hafi verið sannað með því að nota nýjustu tækni til að greina kortið og nánar tiltekið blekið sem notað var til að teikna það. Sú greining leiddi í ljós að blekið var fyrst framleitt á þriðja áratug síðustu aldar. „Vínlandskortið er falsað,“ er haft eftir Raymon Clemens, sem stýrir bókasafni Yale þar sem kortið hefur verið hýst. „Það er enginn vafi hér. Þessi nýja greining ætti að ljúka málinu.“ Greining Yale hefur einnig leitt í ljós að fölsun kortsins var vísvitandi. Einhver hafi markvisst ætlað sér að reyna að gabba fólk til að halda að kortið væri raunverulegt. Sérstaklega með því að reyna að láta líta út fyrir að kortið hefði verið teiknað á sama tíma og ritið Speculum Historiale var ritað á kálfaskinn. New York Times segir að vísindamenn Yale ætli sér að skrifa grein þar sem þeir fara yfir rannsókn þeirra og niðurstöðurnar. Sögu kortsins má rekja allt til ársins 1957 þegar Laurence Witten, safnari í New Haven Conneticut keypti kortið af ónafngreindum aðila í Evrópu. Hann seldi það svo til Paul Mellon sem gaf það til Yale. Háskólinn opinberaði svo kortið árið 1965, eins og áður hefur komið fram. Það var árið 1960 sem ummerki um byggð víkinga fundust í L‘Anse aux Meadows á Nýfundalandi.
Kanada Bandaríkin Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira